Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 86

Ný saga - 01.01.1991, Qupperneq 86
77/ þessa hafa sagnfræðingar hins vegar verið full andvaralausir í garö annarra heimilda en ritaðra. Þeir verða að beina sjónum sínum að þessum nýju heimildum, þurfa að takast á við þær, túlka og meta, og læra að vinna með þær og með þeim. Sjónvarpinu er margt að gerast sem ekki ætti að gerast. Stundum þegar tekið er fram 15-20 ára gamalt efni kemur í ljós að það liggur meira og minna undir skemmdum. Menn láta hyggjuvitið ráða því hvað varðveitt er en marka enga heildarstefnu svo mér sé kunnugt. Litið er t.d. á fréttaefni af sjónarhóli fréttamennsku og spurt hvort hægt sé að nota tiltekið efni í aðra frétt seinna og þannig getur nýtingargildi fremur en heimildagildi ráðið úrslitum um það hvort efnið verði varðveitt. Sífellt er verið að taka ofan í efni á myndböndum og þar eiga sér stundum stað slys. Ríkis- fjölmiðlarnir þyrftu að koma sér upp sagnfræðiráðunauti í því skyni að koma einhverju lagi á varðveisluna. Þetta er hins vegar erfitt mál, magnið er svo mikið og Sjónvarpið- eins og fleiri stofnanir í stökustu vandræðum. Það vantar pláss og myndbönd eru um öll gólf. Helgi: Mér finnst það standa nær sagnfræðingum en öðrum að þrýsta á um þessi mál. Þeir eiga síðar meir eftir að nota þessar heimildir. Erlendur: Við þetta bætist að Sjónvarpið er horfið frá kvikmyndatöku í sinni þátta- gerð. Nú er allt tekið beint upp á myndband en ekki á filmu eins og gert var. Við höfum enga tryggingu fyrir því hvað myndbönd koma til með að endast enda engin reynsla fengin af langtíma varðveislu þeirra. Þetta er talsvert áhyggjuefni ekki síst með tilliti til þess að sú sjónvarpstækni sem nú er við lýði mun deyja og ný tegund af sjónvarpi taka við, svokallað hágæðasjónvarp. I þeirri tækni nýtist sú tegund af myndböndum sem nú eru notuð mjög illa. Hins vegar er ljóst að það sem við núna tökum upp á kvikmynd kemur til með að skila sér í fullum gæðum í hágæðasjónvarpinu. Hjá Á sagnfræðin samleiö meö sjónvarpinu? sjónvarpsstöðvum í öðrum Evrópulöndum gera menn sér miklu betri grein fyrir þessum vanda og taka mikilvæga atburði upp á filmu.í dag eru tæpast til afspilunartæki fyrir elstu myndbönd Sjónvarpsins. Nú eru komin önnur bönd og annað kerfi. í heimi myndbandanna er alltaf verið að endurnýja búnað og tækni. Efni getur „læst inni“ í úreltri tækni. I raun þyrfti að ganga skipulega til verks í að kópera gömul bönd yfir á ný sem svo verða úrelt og þá þarf að kópera þau yfir á enn nýrri bönd og svo koll af kolli. Eggert: Afar brýnt er að gefa varðveislunni aukinn gaum því mikilvægi kvikmynda í sagnfræðirannsóknum fer vaxandi og á eftir að aukast verulega þegar fram líða stundir. Þetta er nýr flokkur heimilda og ákaflega dýrmætur sjóður sem sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að njóta góðs af. Og þeir sem fást við sögu undan- genginna áratuga þurfa nú þegar á þeim að halda. Til þessa hafa sagnfræðingar hins vegar verið full andvaralausir í garð annarra heimilda en ritaðra. Þeir verða að beina sjónum sínum að þessum nýju heimildum, þurfa að takast á við þær, túlka og meta, og læra að vinna með þær og með þeim. Með víxlverkan kvikmynda og ritaðs máls fæst fyllri mynd af liðinni tíð og undirstöður rannsókna verða vonandi traustari. En auðvitað er tómt mál að tala um notkun þeirra ef þær eru ekki aðgengilegar fræði- mönnum eða hafa jafnvel lent í glatkistunni, eingöngu vegna þess að ekki er nógu vel staðið að varðveislunni. 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.