Ný saga - 01.01.1991, Page 52

Ný saga - 01.01.1991, Page 52
sem þar er. Síðan hefur verið ákveðið að taka fyrir ákveðna málaflokka eins og t.d. steinbæina og leggja til verndun á þeim. Hluti af þessari umfjöllum um miðbæinn er að við tókum fyrir beiðni Húsafriðunarnefndar ríkisins um friðun á 25 húsum í Reykjavík. Síðan höfum við ákveðið að þær tillögur sem við komum með frá Arbæjarsafni verði bornar saman við það sem er í gangi í sambandi við skipulag, þ.e. borgar- skipulagið og á þann hátt sé komið með einhverjar tillögur til Borgarráðs. Svo er nefndin líka mikið í því að taka fyrir ákveðin mál sem ekki eru komin í umfjöllun úti í pólitísku nefndunum, t.d. athugun á stöðunni í einhverju máli áður en það fer til afgreiðslu. • Hvað eru þessir steinbœir margir? betta er á þriðja tug húsa, yfirleitt mjög lítil. Sum eru algerlega hlaðin úr steini en svo eru líka steinbæirnir sjálfir sem eru bara með hliðarveggjum úr steini en með timburgöflum. 'Þessi hús voru byggð á afmörkuðu tímabili, þe. aðallega á tveimur síðustu áratugum síðustu aldar. Þau voru flest í útjaðri Reykjavíkur en alls voru byggð svona um 150-170 hús á þessu tímabili. Af þekktum húsum sem tilheyra þessum flokki má nefna t.d. Stuðlakot við Bókhlöðustíg sem er tiltölulega nýuppgert og Hákot í Grjótaþorpi. Þessi tvö geta staðið sem dæmi um þessa húsagerð sem vel hefur tekist til með endurbyggingu á. Svo eru náttúrlega nokkur sem eru í niðurníðslu en væri vert að gera upp, t.d. Bergstaðastræti 12. Ntí hefur oft verið talað um í seinni tíð að það sé búið að eyðileggja mióbœinn, hvert er þitt átít á því? Það er náttúrulega búið að vinna mörg skipulög fyrir miðbæinn þó öll hafi ekki verið samþykkt og það sjást merki þess, eins og t.d. gamla Aðalskipulagið 1962-1983, þar sem var samþykkt að byggja þessi háreistu hús í gömlu hverfunum. Hinar ýmsu hugmyndir sem hafa verið uppi sjást á húsunum. Ef maður tekur t.d. Laugaveginn þá eru þar fulltrúar frá hinum ýmsu tímabilum og það náttúrulega gefur þeirri götu töluverðan sjarma líka. Ég mundi ekki segja að það væri búið að eyðileggja miðbæinn. Það þarf að laga ýmislegt, fylla í skörð og ganga betur frá ýmsum atriðum eins og t.d. lýsingu og öðru slíku. En auðvitað eru mörg hús sem eru horfin sem maður sér mikið eftir, því verður ekki neitað. Þar á meðal eru nokkur sem hafa verið fjarlægð nýlega, eins og Fjalakötturinn og Lækjargata 4. Og það eru mörg hús sem eiga ekkert heima þarna eins og Morgunblaðshúsið til dæmis. Ég held samt að það sé aðeins of sterkt til orða tekið að það sé búið að eyðileggja miðbæinn, þrátt fyrir ýmis slys þar. Hvemigfinnst þérað eigi að fara að í sambandi við framtíðarskiþulag á Kvosinni eða miðbœnum? Mér finnst fyrst og fremst að eigi að halda þessum gamla kjarna, það er hann sem gefur miðbænum gildi, þessar rætur sem þar eru. Það þarf að halda í þessi stóru hús sem eru þarna, þessi fyrstu steinhús, sem eru dæmigerð fyrir miðbæinn í Reykjavík. Þá á ég meðal annars við Hótel Borg og Reykjavíkurapótek. Það sem mér finnst mikilvægast í sambandi við gömlu húsin sem eru í miðbænum ennþá, er að láta ekki nægja að halda í þau heldur huga að endurgerð þeirra og færa þau nær sinni upphaflegu gerð. Dæmi um þetta gætu verið gömlu húsin í Austurstræti eins og Hressó og húsin á horninu á Austurstræti og Lækjargötu. Það þyrfti að stefna að því að laga þessi hús; t.d. glugga og fleira sem eyðileggja oft útlit þeirra. Þetta finnst mér mjög mikilvægt atriði. Þá þyrfti að gæta þess vel við þá uppbyggingu sem á eftir að fara þarna fram, að hún sé í samræmi við það sem fyrir er. Það má ekki auka á ósamræmið, heldur þarf að bæta það sem hefur verið gert. FORNLEEFARANNSÓKNIR Nú er nokkurtími tíðinn síðan eitthvað sást um uþþgröflinn í Aðalstrœti frá 1987, hvað geturðu sagt okkur nytt utn hann? Þar er kannski fyrst að nefna að við allar framkvæmdir í miðborginni er athugað með fornleifar því það er vitað mál að þarna eru elstu byggðaleifar á landinu, af þeim sem fundist hafa. Það verður til þess að það þarf að hafa auga með öllum framkvæmdum, eins og t.d. núna síðast á Alþingisreit þar sem var verið að útbúa bílastæði, en þar voru fornleifafræðingar við- staddir. Það var reyndar ekki farið mjög djúpt og reynt að forðast i;ask á fornleifum !! Það fór fram uppgröftur í nágrenninu fyrir um 20 árum og þar komu í ljós mannvistarleifar alveg frá því fyrir 900. Þegar síðan Fjalakötturinn var rifinn og hefjast átti handa við þá byggingu sem nú er risin á þeirri lóð, vorum við til staðar til að athuga hvort joarna væru einhverjar mannvistarleifar. Það reyndust þó ekki vera eldri leifar en frá síðustu öld en þar með voru þó fengin ystu mörk byggðar frá víkingaöld og það eru mikilvægar upplýsingar í sjálfu sér, þó svo ekkert hafi fundist. Það segir okkur að byggðin teygði anga sína ekki þetta langt til norðurs. 50

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.