Ný saga - 01.01.1995, Page 47

Ný saga - 01.01.1995, Page 47
Fomar menntir í Hítardal eyjarþingi, sér ættartölubók á fyrstu áratug- um 18. aldar (ÍB 46-47 4to). Og enn af þess- um sama stofni gerði séra Þórður Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit sér ættartölubók lík- lega um 1730 (Lbs. 2639 4to). Efni úr ættar- tölubókum er tekið upp í annála seinni alda: Fitjaannál, Grímsstaðaannál, Setbergsannál og Sjávarborgarannál, en undir hælinn er lagt hvað af því hefir skilað sér í prentuðum gerð- um.7 Meginefni ættartölurita, sem að stofni má kenna séra Þórði í Hítardal en hafa síðar þan- ist út, eru niðjatöl sem að miklu leyti eru runnin af munni fram frá náungum þeirra sem haldið hafa ættartölum saman og séð til þess að þær festust á bækur. í annan stað eru greinargerðir fyrir jarðeignum manna og er þá oft stuðst við skjöl. Iðulega eru tilgreihd eignaskipti á jörðum við kaup, arfaskipti, kvennagiftingar, málaferli eða eignaþrot svallsamra ríkismanna. Flestar ættir eru rakt- ar frá jarðeigandi landstjórnarmönnum og konum þeirra eða frillum: ábótum, biskupum, vildarklerkum, lögmönnum og sýslumönnum, lögréttumönnum og betri bændum. Þegar kemur niður á almúgafólk innan höfðingja- ættanna fellur niður talan, oft með orðum sem þessum „af þeim komið almúgafólk“ eða „margt annað nær óteljanlegur lýður nafn- bóta lítill hvörn ei nenni að skrifa.“8 Meginmál ættartölubóka 17. aldar eru nöfnin tóm.9 En sumum nöfnum fylgja visu- brot og mörgum margskyns smásögur sem sumar má telja með eldri munnmælasögum íslenskum. Nefna má sögur um glímur við drauga, hrakninga, dulsmál, galdra, drykkju- skap, haugrof, brúðarrán, framhjátökur, yfir- gang höfðingja og erjur manna um jarðir og konur. Stundum blandast mannvíg við sög- urnar og á víð og dreif er getið um íslendinga sem sigldu í önnur lönd, einkum Þýskaland, Holland og England, til þess að framast eða versla. Ættartöluritin eru að eðli, stíl og sögu- efnum framhald íslendingasagna, og sýnast skrásett til þess að efla eðlilegan framgang embættismannaætta landsins með innbyrðis æxlun og til þess að varðveita vitneskju um erfðarétt og jarðeignir. Með skrásetningu ætt- artengsla var auðveldara að hafa hemil á því að of skyldir giftust, við því lá Stóridómur, og jafnframt að stuðla að því að jarðir héldust innan ætta við kvennagiftingar, erfðir og jarðakaup. Ættartöluritin halda þannig til haga vitneskju um jarðagóss ríkismanna af höfðingjaættum og tengdir þeirra í milli. Auk þess að vera dægrastytting eru þau stjórn- fræðilegt og lögfræðilegt efni sem nota mátti þegar ríkismenn réðu ráðum um framtíð barna sinna. Ættartölurit, annálar, Biskupaannálar séra Jóns Egilssonar, ritgerð Jóns Gissurarsonar um siðskiptatímann og ritgerð Jóns Guð- mundssonar lærða um ættir og slekti,10 hafa skipað öndvegi í sagnaritun um tímann eftir siðskipti og að sínu leyti mótað efnisval í landssöguna sem framundir þetta hefir fram- ar öðru verið bundin valdamönnum landsins og afsprengi þeirra. Alkunn eru rit Jóns Hall- dórssonar prófasts í Hítardal, en hann jós fróðleik af annálum og ættartöluritum í sín eigin rit um ábóta, biskupa, presta, skóla- meistara og hirðstjóra og ættir landsins. í upphafi 19. aldar tók Jón Espólín saman þús- undir blaðsíðna með árbókarfróðleik, ís- lenskum ættartölum og héraðssögum og er þar margt að stofni úr ættartölum séra Þórð- ar í Hítardal. Bogi Benediktsson samdi Sýslu- mannaœfir og studdist drjúgum við ættartölu- bækur af þessum stofni. Á 20. öld skrifaði Hannes Þorsteinsson Ævir lærðra manna of hið sama far, og ennfremur Daði fróði Níels- son og Sveinn Níelsson, frumhöfundar Prestatals og prófasta. íslenzkar æviskrár sem Páll Eggert Olason tíndi saman og komu út 1948-1952 eru reistar á ofannefndum ritum, sem öll eru undirstöðurit íslenskrar sögu og mannfræði. Ættartölurit séra Þórðar í Hítardal verða ekki prentuð í þeim gerðum sem hann gekk frá, en landssagan má ekki vera án verka hans, því skulu nú rifjuð upp fyrir nútíðinni fáein atriði er varða mennt séra Þórðar.11 Höfðingshjón í Hítardal Séra Þórður Jónsson fæddist í Hítardal um 1609, lærði til prests í Skálholti og Kaup- mannahöfn, vígðist 1630 aðstoðarprestur föð- ur síns og hélt Hítardal frá árinu 1634 og til æviloka 1670. Faðir séra Þórðar var séra Jón Ættartöluritin eru að eðli, stíl og söguefnum, framhald íslendingasagna 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.