Ný saga - 01.01.1991, Side 63
vaxandi áhugi metnaðargjarnra
sagnfræðinga á að ljúka dokt-
orsprófi í fræðum sínum, helst
í nokkurn veginn beinu
framhaldi af öðru háskólanámi.
Það er einmitt heillavænlegt að
í „framleiðslu“ sagnfræði-
rannsókna haldist nokkurt
jafnvægi milli ólíkra flokka.
Þrengri rannsóknir eiga sinn
vettvang í styttri ritgerðum,
bæði í tímaritum og safnritum,
og ýta námsritgerðir, fyrirlestrar
og ráðstefnuhald undir þá
framleiðslugrein. Yfirgripsmeiri
rannsóknir eru oft tilefnis-
bundnar (ævisögur, félaga- og
stofnanasögur, héraðs- og
bæjarsögur) eða unnar fyrir
bókamarkað og lúta þá að
meira eða minna leyti kröfum
um alþýðlega framsetningu, og
er sú framleiðslugrein vissulega
bæði holl og nauðsynleg fyrir
sagnfræðina. En þó myndi
„skuturinn eftir liggja" ef ekki
væri jafnframt unnið að
rannsókn allvíðtækra efna með
háfræðilegu sniði, og þar er
einkum doktorsritgerðunum til
að dreifa.
I þessari grein er athygli vakin
á broti af þessari sagnfræði-
framleiðslu, þ.e. átta doktors-
ritgerðum um íslenska sögu sem
fram hafa komið við sænska
háskóla á síðastliðnum átta
árum. Einkum hefur verið íjölyrt
um þann helming ritgerðanna
sem fjalla að meira og minna
leyti um verka-lýðssögu síðustu
100 ára. En allar átta má hafa
til marks um það, hvílík aflstöð
sænsku háskólarnir hafa verið
íslenskri sagnfræði, með kröfum
sínum um víðtækar og strang-
fræðilegar rannsóknir sem
jafnharðan birtast á prenti.
Skipulegt doktorsnám í sögu
við Háskóla íslands kemur von-
andi ekki í stað framhaldsnáms
erlendis, heldurvið hlið þess og
með sambærilegum kröfum,
þannig að framleiðsla doktors-
ritgerða eflist enn, bæði að
gæðum og fjölbreytni.
TILVÍSANIR
1) Ég get ítrekað þaö sem ég hef áður sagt
í ritdómum, aö ég tel mikinn feng aö
rannsókn Þorleifs. Hún hefur valdið
nokkrum deilum, enda skrifuð út frá mjög
eindreginni afstööu til sögupersónanna og
athafna þeirra. En kannski má heimfæra
upp á Þorleif það sem Gunnar Karlsson
segir í ritdómi (Saga 1985, bls. 272) um
Harald Gustafsson: „Hlutdrægni höfundar
er þannig víða til skemmtunar og
skýrleiksauka.“
2) Og þó þeim mun varhugaveröari sem
þýöingin er merkilega óyfirlesin. Þannig er
í heimildaskránni (s. 351—364) ekki ein-
ungis aragrúi af prentvillum og ósamræmi,
heldur talsvert um aö skýringar og athuga-
semdir komi óþýddar á íslensku, t.d.
„Ódagsett sérprentun úr Alþýöublaöinu
(sennilega 1942)“ (s. 358 neðst), því líkast
að þýðandinn líti á þær sem eins konar
undirtitla! Þetta tengist víst einhverjum
tilraunum til aö endurnýta tölvusetningu,
og þó koma nýjar prentvillur inn í svona
klausur.
Nafnaskráin ber þess einnig merki að
þar sé notuö tölvusetning íslensku út-
gáfunnar, því aö sums staöar (sjá t.d. undir
,,Bernstein“) hefur gleymst að taka út
blaösíðutöl sem vísa til hennar. Þessi
aðferð hefur þó sína kosti. Henni má víst
þakka þaö aö persónan “Helgi Sæmundur”
(s. 162; “Helgi Sæm.” í íslenska textanum)
fer í nafnaskrána undir síriu rétta nafni (að
vísu meö blaðsíðutalinu 161, en meirihluti
allra blaðsíðutala er einum of lágur í
skránni, sjáanlega vegna þess aö bætt hefur
verið viö textann eftir aö hún var gerö).
Sem dæmi um yfirlestrarleysi má enn
nefna aö þýðingin (s. 321, tilv. 31) fylgir
frumtextanum í augljósu brengli þar sem
Þór Whitehead eru í sömu andrá eignuð tvö
andstæö sjónarmiö.
3) Þar eru auk þess birtar á frummáli
orðréttar tilvitnanir sem aðeins eru á
íslensku í eldri bókunum, en íslenskir
textar hins vegar þýddir á dönsku; til að
hafa allt á frummáli þarf aö nota báðar
útgáfurnar saman.
