Ný saga - 01.01.1997, Page 14

Ný saga - 01.01.1997, Page 14
Jón Ólafsson Mynd 15. Jens Figved. Mynd 16. Dýrleif Ámadóttir. Mynd 17. Hallgrímur Hallgrímsson. Þóroddur hæfa flokksdeild eða flokksfélagi en ekki vinnustað. Og Eng og Nielsen bættu við: „Þegar verið var að ræða þessi mál ráð- lagði Stein okkur að lesa ályktanir VI. þings Kominterns um vinnu af þessu tagi og þegar hann ræddi við íbúana í þorpinu sagði hann margsinnis að flokksfélagar væru asnar og skildu ekkert.“45 Þóroddur skrifaði sjálfur skýrslu um dvöl- ina og varði sig af krafti og úrslitin voru þau að Norðurlandadeildin felldi salómonsdóm. Þóroddur var gagnrýndur fyrir að gera ekki nægilegan greinarmun á starfi kommúnista með verkamönnum í Sovétríkjunum og í kapítalísku ríki. Hann var einnig gagnrýndur fyrir hvatvísi. í stað þess að láta skoðanir sín- ar í ljós þegar í stað í viðkvæmum málum hefði hann átt að skjóta þeim til flokksdeild- arinnar í Murmansk og fara eftir úrskurði hennar. Félagarnir voru gagnrýndir fyrir það allir þrír að hafa starfað svo ólíkt að engu væri líkara en að Kommúnistaflokkurinn hefði tvær ólíkar línur. Norsku félagarnir tveir fengu þó verri útreið en Þóroddur. Þeir voru sagðir hafa hagað störfum sfnum „vélrænt“ og ekki brugðist við augljósum göllum á starfi flokksdeildarinnar í Tsypnavolok. Til dæmis hefði komið fyrir að flokksdeildarmenn færu fram á kajann þegar bátar væru að koma inn og hrópuðu ókvæðisorð áð fiskimönnunum, hefðu í hótunum við þá og sökuðu þá um leti. Á fundum félagsútgerðarinnar væru fundar- gerðir færðar á rússnesku þó að langflestir íbúanna væru norskumælandi. Einnig hefðu Nielsen og Eng látið það viðgangast að skóla- börnum væri refsað fyrir að tala norsku sín á milli þó að skýrar reglur væru um að þau ættu ekki bara rétt á að tala móðurmál sitt heldur einnig á því að fá kennslu á norsku.46 Markmið flokksskólanna Heimildirnar um sumarvinnu Þórodds Guð- mundsonar 1931 gefa nokkra hugmynd um hvernig staðið var að menntun flokksmanna í Vesturháskólanum. Mikilvægt var að menn hertust í baráttunni og skildu hvað það merkti í raun að koma á sósíalisma. Þess vegna getur maður lika getið sér þess til að margir þeirra kommúnista sem stunduðu nám á flokksskól- um í Sovétríkjunum hafi fengið nokkuð sann- ferðuga mynd af því sem var að gerast í land- inu. Sumir, eins og Andrés Straumland, höfðu hugmyndir sínar eingöngu úr vandlega skipu- lögðum kynnisferðum. Öðrum var treyst til að taka með sínum hætti þátt í byltingu Stalíns. Þóroddur og Eyjólfur voru í þeirra hópi. Saga Andrésar, Eyjólfs og Þórodds er saga alþýðumannanna í flokksskólunum og þess hvernig þeir voru undirbúnir undir kommún- ískt flokksstarf. í tilfelli Andrésar er mikið lagt upp úr skipulagðri kynningu á kjörum sovéskra verkamanna sem hefur augljóst áróðursyfirbragð. Það er ólíklegt að Andrés og enskir og bandarískir skólafélagar hans hafi séð nokkuð annað en það sem þeir áttu að sjá: ánægðan en raunsæjan verkalýð í leik og starfi. Heiðarlega og jákvætt þenkjandi stuðningsmenn bolsévika meðal verkalýðsins. Aðra sögu er að segja af Þóroddi. Með því að eyða nokkrum mánuðum í fjarlægu fiski- mannaþorpi á norðurslóðum, þar sem heima- menn eru meira og minna andvígir stjórn- völdum og sæta afarkostum flokksdeildarinn- ar á staðnum sem bannar þeim meira að segja að nota sitt eigið tungumál, hefur Þóroddur fengið beina reynslu af dæmigerðum vanda bolsévíka. Þessi reynsla hlýtur líka að hafa gert honum skiljanlegt hve magnaðri and- stöðu bolsévikar áttu að mæta í sínu víðlenda ríki. Skýrslur Þórodds og Eyjólfs sýna mjög ein- læga trú á flokkinn og þjóðfélagsbreytingarn- ar í Sovétríkjunum. Þeir félagar eru samt gagnrýnir á margt og ekki verður annars vart en að skýrslur þeirra séu fyllilega heiðarleg tilraun til að meta eigin frammistöðu og gefa góð ráð. Þóroddur og Eyjólfur voru báðir til dauða- dags traustir félagar í Kommúnistaflokknum og þeim flokkum sem tóku við af honum. Flokksstarf þeirra eftir að Moskvuvist lauk var í raun til mikillar fyrirmyndar og í fullu samræmi við það sem skólarnir ætluðust til af útskrifuðum nemendum sínum: þeir áttu að verða kjarninn í flokkunum, undirstaðan sem hægt væri að reiða sig á.47 Tilgangurinn með Vesturháskólanum, Austurháskólanum og - með ofurlítið öðrum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.