Ný saga - 01.01.1991, Síða 58
AF
BÓKUM
Tvei doktoranna,
Pétur og Ingólfur,
eru raunar félags-
fræöingar, en báðir
taka sögulega á
viöfangsefnum
sínum og hafa vel
á valdi sínu þaö
sem þeir þurfa af
sagnfræðingum aö
læra.
Helgi Skúli Kjartansson
LÁRVIÐUR ÚR SVÍARÍKI
Sænskir háskólar hafa í
seinni tíð orðið vett-
vangur fyrir býsna
merkilegan hluta af rannsóknum
á íslenskri sögu, aðallega vegna
þeirra íslendinga sem þar hafa
stundað doktorsnám.
Ég gerði á þessu einfalda
úrtakskönnun með því að tína
ofan úrmínum eigin bókahillum
það sem ég fann af nýlegum
doktorsritgerðum frá sænskum
háskólum. Afraksturinn varð
átta bækur, gefnar út á síðast-
liðnum átta árum:
Menntabrautin sem liggur að hinum æðsta lærdómsframa sænskra há-
skóla, lárviöarsveig doktorsins.
(1) Gísli Gunnarsson: Monoþoly Tracle cmd Economic Stagnation. Studies in the foreign trade of
Icelancl 1602—1787 {Skrifter utg. av Ekonomisk-historiska föreningen i Lund, 38), Lundi 1983
(2) Pétur Pétursson: Church and Social Change. A Sludy of the secularization process in Iceland
1830—1930 (Lund University Studies in Religious Experience and Behaviour, 4 / Lund Studies in
Sociology, 55), Lundi 1983
(3) Harald Gustafsson: Mellan kung och allmoge. Ámbetsmdn, beslutsprocess och inflytandepá
1700-talets Island (Stockholm Studies in History (Acta Univ. Stockh.), 33), Stokkhólmi 1985
(4) Magnús S. Magnússon: Iceland in Transition. Labour and socio-economic change before 1940
(Skrifter utg. av Ekonomisk-historiska föreningen i Lund, 45), Lundi 1985
(5) Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Family and Household in Iceland 1801—1930. Sludies in the
relationship between demographic and socio-economic development, social legislation and family
and householcl stmctures (Studia historica Upsaliensia (Acta Univ. Ups.), 154), Uppsölum 1988
(6) Stefán F. Hjartarson: Kampen om fackföreningsrörelsen. Ideologi ochpolitisk aktivitetpá Island
1920—1938 (Studia historica Upsaliensia (Acta Univ. Ups.), 158), Uppsölum 1989
(7) Ingólfur V. Gíslason: Enter the Bourgeoisie. Aspects of the formation and organization of
Icelandic employers 1894—1934
(Lund Studies in Sociology, 96), Lundi 1990
(8) Þorleifur Friðriksson: Den gyldne flue. De skandinaviske socialdemokratiers relationer til den
islandske arhejderbevœgelse 1916—56: inlernationalisme eller indhlanding? þýð. úr ísl. Keld Gall-
Jörgensen (Seískabet til forskning i arbejderbevægelsens historie (SFAH), Skriftserie, 21), [án
staðar] 1990
Hversu gott er nú þetta úr-
tak? í bókum Haralds, Magn-
úsar, Stefáns og Ingólfs eru
skrár um fyrri bindi viðkomandi
ritraða; þar má að sjálfsögðu
finna rit þeirra Gíslanna og
Péturs, en ekki önnur á þessu
árabili sem með titli sínum vísa
á íslensk efni, og ekki næstu
átta árin á undan nema rit
Björns Lárussonar: Islands
jordebok underförindustriell tid
(Lundi 1982). Nú eru að vísu
til fleiri háskólar og lleiri ritraðir
í Svíþjóð. Því smýgur t.d.
nýfrægt doktorsrit Margrétar
Hermanns-Auðardóttur um
möskva Jiessarar athugunar,
einnig rannsókn Hjalta
Hugasonar, sem og Jreirra Elfars
Loftssonar og Sveinbjarnar
Rafnssonar á fyrri átta árunum.
Ofangreind átta doktorsrit
munu þó sýna meginþungann
í íslandssögurannsóknum þar í
landi á síðari árum.
Tveir doktoranna, Pétur og
Ingólfur, eru raunar félags-
fræðingar, en báðir taka sögulega
á viðfangsefnum sínum og hafa
vel á valdi sínu það sem þeir
þurfa af sagnfræðingum að læra.
Gisli Gunnarsson og Magnús rita
sem hagsögufraeðingafcimví sem
óbreyttir sagnfræðingar. En samt
leggja þeir fyrir sig sérsvið sem
56