Ný saga - 01.01.1997, Page 37
Hrefna Margrét Karlsdóttir
„Vinnan göfgar...“
Fangavinna í tukthúsinu við Arnarhól í upphafi 19. aldar
ITT ELSTA STEINHÚS REYKJAVÍKUR
■1 j sem nú hýsir hið virðulega Stjórnar-
ráð á sér merkilega sögu. Það var
upphaflega reist á árunum 1761-71 sem tukt-
hús landsmanna og þar skyldi tukta til betr-
unar þann fjölda fólks sem fór um landið með
smáhnupli og án aðhalds af guðsótta og
góðum siðum, landsins bestu mönnum til
mikillar hrellingar. Starfsemi tukthússins
gekk aldrei sem skyldi og 1813 var því lokað
og fangar þeir sem inni sátu sendir í sína
heimasveit. Þegar gluggað er í skjalabunka þá
sem tilheyrðu tukthúsinu kemur í ljós að
reynt hefur verið að halda föngum að ein-
hvers konar vinnu. Stopular upplýsingar eru
til um þessa starfsemi fram á fyrsta áratug síð-
ustu aldar og það var ekki fyrr en 1807 sem
skipuleg skráning á fangavinnu hófst. Sú
skráning er nokkuð samfelld næstu árin, en
eftir 1810 finnst hins vegar ekkert um fanga-
vinnuna og gæti það einfaldlega stafað af
pappírsskorti í landinu.1 Mönnum hefur lík-
lega þótt pappírnum betur varið í önnur skrif.
Grein þessi fjallar því fyrst og fremst um þau
fáu ár þegar heimildir finnast um vinnu fanga
í tuklhúsinu, en þær gefa allgóða mynd af
starfseminni.
í raun má líkja fangavinnunni við vinnu
fólks á heimilum þess tíma. Fangar unnu úti-
vinnu yfir sumarmánuðina, stunduðu róðra
yfir vertíðarmánuðina og sinntu tóvinnu á
vetrum. Leiga á heimilisfólki yrði líklega seint
litin eðlilegum augum, en leiga á föngum
gegn gjaldi skapaði ágætar aukatekjur fyrir
tukthúsið.
Reisulegasta hús bæjarins
William Jackson Hooker steig á land í
Reykjavík sumarið 1809 og lýsti því sem fyrir
augu bar:
Hvít reisuleg bygging, með borðlögðu
þaki, var helsta kennileitið í þessu þorpi.
Ég ályktaði að þetta væri bústaður land-
stjórans en mér til mikillar furðu var mér
tjáð að þetta væri vinnuhæli eður betrunar-
hús. Þegar nær var komið reyndist húsið
heldur ekki vera eins aðlaðandi og úr fjar-
lægð.2
Vafalaust hefur tukthúsið litið vel út í augum
útlendinga sem hingað komu. Reisulega hvíta
steinhúsið sem stóð við Arnarhól hefur sést
vel þegar menn lögðu að landi.
Tilskipun konungs um byggingu tukthúss
barst til íslands med vorskipum 1759. Þar
skyldu menn afplána dóma og þar átti einnig
að vista þá afbrotamenn sem biðu Brimar-
hólmsvistar eða lífláts. Þetta var gert að
beiðni ýmissa embættismanna í landinu sem
töldu að hér væri verið að bæta úr brýnni
þörf. Rekstrarfé skyldi vera sakeyrir1, jarð-
Mynd 1.
Fangelsið við
Amarhól árið 1819.
Fyrir framan húsið
eru kálgarðarnir
sem fangamir
unnu við.
35