Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 46
þær geymslur. Þar var mikill
raki og í þokkabót kom í ljós
að það var kominn mölur í
talsvert af húsgögnunum. Þarna
var músagangur, þannig að
þetta voru ekki ákjósanleg
skilyrði. Áður en munirnir voru
fluttir í nýjar geymslur þurfti að
gasa þá í gámum til að drepa
allt kvikt á þeim.
Það ber talsvert á því við-
horfi að allt sem ergamalt sé
merkilegt. Getur sií stefna
ekki leitt til þess að það er
vanrœkt að safna yngri
munum?
Jú, það hefur verið fram að
þessu. Nú er mikið talað um
samtímasöfnun hjá safna-
mönnum. Það þarf að vera dálítil
stúdía á bak við það til að það
veröi markvisst. Það þarf aö átta
sig vel á samtímanum og þeim
tímabilum sem maður er að fást
við.
Heldurðu aðþið hafið misst
af einhverjum dœmigerðum
munutn sem allir áttu fyrir
10 árum, en engintt á ttútia?
Já, í mörgum tilvikum. Það eru
kannski helst venjulegir hlutir
eins og td. mjólkurfernur, hlutir
sem voru á hverju borði og á
hverju heimili. Það er ekki þar
með sagt að þeir séu til á söfnum
í dag. Það er svo margt sem
hefur farið forgörðum,
sérstaklega eftir seinna stríð,
hlutir sem voru kannski við lýði
í stuttan tíma, en hurfu síðan.
Þetta var svo venjulegt og
hversdagslegt að engum datt í
hug að geyma eintök af því.
Ettþá telur sem sagt að ekki
sé nóg að safna slíkutn
vörutn, heldurþurfi að liggja
tniklar rannsóknir að baki?
Ekki endilega miklar rannsóknir
en það þarf að minnsta kosti
að átta sig á því hvort
viðkomandi sé dæmigert fyrir
eitthvað, eða eitthvað sem hefur
óvart komið inn, en það
síðarnefnda getur líka verið
athyglisvert; eitthvað skrýtið sem
einhver hefur eignast. En
aðaláherslan er á það sem er
dæmigert, til þess að geta sett
upp sýningar um einhvern
ákveðinn þátt í sögunni. Þá
höfum við fyrst og fremst not
fyrir það sem var einkennandi
fyrir heimili eða atvinnustarfsemi
eða hvað það er sem tekið er
fyrir í viðkomandi sýningu.
Eti þurfið þið ekki að sinna
þessu miklu tneira nœstu ár
en þið hafið gert?
Jú, það sem er í gangi núna er
fyrst og fremst að koma
hlutunum í rétt geymsluskilyrði
og tölvuskrá þá, en þegar það
er komið þá getum við farið að
einbeita okkur að söfnun meira
heldur en hefur verið gert hingað
til. Ég held einmitt að það sé
mjög brýnt að stefna að því fyrr
en seinna því að nú eru að verða
mikil skipti í eldri hverfunum
og það er verið að tæma
háuloftin núna. Það er því
mikilvægt að fara af stað með
þetta sem allra fyrst.
Annars er hlutverk Árbæjar-
safns í minjavörslu ekki endilega
einskorðað við að varðveita alla
hluti á staðnum. Ef til dæmis
væri um merkilega landa-
merkjasteina að ræða, væri miklu
nær að þeir væru á sínum upp-
haflega stað og safnið fylgdist
síðan með þeim og færi jafnvel
út í skráningu út í bæjarlífinu;
fara til dæmis í prentsmiðjur og
skrá prentminjar eða aðrar
verksmiðjur og skrá þar hluti
sem borgarminjar án þess endi-
lega að taka þá í okkar vörslu.
Hvemig er því háttað ttieð
borgarminjar, eni til einhver
lög eða reglugerðir sem kveða
á utn sjálfvirka vemdun ef
tninjar uþþfylla ákveðin
skilyrði, líkt og utn
þjóðtninjar?
Borgarminjar eru jú líka
þjóöminjar. Viö erum að fara út í
þetta fyrst núna í sambandi við
minjar í borginni og byrjum á
prentminjum. Slík verkefni gætu
orðið til þess að fólk færi að bera
meiri virðingu fyrir þessum
gripum sem það á hjá sér, átta sig
i meiri mæli á að þetta sé einhvers
virði; ekki bara að líta á verðgildi
heldur verða meðvitað um að
þetta geti verið menningarminjar
sem beri að varðveita. Sennilega
má segja að söfnin hafi ekki sinnt
upplýsingastreymi nægilega vel,
þau hafa ekki haft tök á því.
Er það viðhorf kannski
ríkjandi að það séu helst
tiltölulega gatnlir hlutir úr
sveit setti eni merkilegir en
síðurnýrri hlutir úr þétlbýli?
Við höfum rekið okkur á þetta,
sérstaklega í sambandi við
hernámssýninguna og reyndar
einnig fyrir jólasýninguna. Þegar
t.d. var auglýst eftir jólaskrauti
varð fólk hissa þegar það komst
að því að við vorum að sækjast
eftir yngri hlutum eins og
plastjólatrésseríum og skildi
ekkert í af hverju safnið hefði
áhuga á slíku skrani. Ég held
hins vegar að það sé hlutverk
safnanna að koma þeim
skilaboðum áleiðis til fólks að
við séum einnig á höttunum eftir
svona hlutum.
Getur veriö að Árbœjarsafn
hafi kannski einhvers konar
ímynd sveitasafns, aðfólk átti
sig ekki á því að safnið hefur
ýtnislegl aðgeyma setti tengist
þeim lítna setn það var að
alast uþþ á mölinni?
Nei, ekki finnst mér það neitt
sérstaklega. Það hefur nú orðið
þannig að það hefur myndast
ákveðin verkaskipting milli
Árbæjarsafns og Þjóðminjasafns.
Almenningur hefur farið meira
með fínni hluti, td. gamla
útskorna hluti á Þjóðminjasafnið
en kemur kannski með þrjátíu
ára gamla þvoltabala til okkar;
jwottabretti eða dúnka, þ.e.
muni sem hafa verið hluti af
daglegu lífi. Á þennan hátt hefur
kannski ómeðvitað myndast
meiri vísir að samtímasafni hjá
44