Ný saga - 01.01.1995, Síða 69
Siðferðilegar
fyrirmyndir á 19. öld
orðnu, hvorki í veraldlegu né andlegu tilliti,
án þess að standast lágmarkskröfur ferming-
arinnar. Með tilstuðlan þessa kerfis var börn-
um ætlað að tileinka sér þær siðferðilegu fyr-
irmyndir sem kirkjan predikaði og segja má
að fjölskyldan hafi þar í ákveðnum skilningi
verið miðillinn sem miðlaði þessum boðum.
Kirkjunnar þjónar veittu þessari innrætingu
mikið aðhald og eftirlit og tryggðu að lág-
marks fræðsla væri veitt á hverju heimili.
Kvöldvakan og samspil vinnu og skemmt-
unar hefur vitaskuld haft þau áhrif að börn
fengu tækifæri til að læra að lesa. Á þeim vett-
vangi var hægt að sameina vinnu og menntun,
en án þeirrar tilhögunar hefði verið erfitt að
finna tóm fyrir börn til að stunda skyldunám-
ið þegar haft er í huga mikið vinnuálag þeirra.
En þessi röksemdafærsla skýrir hins vegar
ekki þann mikla lestraráhuga sem tryggði að
nánast hvert mannsbarn náði því að verða
læst á tímabilinu. Hér skal staðhæft að það
hafi verið ákveðinn háski í lífi barna sem
knúði þau til að læra að lesa. í því samhengi
verður hin stöðuga sókn barna í veraldlegt
lesefni skiljanleg.
Hvað var það þá sem þau sóttust eftir og
hvernig gat veraldlegt lesefni orðið þeim fyr-
irmynd sem gaf þeim styrk til að takast á við
hversdagslífið? Lesefnið sem þau áttu völ á
var margvíslegt en mest af því taldist til forn-
sagnanna: íslendingasögur, Noregskonunga-
sögur, fornaldarsögur Norðurlanda og ridd-
arasögur, svo og lausavísur fornar og nýjar,
svo það helsta sé nefnt. Pó svo að hver þess-
ara flokka hafi sín einkenni þá eru ákveðin
hugtök eins og sæmd, hugrekki og hetjudáð
hvers konar sem ganga eins og rauður þráður
í gegnum þessar bókmenntir. Hetjan og dáðir
hennar er meginstef þessara sagna: „Hún
varð að halda reisn sinni jafnt í meðlæti sem
mótlæti og mátti aldrei sýna á sér veikleika-
merki. Og viljastyrk sínum varð hún að halda
óbuguðum, jafnvel þótt líkamsþrekið
brysti.11:14
Þessi lífssýn var á vissan hátt í andstöðu við
boðskap kirkjunnar en oftar en ekki var auð-
velt að samhæfa ýmsar hugmyndir sem komu
frarn í þessum fornbókmenntum kenningum
kristninnar. Vésteinn Ólason bendir á að hið
illa í íslendingasögunum snerti ævaforn sið-
ferðisvandamál „og vafalaust eru hugmyndir
af þessu tagi í Islendingasögum bræðingur
fornra og nýrra viðhorfa og undir meiri eða
rninni áhrifum frá kristni.“35 Skilaboðin voru
hins vegar skýr fyrir börn sem voru að takast
á við hversdagslífið á 19. öld. Þau endurspegl-
uðust í heimi hetjunnar í Islendingasögunum:
„Sönn hetja átti að vera seinþreytt til vand-
ræða, en halda hlut sínum fyrir hverjum sem
var.“36
Frásagnir þessar féllu einstaklega vel að
þeirri veröld sem íslensk ungmenni bjuggu
við á 19. öld. Það var ekki aðeins að þær gerð-
ust í svipuðu umhverfi heldur var frásagnar-
mátinn einnig kunnuglegur. Torfi H. Tulinius
gerir þetta að umtalsefni er liann ræðir urn fá-
breytta persónusköpun í íslenskum rómöns-
um:
Að þessu leyti eru sögur þeirra [höfund-
anna] frábrugðnar mörgurn þýddum ridd-
arasögum þar sem finna má tiltölulega
langar lýsingar á tilfinningum. Af einhverj-
um ástæðum átti slíkt ekki upp á pallborð-
ið hjá höfundum og lesendum rómansa á
Islandi, og hafa rnenn leitt geturn að því að
það hafi verið vegna þess að þegar var fyr-
ir hendi rík sagnahefð þar sem fyrst og
fremst var sagt frá gerðurn manna en les-
endum látið eftir að geta sér til urn tilfinn-
ingar sem kunnu að liggja að baki.37
Sögurnar sem lesnar voru féllu ekki aðeins
Mynd 8. Við erfið
lífsskilyrði sóttu börn
andlega næringu
og fyrirmyndir í
fornsögurnar.
67