Ný saga - 01.01.1995, Page 18

Ný saga - 01.01.1995, Page 18
Guðni Thorlacius Jóhannesson Mikið gekk á við Reykjavíkurhöfn allt frá því síldarlöndunin hófst. Víkverji Morgun- blaðsins fékk ekki orða bundist um miðjan nóvember: Forvitnir Reykvíkingar hópast í blíðviðr- inu til að horfa á þessi undur. Strákarnir ná sér í nokkrar síldar á kippu til að fara með heim í soðið. Pað glitrar á stakka sjómann- anna í haustsólinni sem eru þaktir síldar- hreistri og hreistrið - þessar litlu silfuragn- ir - þekur bryggjur og báta og göturnar næst höfninni. „Petta er eins og á Siglufirði,“ segja þeir sem hafa verið fyrir norðan. Ferðaskrifstofan auglýsir skemmtiferðir upp í Kjós fyrir fólk, sem vill horfa á síldar- skipin á Hvalfirðinum, um leið og auglýst- ar eru ferðir að Gaukshöfða til að horfa á eldana í Heklu™ Svona var stemmningin - en aftur að stað- reyndunum. Á Siglufirði var hægt að losa smærri flutningaskipin með löndunarkrana SR, en stærri skipin urðu að leggjast að hafn- arbryggjunni og þaðan óku vörubílar með afl- ann í bræðslu." í byrjun desember virtist löng löndunarbið óumflýjanleg syðra. Á stjórnarfundi hjá SR hinn 4. desember var vandamálið brotið til mergjar. Eftir að kraninn góði var tekinn í notkun í nóvemberlok bötnuðu aðstæður við affermingu til muna, en á sama tíma hamlaði veður flutningaskipunum úti fyrir Vestfjörð- um og Norðurlandi þannig að svo stóð á að nær öll skipin voru á norðurleið, en aðeins nokkur á leið suður. Til að bæta gráu ofan á svart var það þennan dag sem True Knot hlekktist á undan Önundarfirði svo nota þurfti einhver af skipunum, sem voru að koma að norðan, til að taka við hluta af farmi skipsins. Pá hafði skrúfan brotnað á öðru flutningaskipi, Ólafi Bjarnasyni, og viðgerð ekki fengist vegna verkfalls járnsmiða. Á hinn bóginn var verið að hlaða Súðina, en hún bar rúm 4.000 mál, unnið var við að innrétta lestina í norska leiguskipinu Banan, sem tók 14.000 mál, litlu skipin Sindri og Sverrir voru tilbúin til fermingar og von var á pólska skipinu Hel daginn eftir, en það rúm- aði svipað og Banan."*1 Svona var staðan sem sagt þennan dag: Enn var mikil veiði og lestarrýmið, sem var fyrir hendi, dugði hvergi nærri. Á stjórnarfundinum benti Sveinn Bene- diktsson því á byltingarkenndar hugmyndir til að ráða bót á vandanum. Richard Thors, framkvæmdastjóri Kveldúlfs, hafði viðrað þann möguleika við hann hvort hægt væri og hagkvæmt að geyma síld á opna svæðinu milli fiskgeymsluhúsa fyrirtækisins við Vatnsstíg. Þá hafði Sveinn sjálfur haldið til Hvítaness í Hvalfirði og athugað hvort þar væri unnt að geyma sfld. Par var stór hafskipabryggja, átta skemmur og stórt steypt plan.101 Sveinn Bene- diktsson sagði sfðar að ýmsar furðulegar til- lögur hefðu kornið fram um geymslustaði fyr- ir síldina í Reykjavík: Ein tillagan var sú að láta rýma verbúðirn- ar á Grandagarði og hvolfa síldinni ofan í þær um þakglugga, önnur um að fylla Fisk- iðjuver ríkisins af bræðslusíld og tveir komu með tillögu um það að nota laugarn- ar í Sundhöll Reykjavíkur og Sundlaugun- um sem sfldarþrær og voru þessar tillögur gerðar í fúlustu alvöru.102 Einnig kom til tals að flytja aflann með vöru- bflum frá Akranesi til nýju síldarverksmiðj- unnar á Skagaströnd en ekki varð af því vegna þess að óvíst var hvort hún væri starf- hæf, vegurinn var illfær á köflurn og flutning- arnir hefðu orðið mjög kostnaðarsamir."13 Á fundi sínum að kvöldi dags 5. desember samþykkti stjórn SR að hefja móttöku síldar til geymslu í Reykjavík daginn eftir. Útgerð- armönnum var í sjálfsvald sett hvort þeir seldu síldina í geymslu á 22 krónur málið, biðu eftir flutningaskipi - kannski dögum saman - en fengju þá 32 krónur ef landað væri úr málum beint í skipið en 30 krónur og 50 aura ef nota þyrfti bíla til að selflytja sfldina.104 Sfldin var ekki geymd í sundlaugunum, verbúðunum á Grandagarði eða hjá Kveld- úlfi, heldur í grjótnámi bæjarins norðan nýja Sjómannaskólans. Bjarni Benediktsson, sem verið hafði borgarstjóri, benti Sveini bróður sínum á þennan stað sem var tilvalinn; klapp- ir á þrjá vegu og botninn tiltölulega sléttur því þarna átti Knattspyrnufélagið Fram æfinga- og keppnisvöll, 105 metra langan og 65 metra breiðan. Samkomulag urn afnot af vellinum tókst milli félagsins og verksmiðjustjórnar- 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.