Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 38

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 38
Agnes S. Arnórsdóttir Ekki er fjarri aö ætla að meirihluta þjóöarinnar detti fyrst í hug eitthvaö í líkingu viö þaö sem sést á þessari mynd af Gissuri Þorvaldssyni höggva aö Sturlu Sighvatssyni, þegarminnsterá Sturlungaöld. Teikningin erenda úríslandssögu Jónasar frá Hriflu sem hér var kennd í fjörtíu ár. AÐ SEGJA NÝJA SÖGU AF GÖMLUM SKJÖLUM Segja má að tvær megin stefnur séu nú uppi í kvennasögu- rannsóknum á Norðurlöndum. Önnur byggir á hlutverka- skiptingu á milli kynjanna og hugmyndinni um „kynkerfið“ (genussystemet). Hin stefnan er í eðli sínu þverfagleg og fær að láni margt og mikið frá skyldum greinum, svo sem félagslegri mannfræði og bókmenntafræði. Hér er um að ræða aðferð sem byggir á að endurlesa heimildir. Það sem áður hefur veriö túlkað sem frásögn er nú lesið sem leif. Dæmi um þetta má nefna rétt óútkomna bók Sverre Bagge sagnfræðings um samfélag Snorra Sturlusonar í Heims- kringlu.9 Hér eru fleiri möguleikar á huglægri túlkun heimildanna fyrir hendi en jafnframt er aukin áhersla lögð á greiningu efnisins og gefur þessi aðferð aukið svigrúm til að fjalla um pólitískt gilcli heimildanna.'0 Lítum nánar á tvennt varð- andi þessar rannsóknir: í fyrsta lagi á áherslubreytinguna frá konum til stöðu kynjanna og þess kerfis sem byggt er á þeirra hlutverkum, og í öðru lagi á þá aðferð að endurlesa eða lesa heimildirnar á „nýjan hátt“. Sagnfræðingurinn Ida Blom benti á það í nýlegu blaða- viðtali að sú kenningarlega umræða sem nú ber hæst innan kvennasögunnar hafi fengið flesta til að fást meira um stöðu kynjanna í stað kvenna einna. Þetta þýðir að gerður er skipulegur saman- Ixiröur á stöðu kvenna og karla og að bæði skoðað er það sem er líkt og ólíkt milli kynjanna og ekki síst tengslin á milli þeirra. Þessi aðferð leiðir í ljós að þau völd sem karlar hafa, eru annars konar að formi til en völd kvenna. Konur geta til dæmis haft mikil sálfræðileg völd og völd innan vébanda fjölskyldunnar. Rannsóknir á nýrri gerð af karlasögu er barn kvennasögunnar." Það er, á sama hátt og við getum beitt kynsjónarhorninu innan kvennasögu má beita því á karlasögu. Þessi saga verður önnur en ef við einblínum meðvitað eða ómeðvitað á annað kynið við rannsóknir okkar, sbr. hin gamla karlasaga. Beiting kynsjónarhornsins hefur þær afleiðingar aö þörf er á að endurmeta nær öll söguleg hugtök. í raun þýðir þetta að endurskrifa söguna. Með þetta í huga reynist auðveldara að skilja af hverju svo treglega gengur að bæta sögu kvenna inn í hefðbundna sagnfræði. Gamla sagan er byggð á karlkyns viðmiðunum þó svo að hún hafi verið talin saga allra manna.12 En lítum nánar á sjálft kynhugtakið. Sagnfræðingurinn Joan W. Scott hefur gengið út frá hugtakinu „gender" í sínum rannsóknum. Hún segir að þetta hugtak hafi fyrst verið notað af bandarískum stallsystrum sínum snemma á áttunda áratugnum til að aðgreina hina líffræðilegu merkingu kynhugtaksins frá hinni félagslegu. Þetta hugtak hefur fengið enn dýpri merkingu hjá Joan W. Scott. í hennar meðferð á hugtakinu felst að á milli kynjanna ríki djúpstæður samfélagslegur munur sem gengið er út frá. Þessi munur finnst á öllum sviðum mannlífsins. Sá sem fæst við rannsóknir á stöðu kynjanna verður því að greina þessi valdatengsl sem ligga að baki öllum táknum, myndum og þeim hugtökum sem eru notuö til að sýna tengslin á milli kynjanna.1J Kynkerfið (genussystemet) er að finna í öllum samfélögum í ólíkunt gerðum. Þetta kerfi sem byggt er á hlutverkaskiptingu kynjanna, er síðan grunnurinn fyrir alla aðra skipulagningu á félagslegum, efnahagslegum og pólitískum sviðum.11 Kynkerfið getur birst okkur í ótal gerðum; í hugmyndafræði, við félagslega aðlögun, innan stofnana, í atvinnulífinu og við félags- mótun. Konur jafnt sem karlar eru gerendur í sköpun þessa kynbundna kerfis, jafnvel þó að konur hafi lægri stöðu en karlar innan kerfisins í mörgum samfélögum. Á milli kynjanna finnst síðan ákveðin kynbundinn samningur. Hann byggir á hugmyndum okkar um hvernig sambandið eigi að vera, og raunverulegum samningum innan hinna ýmsu stofnana samfélagsins. Þessi samningur birtist okkur einna skýrast á hinu persónulega sviði samlífsins, og má þar nefna hugmyndir okkar um hjónabandið og síðan sjálfan hjúskaparsamninginn.15 Meö þessa hugmynd að leiðarljósi verður mannlífið bara skýrt að hálfu við að skoða það aðeins út frá reynsluheimi karla eða kvenna. Beiting kynsjónarhornsins hefur þær afleiðingar að börf er á að endurmeta nær öll söguleg hugtök. I raun þýðir þetta að endurskrifa söguna. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.