Ný saga - 01.01.1991, Side 48

Ný saga - 01.01.1991, Side 48
meira út í sýningastarfsemi og safnviðburði. Það er að segja, kynna fortíðina á lifandi hátt sem við getum í þessu umhverfi sem við höfum. Það er reyndar ekki nóg að hafa þetta umhverfi, þó að það sé skemmtilegt, það þarf meira til ef ná á til Islendinga. Utlendingar koma á safnið af því þetta er minjasafn Reykjavíkur og þeir vilja fá að sjá umhverfið eins og það var. En fyrir íslendinga nægir það ekki, það verður að vera eitthvað um að vera til að þeir komi á safnið. Safnið er bara opið yfir sumar- mánuðina en þó er hugsanlegt að við reynum að stefna að því að hafa það opið um helgar allan veturinn. Það fer nefnilega alltaf töluvert púður í það á vorin að minna á safnið aftur, það er alltaf hálffallið í gleymsku á vorin. En það rætist úr því þegar verður búiö að byggja upp Lækjargötu 4 sem hrundi við flutning á sínum tíma. Þegar það er komið þá aukast möguleikarnir á því að hafa opið yfir veturinn. Nú eru þetta fá hús á stóru svæði, þetta hefur verið meira útisafn, en þegar Lækjargatan verður komin og Suðurgata 7, sem er þar við hliðina, þá er komið eins konar torg sem hægt væri að hafa opið á veturna þó annað væri lokað. Er þetta kannski bara tiírislasafn? Nei, en það gæti þróast út i það ef við gerðum ekkert annað en að hafa þessi hús sem eru þarna fyrir með föstum sýningum. En til að ná til íslendinga verðum við að hafa upp á eitthvaö að bjóða, þeireru miklu kröfuharðari gestir. Ef ekki er boðið upp á eitthvað sérstakt, koma þeir ekki nema kannski sem áhugalausir leiðsögumenn einhverra erlendra vina sem eru í heimsókn hjá þeim, til að sýna þeim hvernig húsin voru hér í gamla daga, kannski eftir að hafa farið með þá í Hveragerði og niöur á Tjörn. En um leið og eitthvað er um að vera, þá streyma þeir á staðinn og kunna yfirleitt virkilega að meta það sem er á boðstólum. Þess vegna er mikilvægt að hafa fjölbreytni í sýningum, það er að segja leggja áherslu á fleiri tímabil og fjölbreyttari svið. Láta ekki nægja að sýna hvernig heimilin litu út heldur reyna líka að gefa innsýn í atvinnustarfsemi; hafa breidd. Þá má líka hafa fleira en starfsdaga eins og við höfum verið með; annars konar uppákomur eins og jazzdaga og harmoníkuhátíðir, með öðrum oröum stíla upp á hluti sem höfða til ákveðinna hópa eins og t.d. annað hvort eldra fólks eða þeirra yngri og að ná á þann hátt til sem flestra með fjölbreyttum uppákomum. Enn önnur leið til að auka áhuga á safninu og aðsókn, er að reyna að ná í auknum mæli til skólabarna. Það gæti leitt til þess að fjölskyldurnar komi meira að sumrinu til. A þann hátt mundum við ná til stærri hóps. Þessu öllu fylgir auðvitað að það þarf að auka kynninguna, það þarf mikið að auglýsa. Það veröur að gera sér grein fyrir því að fólk kemur ekki bara sjálfkrafa, það þarf að ná til þess og vekja athygli á því sem er veriö að gera. Hefur þaö breyst eitthvað á síðustu árum hvernig því hefur verið sinnt? Það hefur reyndar ekki verið farið neitt markvisst til fjölmiðla og þeir beðnir um að sinna þessu; það sem þarf fyrst og fremst að gera er að senda alltaf fréttatilkynningar. Gæta að fréttnæminu, að það sé alltaf eitthvað atriði sem er vert að leggja áherslu á hverju sinni jrannig að það sé eitthvað áhugarvert, eitthvert tilefni og einhver ástæða til að sinna þessu. Þá er mjög mikilvægt að taka vel á móti fjölmiölum þegar þeir koma að eigin frumkvæði, vera jákvæður og tilbúinn að svara fyrirspurnum. Það er eins og Jrað hafi þótt hálf hallærislegt fram að þessu að sinna fjölmiölum, það hefur kannski verið hluti af ímynd fræðimannsins að vera fjölmiðlafælinn. Þessu verður að breyta, því að auðvitað höfum við skyldum að gegna gagnvart almenningi. Hvort heldur er safnavinna, fornleifarannsóknir eða aðrar rannsóknir þá veröum við að korna okkar niðurstöðum til skila í sýningum eða á prenti eða þá í gegnum fjölmiðla. Fólk á að fá að vita um þá starfsemi sem fer fram. Auðvitað eru minjasöfnin í eigu almennings, þetta eru ekki einhverjar prívatstofnanir sem fáir eiga að hafa aðgang að. Mér finnst það þannig vera skylda safna og þeirra sem við þau starfa að koma sínum niðurstöðum áleiðis til almennings. Og auðvitað skylda fjölmiðla líka að sinna okkur. Stendur fjársvelli eitthvað í vegi fyrir að þið gelið sinnt þessu? Nei, það hefur rætst úr því og við höfum getað gert meira síðastliðin tvö ár en áður. í sumar höfum við haft fjármagn til að hafa helgarsýningu eða einhvern viðburð hverja einustu helgi og höfum verið með fasta dagskrá yfir sumarstarfið í fyrsta sinn. Hvers vegna hefur rœst úr fjárhagmun? Einfaldlega vegna þess að það var samþykkt ákveðin fjárveiting til þessarar starfsemi. Borgarráð féllst á Jrau rök sem við lögðum fram að þetta væri mikilvægt til að auka starfsemina og lífga upp á hana. Og allir voru á því að lífga upp á starfsemina og því var samþykkt fjárveiting til þessa verks. Það má segja að það hafi verið einhver starfsemi á þessum nótum í fjögur sumur, mest þó í sumar. Tvö fyrstu sumrin höfðu verið sýningar tvisvar hvort sumar sem höfðu gefist mjög vel og þess vegna kannski þróaðist J^etta út í að það fékkst fjárveiting til að halda þessu áfram. 46

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.