Ný saga - 01.01.1997, Side 34

Ný saga - 01.01.1997, Side 34
/0 Helgi Skúli Kjartansson Um 870 hefur hinu eiginlega landnámi, með meðfluttu búfé, verið að Ijúka, en byggðí landinu tekið vaxtarkipp þeg- ar náttúruleg fjöigun búfjárins og venjulegur innflytjenda- straumur tóku við En hvað um þá sem komu til Islands sem leiðangurs- foringjar og fluttu með sér peninga og fylgdarlið í stað kinda og kúa? komenda þeirra ættu ýmsir þeir helstu varla að hafa komið til landsins fyrr en undir lok 9. aldar. í>að er í síðasta lagi fyrir tímatal Ara, en getur þó komið heim ef landnámið fór frem- ur hægt af stað. Enda virðist álitlegt, vegna þess andstreymis sem víkingar áttu að mæta á írlandi og Skotlandi um 900, að þá hafi áhug- inn á íslandi aukist." Þótt trú manna á heim- ildargildi Landnámu hafi gjörbreyst í seinni tíð (þar munar auðvitað mest um náttúru- nafnakenningu Þórhalls Vilmundarsonar), og margir landnámsmenn séu víst örugglega sóttir í örnefni fremur en veruleikann, þykir samt ástæða til að trúa ættvísi Landnámu bet- ur en atburðasögnum hennar. Þar er að vísu ekki allt heilagur sannleikur, samanber til dæmis tvímælin um föður sjálfs Ingólfs í Reykjavík, og hina stórvitlausu ættfærslu Ei- ríks rauða'2 sem diplómatar vorir nota til að kalla Leif heppna - á einkar diplómatískan hátt - „sonarson Noregs“. En samt ættu nið- urstöðurnar um aldur ættfeðranna í vel þekktum landnámsættum enn að vera í nokkru gildi. Svo koma tímasetningar fornleifafræðinn- ar, sem löngum - og jafnvel allt til þessa - var ríkjandi venja að túlka svo að þær haggi ekki tímatali Ara. Þó hafa geislakolsmælingar'3 oft gefið hærri aldur sýna en við var búist. Túlk- un þess efniviðar er vafa undirorpin - meðal annars vegna þeirrar óheppilegu tilviljunar að geislakol er mjög svipað í lífrænu efni frá öllu tímabilinu 780-880'4 - og yrði litlu skárri viðureignar þótt landnám væri látið hefjast einhverjum áratugum lyrr en Ari hugði. Þá er Landnámslagið fræga.15 Meðan ekki var við annað að styðjast en afstöðu þess til elstu mannabyggðar - og gengið út frá tíma- tali Ara eða Landnámu - hneigðust menn til að tímasetja það nálægt 900, og vísbending, sem borkjarni úr Grænlandsjökli gaf um eld- gos um það bil 898, þótti koma vel heirn við að þá hefði lagið fallið. Þótt einnig kæmu í ljós ummerki frá eldgosi nálægt 871 var það síður tengt við Landnámslagið fyrr en efna- greining leiddi nýlega í ljós að þar væri um sama gos að ræða. Búsetuleifar í Herjólfsdal og Reykjavík hafa reynst eldri en land- námslagið, þó að litlu kunni að muna, og gróðurfarsáhrif mannabyggðar virðast sums staðar komin fram áður en lagið féll.16 Auk þess virðast hinar stórfelldu gróðurfarsbreyt- ingar á skömmum tíma eftir landnámslag órækt vitni þess að þá sé búpeningi að fjölga hvað örast, og fer varla hjá því að innflutning- ur hans hafi hafist einhverjum áratugum áður. (Hins vegar alls ekki 150 eða 200 árum áður, samanber kolefnisaldur sem hefur verið tal- inn benda til byggðar um 700 eða fyrr). Tímatal Ara um landnámið er sem sagt lallið. Vitnisburður hans um upphaf land- náms var raunar aldrei þess eðlis að hann þyrfti strangrar afsönnunar við, heldur hlaut hann að víkja ef verulegar vísbendingar gengju gegn honum, og þær eru nú tvímæla- laust komnar fram. Um 870 hefur landnám sennilega verið hafið fyrir nokkru. Sam- kvæmt þeim hugmyndum, sem raktar voru fyrr í þessari grein, mætti jafnvel ætla að þá hafi hinu eiginlega landnámi, með meðfluttu búfé, verið að ljúka, en byggð í landinu tekið vaxtarkipp þegar náttúruleg fjölgun búfjárins og venjulegur innflytjendastraumur tóku við. Tilkoma höfðingja Einhver sársaukafyllsta endurskoðun á hug- myndum okkar um landnámið var þegar við hættum að trúa vitnisburði fornrita um ætt- göfgi og aðra stórmennsku landnámsforingj- anna. En raunar má sjá það í hendi sér, þegar um hið eiginlega landnám er að ræða, að menn sem vanist höfðu grónurn auði og fé- lagslegri virðingu hafi varla verið spenntir fyrir að sigla alfarnir út fyrir hinn þekkta heim til að lifa sem einhverjir skuggasveinar norður í Dumbshafi, þar sem ekkert samfélag var til að njóta virðingar í, og hugtökin auður og örbirgð eiginlega ekki í gildi. ísland hefur á því stigi miklu fremur verið staður fyrir menn sem ekki höfðu tekið virðingu samfé- lagsins að erfðum, heldur brotið sér sjálfir braut - kannski líka brýr að baki sér - og lært að treysta sér til forustu og úrræða; fyrir þá hefur olnbogarýmið í ónumdu landi falið í sér lokkandi tækifæri. En hvað þá á stigi „landnámsins eftir land- nám“? Ég hef áður nefnt þrenns konar mögu- lega innflytjendur. Ekki þarf að fjölyrða um þrælana; og farþegar á kaupskipum hafa 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.