Ný saga - 01.01.1997, Page 12

Ný saga - 01.01.1997, Page 12
Jón Olafsson Mynd 11. Þóroddur Guðmundsson. r> Mynd 12. Eyjólfur Árnason. Þóroddur og Eyjólfur fóru hvor í sína átt- ina sumarið 1931. Þóroddur var sendur til fiskimannaþorpsins Tsypnavolok, á Rybatsjí- skaga í norðvesturhorni Rússlands, nálægt finnsku og norsku landamærunum. Eyjólfur var sendur til georgísku borgarinnar Batumi við Svartahafið. Báðum var ætlað að starfa með flokksdeildinni á staðnum auk þess að vinna almenna vinnu. Eyjólfur starfaði í sjó- mannaklúbbi bæjarins, þar sem töluverður straumur var af útlendum sjómönnum. Þór- oddur stundaði fiskveiðar með heimamönn- um og aðstoðaði við „kollektívíseringu“ smá- bátaútgerðarinnar í Tsypnavolok, ásamt flokksdeildinni á staðnum og tveimur norsk- um samstúdentum sínum, sem gengu undir dulnefnunum Eng og Nielsen.38 Eyjólfur virðist einkum hafa velt því fyrir sér um sumarið hvernig hægt væri að snúa sjómönnum sem dvöldust um lengri eða skemmri tíma í Batumi til kommúnisma. Hann kvartaði yfir þvf í skýrslu um dvölina að ekki hafi verið reynt að hafa ofan af fyrir þeim með viðunandi hætti og iðulega hafi menn leiðst út í drykkjuskap vegna tómra leiðinda. Forstöðumann sjómannaheimilisins taldi hann of fáfróðan og fullan af klisjum til þess að nokkur gæti orðið fyrir áhrifum af honum: „Stundum heldur hann langar ræður sem ekki eru annað en merkingarlaust orða- gjálfur, frasar og slagorð, niður með kapítal- ismann og svo framvegis."39 Eyjólfur var ekki hrifinn af borginni. Hann sagði vændi og brask blómstra í Batumi. Þar að auki væri borgin full af mensévikum sem hefðu þar einskonar miðstöð. En þótt staður- inn væri langt í frá nægilega bolsévískur taldi Eyjólfur sig samt hafa náð nokkrum árangri við að uppfræða sjómennina um Sovétríkin og kommúnismann. Svona lýsir hann vinnu sinni: Þegar sjómennirnir höfðu lokið störfum sínum á kvöldin (einnig í hádegishléinu), tókst mér oft að safna áhöfnunum saman og koma af stað umræðum eða halda fyrir- spurnafundi og þá oftast um Sovétríkin og um ástandið meðal rússneskra sjómanna. Einnig var stundum rætt um ástandið í heimalöndum áhafnanna og ástandið í heiminum almennt.4'1 Árið 1931 var gífurlegt umrót í Sovétríkj- unum. Alls staðar var fólk á faraldsfæti. Bol- sévikar höfðu endanlega snúið baki við NEP- stefnunni og þar með var frjáls markaður úr sögunni í Sovétríkjunum. Bændum, fiski- mönnum, veiðimönnum og öðrum sem fram að þessu höfðu að einhverju leyti að minnsta kosti verið sjálfra sín herrar var nú gert að ganga í samyrkjubú og samvinnufélög. Sjálfs- eignarbændur voru sviptir löndum sínum, margir drepnir, aðrir hraktir í útlegð. Á sama tíma átti að iðnvæða Sovétríkin. Um allt land- ið voru að hefjast gífurlegar framkvæmdir sem kröfðust vinnuafls og leiddu til búferla- flutninga fjölda fólks. Á þessum árum urðu ótrúleg umskipti í lífi Sovétborgara, samfé- laginu var umturnað. Milljónum saman yfir- gaf fólk sveitirnar og þusti til borganna eða á ný iðnaðarsvæði. Þó að fjöldi manns væri á flótta og fangelsanir og aftökur yrðu sífellt tíðari, þá fékk þorri fólks tækifæri sem ekki höfðu boðist áður: starfsframi og menntun var í boði fyrir þá sem höfðu heppnina með sér og kunnu að grípa gæsina. Þóroddur Guðmundsson lenti í þessari hringiðu miðri. Fólkið í Tsypnavolok talaði norsku en ekki rússnesku og mátti sannarlega muna tímana tvenna. Flokksdeildin á staðn- um var hins vegar skipuð Rússum sem beittu heimamenn hinu mesta harðræði. Tsypnavo- lok var fjölmennast nokkurra norskra fiski- mannaþorpa á norðanverðum Kolaskaga. Norðmenn höfðu byrjað að flytjast þangað uppúr miðri 19. öld, en þá var Kolaskagi nán- ast óbyggður. Fengsæl fiskimið voru við alla ströndina. Til að byrja með nutu Norðmenn- irnir sérréttinda. Það breyttist um 1910 þegar stjórnvöld ákváðu að norsku innflytjendurnir skyldu framvegis lúta sömu reglum og aðrir þegnar Rússakeisara. Hagur þessa fólks versnaði þó fyrst til muna við byltinguna. Þá var landamærunum lokað og tengslin við Noreg rofnuðu. Fram til 1931 voru fiskimenn- irnir þó sjálfstæðir og gátu ráðstafað afla sín- um að nokkru leyti sjálfir. En á útmánuðum 1931 komu fyrirmæli frá stjórnvöldum um að nú skyldu fiskimennirnir í Tsypnavolok stofna félagsútgerð. Þessi fyrirmæli fengu dræmar undirtektir meðal heimamanna.41 Þegar Stein (dulnefni Þórodds), Eng og 10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.