Ný saga - 01.01.1991, Síða 72

Ný saga - 01.01.1991, Síða 72
Krístín Ástgeirsdóttir var vinnukona í Viðey þegar Napóleonsstyrjaldirnar teygðu arma sína til Islands. Hún skrifar Grími bréf í janúar 1809 þar sem hún segir frá ránsferð Gilpinsmanna til Viðeyjar sumarið áður, en því miður segir fátt af Jörgen Jörgensen og valdatöku hans.10 Áfram liggur leiðin um Gufunes til Bessastaða og bréfin streyma til liæjarfógeta Gríms. Ekki minnist Ingibjörg oft á þá skólapilta í Bessastaðaskóla, sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan. Það er lielst þegar hún er að spá í ritara fyrir Grím bróður sinn norður á Möðruvöllum sent þeir eru nafngreindir. Um jiað leyti er Baldvin Einarsson og þeir Fjölnismenn Jónas, Tómas, Brynjólfur og Konráð voru ýmist byrjaðir nám eða á leið í skólann, skrifar Ingibjörg svo um skólapilta, 3- ágúst 1822: „Ég hafði nærri gleymt að segja þér, að ég er sloppin frá þeim skólapiltum í þetta sinn með heilt skinn. Þetta hefur kostað mig mikla mæðu og and- streymi, og mikið hef eg, sem er bráðlynd af náttúru, setið á geði mín í vetur að setja ekki í þá spóninn við tækifæri, en samt má ég segja það þeim til hróss, að þeir voru mér sérlega góðir og gjörðu mér allt sem gátu til vilja. En ekki er gott að koma hér hreinlæti og reglu við, og fyrr en þetta er skeð, líkar mér nú ekki“.M Árið 1830 voru byltingartímar í Evrópu, en í kjölfar þeirrar frelsisöldu sem þá skall á Danmörku sem og ýmsum öðrum löndum tóku Islendingar að hugsa sér til hreyfings. Þetta ár kemur fyrst fram í bréfunum að Ingibjörg er kona sem fylgist með heimsviðburðum og hefur aðgang að upplýsingum og blöðum. 28. ágúst 1830 skrifar hún Grími: „Hér eru nýkomin tvö skip frá St. Martin. Kapteinarnir tala báðir um grimmilegt upphlaup, sem átti að hafa skeð í Frankaríki. Þeir segja tvo efstu stjórnarherrana dauða, en þeim kemur ekki saman um, livað margt af öðru fólki hafi látiö líf sitt í þessu Grímur Thomsen á yngri árum. „Hann mun líklega vera kominn í félagsskap vioeinhvern fööurlandsvininn upphlaupi. Þar á móti standa þeir báðir á þvi, að Frankakonungur sé rekinn frá stjórn af þegnum sínum og annaðhvort flúinn burt eða settur fastur. En máske að þetta sé nú allt ósatt, því hvorki hafa komið bréf né Avísarar, og kaupmennirnir eru ekki sagðir sérlegir vitsmunamenn".12 Ári síðar sér Ingibjörg um að miðla fréttum noröur í land til Gríms, en segir því miður ekki hvað þar er á ferð 22. apríl 1831: „Kaupfar riddara Sívertsens kom í gær til Hafnarfjarðar frá Kaup- mannahöfn. Merkilegustu fréttirnar, sem komu með því, hef ég látiö skrifa upp og sendi þær hér með að gamni mínu, því mérernú sagt, aðskip komi oft seint til ykkar".1' Ekki minnist Ingibjöra oft á þá skólapilta í Bessastaöaskóia, sem síðar áttu eftir aö gera garöinn frægan. Þaö er helst þegar hún er að sgá í ritara fyrir Grím bróöur sínn noröur á Möðruvöllum sem þeir eru nafngreindir. ÞAÐ VERK VERÐUR ILLA ÞAKKAÐ Ekki minnist Ingibjörg á Ármann á Alþingi eða Baldvin Einarsson, en hún fylgist greinilega með rás viðburða þegar kemur að vali fulltrúa Islands á stéttaþing í Dan- mörku, en þau voru ákveðin í kjölfar uppþotanna 1830." Svo virðist sem Grími hafi sárnað að hafa ekki verið útnefndur, en konungur tilnefndi fulltrúa íslands í þau fjögur skipti sent Islendingar sátu stéttaþing. Röðin kom síðar að Grími, sem sat tvö jring. Ingibjörg stappar í hann stálinu eins og löngum fyrr og síðar. Hún skrifar 5. mars 1835, en þá var Grímur fluttur á ný til Danmerkur: „Mér finnst þú ættir að þakka fyrir, að þú ekki varst valinn fyrir Islands-fulltrúa. Það sannar þú og allir, að joað verk verður illa þakkað og \~>ví verra launað. Ætli svo geti ekki farið á endanum, að þeir sem minnst ber á verði í raun og veru heppnastir. Milli okkar að segja held ég að íslands-fulltrúarnir hafi ekki þurft að lesa bænir sínar í vetur og það strax áður en þeirra orð og verk voru heyrum kunnug“.15 Það er greinilegt á þessunt orðum Ingibjargar að hún og e.t.v. fleiri hafa litla trú á j^essu brambolti eins og betur á eftir að koma í ljós. Ekki minnist hún á tímaritið Fjölni sem kom út í fyrsta sinn þetta ár, en eftir að Fjölnismaðurinn Tómas Sæmundsson er kominn heim ræðir hún nokkrum sinnum um hann. Árið 1838 var skipuð embættismannanefnd er ræða skyldi helstu mál íslands. Nefndin fundaði 1839 og 1841, en um hana skrifar Ingibjörg 5. ágúst 1839: „Samkoman er nú á enda og liver kominn í sitt horn aftur. Ekki er mikið kunnugt af því, sem þeir hafa aðhafzt þar. Það var helzt skólasökin, sem almenningur vissi að kom til tals. Gekk þetta eins og í fyrra, að menn urðu ekki samhljóða, því biskup og báðir amtmennirnir, stifts- prófastur og Blöndal og Jónsen á Melum voru liaröir og óbifanlegir móti flutningnum og þar við stóð.16 Og síðar í 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.