Ný saga - 01.01.1995, Side 62

Ný saga - 01.01.1995, Side 62
Sigurður Gylfi Magnússon Ég er þeirrar skoðunarað frásagnir einstaklinga í sjálfsævisögum varpi nýju Ijósi á hlutverk kirkjunnar í lífi fólks og skýri dvínandi áhrif hennar í þjóðlífi 19. aldar sögunnar en sjónarmið fullorðinna. Sú teg- und heimilda sem einna líklegust er til að veita okkur nokkra innsýn í heim barna eru sjálfsævisögur.6 Það fer ekki á milli mála að sjálfsævisagan er mjög vandmeðfarin sagn- fræðileg heimild og hefur ýmsa annmarka. Má þar nefna að sjálfsævisögur eru gjarnan skrifaðar 40-60 árum eftir að atburðirnir áttu sér stað og að auki eru höfundar þeirra oft og tíðum einir til frásagnar. Af þessum sökum hafa margir sagnfræðingar sniðgengið sjálfs- ævisögur sem heimildir. Höfundur þessarar greinar er hins vegar þeirrar skoðunar að þær geti veitt okkur mikilvæga innsýn í hugarheim fólks á öllum aldri, fólks sem við hefðum að öðrum kosti lítil sem engin tök á að kynnast. Ef við treystum okkur til að nota sjálfsævi- sögur sem heimild og líta framhjá ýmsum annmörkum þeirra er ljóst að það er geysi- mikilvægt að freista þess að setja sig í spor þeirra sem voru að alast upp á íslandi á 19. öld.7 Nánast undantekningarlaust hafa sagn- fræðingar, sem rannsakað hafa sögu barna, fjallað um hlut þeirra í samfélaginu frá sjón- arhorni foreldranna eða þeirra stofnana sem þau hafa verið í tengslum við á þessu skeiði ævi sinnar. Þar er aftur upp á teningnum sú hugmynd að börn hafi ósjálfrátt brugðist við ólíklegustu aðstæðum á sama hátt og full- orðnir hafi kosið og gert ráð fyrir. Viðhorf barnanna sjálfra hafa því lítt eða ekki verið könnuð.8 Við höfum því þar til á allra síðustu árum lítið vitað um hvernig aðstæður á 19. öld höfðu áhrif á þroska og uppeldi barna. Pað er hins vegar mjög brýnt að gera tilraun til að komast að því hvernig þau brugðust við þeim aðstæðum sem mótuðu 19. öldina. Með því fæst mun fyllri skilningur á lífskjörum al- mennings á tímabilinu og að auki tækifæri til að meta til fullnustu áhrif stofnana eins og t.a.m. kirkjunnar. Ég er þeirrar skoðunar að frásagnir einstaklinga í sjálfsævisögum varpi nýju ljósi á hlutverk kirkjunnar í lífi fólks og skýri dvínandi áhrif hennar í þjóðlífi 19. aldar. Með öðrum orðum: Skipulegar rannsóknir á sjálfsævisögum, og þá sérstaklega þeim þátt- um sem tengjast lífi og sjónarmiðum barna, geta dregið fram í dagsljósið nýja mynd af lífi fólks á 19. öldinni. Fyrstu tíu æviárin Eitt af því sem einkenndi Iíf fólks allan þorra 19. aldar var óvenju mikill ungbarnadauði. Að auki var fólk mjög næmt fyrir nýjum sjúk- dómum sem bárust út hingað í kjölfar vax- andi samgangna við nágrannalöndin. Einnig leyndust í íslensku umhverfi margar slysa- gildrur, jafnt á sjó sem landi. Af þessum sök- um var dauðinn sífellt á næsta leiti. Börn fóru sannarlega ekki varhluta af þeirri reynslu og vöndust snemma að sjá á eftir vinum og vandamönnum í gröfina.'' Fjölmörg dærni má nefna þessu til sönnunar úr sjálfsævisögum og er óhætt að álykta að hin stöðuga návist dauðans hafi haft gífurleg áhrif á þroska og viðgang barna á fyrstu árum ævi þeirra. Við- varandi öryggisleysi var algengt meðal þeirra. Lárus J. Rist (f. 1879) gerir þessa tilfinn- ingu að umtalsefni í sjálfsævisögu sinni en hann hafði ungur misst móður sína. Ein af fyrstu minningum hans var einmitt tengd dauða móður hans þar sem hún lá á líkbörun- um. Faðir hans var tómthúsmaður á Akranesi og bjó með ungri systur sinni í mikilli fátækt: Þegar ekkert var til handa okkur að borða, grét Anna stundum, en það mátti enginn sjá, og geri ég því kannski illa að vera að segja frá því nú. Ég held, að hún hafi grát- ið mest vegna þess að þurfa að fara til hreppstjórans og biðja hann um hjálp.1" En föðursystir Lárusar var ekki sú eina sem hafði áhyggjur: Faðir minn stundaði sjóróðra af kappi, þó að veiðin væri rýr á þeim árum, og honum félli landvinnan betur. Þá var það stundum, að það greip mig kvíði fyrir því, að hann mundi drukkna, er ég vaknaði á morgnana og varð þess var, að hann var horfinn úr rúminu frá mér, og frétti, að hann hefði róið. Slysfarir og drukknanir voru þá svo tíðar, að sorgin fyllti svo gjörsamlega hugi fólksins, að vart var um annað rætt en slys- farir og afleiðingar þeirra. Að sjálfsögðu voru það dugnaðarmennirnir, sem völdust á sjóinn, en eftir sátu konurnar með börn- in og gamalmennin." Lífshlaup Lárusar er ágætt dæmi um hvernig reynt var á þanþolið í tilfinningum barna á 19. öldinni vegna óviðráðanlegra aðstæðna í um- 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.