Ný saga - 01.01.1991, Síða 37

Ný saga - 01.01.1991, Síða 37
FRÁ KVENNASÖGU TIL KERFISBUNDINNA RANNSÓKNA stöðu kvenna; heldur eru þau túlkuð bókstaflega. í öðru lagi virðist hér skorta þekkingu á samfélögum Evrópu á níundu öld og á eðli og hlutverki ritaðra heimilda í miðalda- samfélögum. Það er eins og söguhöfundar geri ráð fyrir að miðaldakarlar hafi setið og lesið heimspeki Aristótelesar, oröið við það miklir kvenhatarar og tekið til við kúgun kvenna! Almennt læsi er hins vegar tiltölulega ungt fyrirbæri í sögu mannkyns og hið skrifaða orð hafði lítil áhrif á ármiðöldum í Evrópu. Það var til dæmis ekki fyrr en á 12. til 13. öld sem ritað orð fór að hafa verulega þýðingu við stjórnsýslu í Evrópu.6 Áður voru það bara hinir klerklærðu og kannski þeir sem töldust til allra „gáfuðustu" manna, sem veltu sér upp úr bókmenntatextum sér eldri manna. Hvaða áhrif þessi hópur hafði á skoðanamyndun fjöldans er býsna óljóst, en þó svo einhverjum hafi nú tekist að breiða út boðskapinn, þá er ógjörningur að vita nokkuð nákvæmlega um hvenær né hvort karlar hafi þá byrjað að taka í konur og tuska þær til. Þetta tveggja binda verk Andersons og Zinsser um sögu evrópskra kvenna er virðingaverð tilraun til að taka saman hinar ýmsu rannsóknir og segja krónólogíska kvenna- sögu. Hins vegar er kannski ekki við öðru að búast en að í yfirlitsverkum gleymist að spyrja um í hvaða samhengi konur eru nefndar í frumheimildunum og hvert eðli heimildanna sé, þegar slíkar vangaveltur eru fáar innan grunnrannsókna. Þetta er afleiðing af þeirri aðferðafræði sem beitt hefur verið innan kvennsögurannsókna, þe. að beina sjónum of einhliða að kvenkyninu eingöngu en sú árátta á sér reyndar kenningalega skýringu. Að baki flestra kvenna- sögurannsókna sjöunda og áttunda áratugarins hafa einkum legið tvær megin- kenningar. Önnur er í raun Konur eiga lika heima í íslenskri kirkjusögu. Biskupstólana heföi t.d. veriö erfitt að reka án vinnuframlags kvenna. Þessi hluti úr mynd af húsaskipan I Skálholti 1784, ber enda hlut kvenna í rekstri staðarins ríkulegt vitni. Á myndinni má m.a. sjá eldhús, mið-baðstofu (?), gömlu-borðstofu, vinnukvennabaðsstofu, stórabúr, löngugöng og smjörklefa. ósöguleg þar sem hún byggist meðal annars á því að konur hafi alltaf verið kúgaðar af karlaveldi. Körlum sé það eðlislægt að ráða yfir konum og þá sérstaklega vegna þess að konur fæði börnin og viðhaldi þannig stofninum. Kynhlutverk kvenna sé því lykillinn að kúgun kvenna. Hin kenningin er komin frá hinum svokölluðu marxísku fem- inistum, en þeir afneita með öllu þeirri líffræðilegu löghyggju sem felst í kenningunni um karlaveldið. I staðinn telja þessir kenn- ingasmiðir að ólík staða kynjanna stafi af mismunandi framleiðsluháttum samfélaga. Á þann hátt má skýra hvemig ólík staða kynjanna er söguleg og um leið breytanleg. 7 Þessar kenningar einar sér njóta ekki lengur neinnar sérstakrar hylli og hafa þeir sem fást við kvennasögurannsóknir byrjað að setja spurningamerki við sinn eigin kenningalega upphafspunkt. Þetta hefur leitt til kerfisbundnari rannsókna. Eins og Gro Hageman benti réttilega á í erindi sínu á þriðja Norðurlandaþingi kvenna- sögufræðinga í Stokkhólmi vorið 1989, þá er mjög auðvelt að falla í þá gryfju að láta kvennasöguna fást einungis við að túlka sögu kvenna og þau svið sem konur hafa sýslað við í gegnum aldirnar. Þetta getur kallast hefðbundið sjónarhorn því það felur í sér viðurkenningu á þeim ramma sem hin almenna saga liefur þróast innan. Það vantar að spyrja af hverju konum hafi verið helgað j^etta svæði í sögunni, bæði þeirri skráðu, og í heimildum, og af hverju körlum hafa verið eignuð önnur svæði. Hlutverkaskipting á milli kynjanna er á vissan hátt tekin sem gefin (líffræðileg lög- hyggja), og ekki er til dæmis spurt livort að konur hugsan- lega hafi á „ósýnilegan hátt“ átt aðild að öðrum sviðum, til dæmis stjórnmálum. » Hér nálgumst viö kjarna máls- ins - sjálft tungumálið og hugtakanotkun innan sagn- fræðinnar. Stjórnmál fyrir lok síðustu aldar hafa til dæmis verið skilgreind sem formlegar athafnir á opinberum vettvangi, og valdahugtakið hefur svifið í kringum karla úr hærri stigum þjóðfélagsins. Raunin er hins vegar sú að fjölskyldan er ekki eina stofnun samfélagsins sem konur hafa átt aðild að eða haft áhrif á. Þær eiga líka heima í sögunni um stjórnarfarslegar og kirkjulegar stofnanir, mennta- og menningarstofnanir, atvinnuvegi o. s. frv. Öll svið mannlífsins eru jafn áhugaverð viðfangsefni fyrir kvennasögu sem karlasögu. Raunirt er hins veaarsú aö fjölskyldan er ekkt eina stofnun samfélagsins sem konur hafa átt aöild að eða haft áhrif á. Þær eiga líka heima í sögunni um stjórnarfarslegar og kirkjulegar- stofnanir, mennta- og menningarstofnamr, atvinnuvegi o.s.frv. 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.