Ný saga - 01.01.1991, Side 71

Ný saga - 01.01.1991, Side 71
SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN OG HÚSFREYJAN Á BESSASTÖÐUM Ingibjörg tók dauöa nans mjög nærri sér enda átti hann fremur öörum ást hennar og trúnaö. Manni finnst oft við lestur bréfanna einkum framan af aö hann hafi veriö það dýrmætasta sem hún átti. . fékk stuðning frá þeim Stephen- senfeðgum í námi sínu. Hann fór i Hólavallaskóla og gerðist skrifari hjá Ólafi stiftamtmanni um skeið, en lrélt síðan til náms í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk prófi í lögfræði 1808. Grímur gekk á herskóla og varð offisér enda styrjaldartímar í Evrópu. Árið 1819 varð Grímur bæjarfógeti í Skelskör i Danmörku, amtmaður norður- og austuramtsins var hann 1824-1833, bæjarfógeti í Middelfart í Danmörku 1833- 1842, en síðan amtmaður í norður- og austuramtinu á ný eftir dauða Bjarna Thorarensen frá 1843 til dauðadags 1849. í bréfum Ingibjargar má lesa margt um oft dapurlega ævi Gríms sem virðist hafa verið þungur í lund (eins og reyndar bregður fyrir hjá Ingibjörgu), langaði alltaf heim til Islands og var vansæll í hjónabandinu með sinni dönsku konu Birgitte Cecelie Breum, en þau áttu fjölda barna.' ÞÍN HÁLFDAUÐA INGIBJÖRG Ingibjörg giftist eftir langa umhugsun og miklar efasamdir Porgrími gullsmiði Tómassyni árið 1814. Þau bjuggu fyrst í Gufunesi, en síðan á Bessa- stöðum þar sem Þorgrímur var ráðsmaður Bessastaðaskóla, en Ingibjörg ráðskona staðarins. Það er ljóst af bréfum Ingibjargar til Gríms bróður hennar að hún var oft óhamingjusöm, þreytt og bjóst ekki við langlífi. Hún skrifar t.d. í lok bréfs til Gríms 28. júlí 1821 þá 37 ára görhúl: „Aldrei auðnast mér framar að sjá þig. Þú segist hugsa til mín kvöld og morgna. Þó fæ ég eitt bréf á ári. En hvað oft heldur þú ég hugsi til þín? Hugsaðu þá enn til þinnar hálfdauðu Ingibjargar Jónsdóttur".6 Þorgrímur gullsmiður safn- aði smátt og smátt auði á þeirrar tíðar mælikvarða, en það tókst honum með ítrustu sparsemi (eða á ég að segja nísku?). Ingibjörg kvartar við bróður sinn um að hún eigi varla spjarirnar utan á sig7 og Grímur er að kaupa eitt og annað fyrir hana, stundum með leynd. Það birti þó yfir lífi Ingibjargar þegar börnin hennar þrjú (hún eignaðist alls fimm börn, en missti tvö) komust á legg og fóru að veita henni félagsskap og ánægju. Dætur Gríms, Ágústa og Þóra sem dvöldu hjá Ingibjörgu urn skeið voru henni einnig til yndis, en Þóra Grímsdóttir síðar Melsteð var eina barn Gríms Jónssonar sem settist að á Islandi. Börn Ingibjargar og Þorgríms sem upp komust voru Kristín f. 1816, Guðrún f. 1818 og Grímur f. 1820. Dæturnar giftust bræðrum úr nágrenni Bessastaða sem báðir urðu prestar og þjónuðu á Suðurlandi. Grímur Þorgrímsson Thomsen hélt til náms í Kaupmannahöfn 1838 og flutti ekki heim fyrr en 1867. Hér er komin ástæðan fyrir hinum miklu bréfaskriftum Ingibjargar. Allir hennar nánustu voru erlendis eða i fjarlægum sveitum um lengri eða skemmri tíma og bréfin nánasti og oft eini tengiliðurinn rnilli þessa fólks sem hittist með margra ára millibili. Grímur Jónsson dó norður á Möðruvöllum 1849 nokkru eftir að bændur höfðu gert að honum hróp og mótmælt embættisrekstri hans. Ingibjörg tók dauða hans mjög nærri sér enda átti hann fremur öðrum ást hennar og trúnað. Manni finnst oft við lestur bréfanna einkum framan af að hann hafi verið J:>að dýrmætasta sent hún átti. Sama ár dó Þorgrímur gullsmiður. Ingibjörg rak áfram bú á eign sinni Bessastöðum, en skólinn var þá fyrir nokkru fluttur til Reykjavíkur. Ingibjörg dó árið 1865 Joá tæplega 81 árs. Mörg bréfa Ingibjargar hafa komið út á bókum og er að sinni einungis stuðst við prentuð bréf hennar og takmarkast frásögnin af því. Það er ljóst að áhugi Finns Sigmundssonar bókavarðar sem kom bréfunúm á prent beindist ntun fremur að Grími Thomsen, en hans merku móður. Finnur segir í formála að Húsfreyjunni ú Bessa- stöðum:„Bréf þau, er hún ritaði bróður sínum, Grími amtmanni, eru saga hennar um 40 ára skeið, og ég ætla, að þau muni ekki þykja ómerk gögn, þegar ritað verður ýtarlega um Grím Thomsen, uppruna hans og skapferli"." í formála að Syni gullsmiðsins á Bessastöðu m segir Finnur enn: „Viðtökur Jiær, sem „Húsfreyjan á Bessastöðúm“ fékk, sýndu ljóslega, að hlustað er með athygli á allt, sem við kemur ævi Gríms Thomsens“.9 Ég get ekki stillt mig um að draga jressi dæmigerðu viðhorf Finns fram, þótt hann eigi þakkir skilið fyrir að hafa kynnt Ingibjörgu og ævi hennar fyrir ísleriskum lesendum, en J^að þarf ekki að kalla son hennar til. HVORKI BRÉF NÉ AVÍSARAR Ævi Ingibjargar var löng og hún lifði merkilega tíma. Hún 69 L

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.