4) Það eru ekki síst hinar ríkulegu tölur
og töflur um alls konar hluti sem laöa
menn aö bók Magnúsar. Mikiö af talnaefni
hans er hvergi annars staðar að finna af
því að hann tekur ekki aðeins beint upp
úr hagskýrslum, heldur vindur hann úr
þeim frekari upplýsingar með
umreikningum og eyðufyllingum og beitir
þar tölfræöikúnstum sem við hefðum flest
hver hvorki kunnáttu né áræöi til að fara
út í af eigin rammleik. En hér er
viðvörunar þörf. Töflur Magnúsar eru
eins og þær lærðu útgáfur fílólóganna sem
ekki er óhætt að vitna í fyrr en maður er
bæði búinn að lesa innganginn og
neðanmáls-greinarnar. Ég tek eitt dæmi:
Gísli Agúst sýnir í töflu á bls. 139
hvernig vinnuaflið (economically active)
á íslandi skiptist á atvinnugreinar 1860—
1930. Þar sé ég m.a. að atvinna við
fiskvinnslu (fish processing) hefur
minnkaö á árunum 1901 til 1910 úr 3,6%
í 3,0% af vinnuaflinu, og þykir mér þaö
merkilegt eftir því sem ég þykist vita um
sjávarútveg á þeim árum. Heimild Gísla
er Magnús Magnússon, bls. 100. Ég
þangað; tölurnar eru rétt upp teknar hjá
Gísla, en Magnús vísar á skýringar í
viöbæti. Ég þangað. Kemur nú í ljós,
sem mig raunar rámaði í, að í þessum
gömlu manntölum er vinnuaflinu alls ekki
skipt á atvinnuvegi, heldur er hvert heimili
talið til atvinnuvegar „framfærandans“, þ.e.
að jafnaöi húsbóndans, og hefur Magnús
orðið að reikna vinnuaflið út úr mann-
tölunum með margs kyns brögðum.
Einnig kemur í ljós að fiskvinnsla er alls
ekki sérstakur flokkur í manntalinu 1901.
Magnús býr hann til. Setur í hann þær
800 konur, sem taldar eru
„framfærendur“(þ.e. standa fyrir heimili
eöa eru einar í heimili) og lifa af
sjávarútvegi; svo og 520 karla, sem eru
„the group of cottagers". Sem ég ímynda
mér að séu þurrabúðarmenn og fer að
leita að staðfestingu á því. Fer að efast
þegar ég finn á bls. 34 útskýringuna
„crofters (þurrabúðarfólk)" En þetta mun
vera óviljandi misræmi, því að í töflu á
bls. 33 stendur „cottagers“ í því samhengi
að það getur ekki annað verið en
þurrabúðarmenn. Þá veit ég loksins livað
er á bak við töluna 3,6% við árið 1901 hjá
Gísla. Það er afskaplega gróf áætlun og
engin ástæða til að halda að hún standist
neitt nákvæmlega á við fískvinnsluflokkinn
1910 sem er reiknaöur út úr manntalinu á
allt annan hátt. Hinar merkilegu
upplýsingar um samdrátt vinnuafls í
fiskvinnslu eru sem sagt engar upplýsingar
heldur bara aukaverkun af hinum sterku
tölfræðilegu meðulum Magnúsar, og eru
hliðstæð dæmi á hverju strái í bókinni.
Svona tölur þjóna að vissu leyti sínum
tilgangi. Þær fylla upp í töflur þar sem
hæstu tölurnar eru meira og minna
marktækar. En við megum ekki leggja
merkingu í uppfyllingartölurnar út af fyrir
sig, og það er talsverð íþrótt að lesa
Magnús án þess aö ruglast í livort sé hvort.
5) Uppbygging og efnistök eru um margt
áþekk hjá þeim Uppsaladoktorum, Stefáni
og Gísla Ágústi. Samanburðurinn við
erlenda reynslu og almennar kenningar
skipar áþekkan sess hjá báöum, og
nákvæm athugun Gísla á nokkrum völdum
kirkjusóknum samsvarar sérrannsókn
Stefáns á Norðurlandi.
6) Ekki hefði ég t.d. taliö fyrirfram að
rannsókn á þessu efni gæfi tilefni til að vitna
í fimm ritgerðir eftir sjálfan mig.
7) Hér get ég trútt um talað eftir að hafa
starfað um skeið í dómnefnd yfir 13
umsækjendum um lektorsstarf í sagnfræði
við Háskóla íslands. Mörg þeirra eiga að
baki glæsilegan rannsóknarferil á
undanförnum 5—10 árum.
6l
AF
BÓKUM
En þó myndi
„skuturinn “ eftir
liggja" ef ekki væri
jafnframt unniö aö
rannsókn
allvíötækra efna
meö háfræðilegu
sniði, og þar er
einkum
doktorsritgeröum til
að dreifa.