Ný saga - 01.01.1991, Side 70
Krístín Ástgeirsdóttir
stæðisbaráttunni. Ég hélt að ég
myndi lítið finna, en annað
kom í ljós. Ég hafði ekki lengi
leitað þegar ég áttaði mig á því
að framlags var ekki að vænta
í blaðaskrifum eða funda-
höldum, þótt hvort tveggja ætti
sér stað, heldur beittu konur
sér á öðrum sviðum. Sjálf-
stæðisbaráttan fólst nefnilega
ekki eingöngu í því að gera
kröfur á hendur Dönum, með
því að samþykkja tillögur á
Alþingi eða á Þingvallafundum,
heldur varð baklandið að vera
til í sterkri þjóðarvitund og
stuðningi við baráttuna.
Hér er ekki rúm til að rekja
sjálfstæðisbaráttuna en þó skal
þess getið að smátt og smátt
byggðist upp sjálfstæðishreyfing
sem náði ekki síður til
bókmennta, varðveislu tungu-
málsins, stofnunar íslenskra
skóla og endurbóta á
þjóðbúningi íslenskra kvenna,
en til hinna hörðu stjórnmála.
Mér sýnist að það sé einkum í
skólamálum og í tilurð
skautbúningsins nýja sem
framlag kvenna er að finna að
því ógleymdu að konur
saumuðu bæði fálkafána
Sigurðar Guðmundssonar og
bláhvíta fánann í tugatali en
hann má telja þelsta tákn
sjálfstæðisbaráttunnar um og
eftir síðustu aldamót.
Meðan deilt var á Alþingi um
Stöðulög, landstjóra, jarl og
annað sem snerti stjórn-
skipanina, stóðu hópar kvenna
í Reykjavík og norður í landi
fyrir stofnun kvennaskóla.
íslenskur háskóli var eitt af
helstu baráttumálum Hins
íslenska kvenfélags sem stofnað
var 1894. Þarna fléttuðust
kvenréttindabaráttan og sjálf-
stæðisbaráttan saman, allt var
þetta hluti af þjóðlegri
endurreisn.
Mér sýnist augljóst að konur
létu sjálfstæðisbaráttuna æ
meira til sína taka eftir því sem
leið á öldina 19. Undir lok
aldarinnar fara að birtast greinar
eftir konur í blöðum og
tímaritum um sjálfstæðis-
baráttuna, en þess ber að geta
að heimildir um konur á fyrri
hluta 19. aldar eru af skornum
skammti og enn að mestu
ókannaðar.
Það verður að bíða betri tíma
að draga upp heildarmynd af
hlut kvenna í sjálfstæðis-
baráttunni. Eftir þennan
inngang ætla ég að þrengja
sjónarhornið taka stefnuna yfir
Skerjafjörð og leita í smiðju til
konu þeirrar sem um
áratugaskeið var húsfreyja á
höfuðbólinu Bessastöðum.
Konan heitir Ingibjörg
Jónsdóttir, lifði fram yfir miðja
19. öld og var í nánd við kviku
jDjóðlífsins. Valið ræðst af |wí
að miklar heimildir eru til um
Ingibjörgu. Hún var iðinn
bréfritari enda hafði hún
ástæðu til. Einkabróðir hennar
bjó löngum erlendis og síðar
hennar elskaði en brokkgengi
sonur, en dæturnar tvær úti í
sveit. Úr bréfum hennar má
lesa örlög langrar ævi sem
stundum voru grimm, stundum
blíð. Ingibjörg var áhorfandi
sem fylgdist vel með frá heimili
sínu á Bessastöðum, en hún
var ekki gerandi í stjórnmálum
fremur en konur almennt á
hennar tíð.
VINNUKONA í VIÐEY
Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í
Görðum á Akranesi 26. júlí
1784.' Hún var aðeins nokkurra
vikna gömul er gríðarlegur
landskjálfti gekk yfir Suðurland
og jók enn á hörmungar
landsmanna sem þá glímdu við
afleiðingar Skaftáreldanna.
Faðir Ingibjargar var séra Jón
Grímsson, en móðir hennar hét
Kristín Eiríksdóttir og var alin
upp hjá Ólafi Stephensen
stiftamtmanni í Viðey. Árið 1785
eignaðist Ingibjörg bróður sem
skírður var Grímur og átti síðar
eftir að þjóna sem embættis-
maður Danakonungs bæði í
Danmörku og hér á landi. Ekki
urðu þau systkini fleiri. Er
Ingibjörg var 13 ára gömul dó
faðir hennar og þá var ekki
um annað að ræða en að
yfirgefa prestssetrið. Kristín fór
með börnin til síns gamla
húsbónda í Viðey og vann þar
sem vinnukona þar til hún varð
ráðskona eftir dauða frú
Sigríðar Magnúsdóttur.z
Ingibjörg varð einnig vinnu-
kona á stórbýlinu hjá Ólafi
stiftamtmanni sem gerðist býsna
gamall og stirður í lund. „í
sannleika sagt eru það dauðleg
leiðindi að stríða við hann“
skrifar Ingibjörg í bréfi til Gríms
bróður síns 1812.3 Ingibjörg
óttaðist framtíð þeirra
mæðgnanna að Ólafi látnum,
en þurfti engu að kvíða því
Magnús konferensráð Step-
hensen bauð þeim vist er hann
tók við búi í Viðey. Það er
merkilegt að Ólafur stift-
amtmaður hafði um árabil í
sinni umsjá þrjár gamlar konur,
maddömurnar og ekkjufrúrnar
Guðrúnu Skúladóttur (dóttur
Skúla fógeta), Ragnheiði
Þórarinsdóttur (ekkju Jóns
Skúlasonar) og Kristínu móður
Ingibjargar. Þegar Magnús
Stephensen tók við búi í Viðey
fékk hann gömlu konurnar í
arf.3
Grímur bróðir Ingibjargar naut
góðs af dvölinni í Viðey og
Úr bréfum hennar
má lesa örlög
langrar ævi sem
stundum voru
grimm, stundum
blíð. Ingibjörg var
áhorfandi sem
fylgdist vel með frá
heimili sínu á
Bessastöðum, en
hún var ekki
gerandi í
stjórnmálum fremur
en konur almennt á
hennar tíð.
I
fá/ur, 'PreruJ-^dty Jd
(3 Q? ýn/fáe/ rr'(J~7
Rithönd Ingibjargar Jónsdóttur.
68