Ný saga - 01.01.1995, Side 69

Ný saga - 01.01.1995, Side 69
Siðferðilegar fyrirmyndir á 19. öld orðnu, hvorki í veraldlegu né andlegu tilliti, án þess að standast lágmarkskröfur ferming- arinnar. Með tilstuðlan þessa kerfis var börn- um ætlað að tileinka sér þær siðferðilegu fyr- irmyndir sem kirkjan predikaði og segja má að fjölskyldan hafi þar í ákveðnum skilningi verið miðillinn sem miðlaði þessum boðum. Kirkjunnar þjónar veittu þessari innrætingu mikið aðhald og eftirlit og tryggðu að lág- marks fræðsla væri veitt á hverju heimili. Kvöldvakan og samspil vinnu og skemmt- unar hefur vitaskuld haft þau áhrif að börn fengu tækifæri til að læra að lesa. Á þeim vett- vangi var hægt að sameina vinnu og menntun, en án þeirrar tilhögunar hefði verið erfitt að finna tóm fyrir börn til að stunda skyldunám- ið þegar haft er í huga mikið vinnuálag þeirra. En þessi röksemdafærsla skýrir hins vegar ekki þann mikla lestraráhuga sem tryggði að nánast hvert mannsbarn náði því að verða læst á tímabilinu. Hér skal staðhæft að það hafi verið ákveðinn háski í lífi barna sem knúði þau til að læra að lesa. í því samhengi verður hin stöðuga sókn barna í veraldlegt lesefni skiljanleg. Hvað var það þá sem þau sóttust eftir og hvernig gat veraldlegt lesefni orðið þeim fyr- irmynd sem gaf þeim styrk til að takast á við hversdagslífið? Lesefnið sem þau áttu völ á var margvíslegt en mest af því taldist til forn- sagnanna: íslendingasögur, Noregskonunga- sögur, fornaldarsögur Norðurlanda og ridd- arasögur, svo og lausavísur fornar og nýjar, svo það helsta sé nefnt. Pó svo að hver þess- ara flokka hafi sín einkenni þá eru ákveðin hugtök eins og sæmd, hugrekki og hetjudáð hvers konar sem ganga eins og rauður þráður í gegnum þessar bókmenntir. Hetjan og dáðir hennar er meginstef þessara sagna: „Hún varð að halda reisn sinni jafnt í meðlæti sem mótlæti og mátti aldrei sýna á sér veikleika- merki. Og viljastyrk sínum varð hún að halda óbuguðum, jafnvel þótt líkamsþrekið brysti.11:14 Þessi lífssýn var á vissan hátt í andstöðu við boðskap kirkjunnar en oftar en ekki var auð- velt að samhæfa ýmsar hugmyndir sem komu frarn í þessum fornbókmenntum kenningum kristninnar. Vésteinn Ólason bendir á að hið illa í íslendingasögunum snerti ævaforn sið- ferðisvandamál „og vafalaust eru hugmyndir af þessu tagi í Islendingasögum bræðingur fornra og nýrra viðhorfa og undir meiri eða rninni áhrifum frá kristni.“35 Skilaboðin voru hins vegar skýr fyrir börn sem voru að takast á við hversdagslífið á 19. öld. Þau endurspegl- uðust í heimi hetjunnar í Islendingasögunum: „Sönn hetja átti að vera seinþreytt til vand- ræða, en halda hlut sínum fyrir hverjum sem var.“36 Frásagnir þessar féllu einstaklega vel að þeirri veröld sem íslensk ungmenni bjuggu við á 19. öld. Það var ekki aðeins að þær gerð- ust í svipuðu umhverfi heldur var frásagnar- mátinn einnig kunnuglegur. Torfi H. Tulinius gerir þetta að umtalsefni er liann ræðir urn fá- breytta persónusköpun í íslenskum rómöns- um: Að þessu leyti eru sögur þeirra [höfund- anna] frábrugðnar mörgurn þýddum ridd- arasögum þar sem finna má tiltölulega langar lýsingar á tilfinningum. Af einhverj- um ástæðum átti slíkt ekki upp á pallborð- ið hjá höfundum og lesendum rómansa á Islandi, og hafa rnenn leitt geturn að því að það hafi verið vegna þess að þegar var fyr- ir hendi rík sagnahefð þar sem fyrst og fremst var sagt frá gerðurn manna en les- endum látið eftir að geta sér til urn tilfinn- ingar sem kunnu að liggja að baki.37 Sögurnar sem lesnar voru féllu ekki aðeins Mynd 8. Við erfið lífsskilyrði sóttu börn andlega næringu og fyrirmyndir í fornsögurnar. 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.