Ný saga - 01.01.1997, Side 46

Ný saga - 01.01.1997, Side 46
Hrefna Margrét Karlsdóttir Mynd 14. Jörundur hunda- dagakonungur. Tukthúsið á Arnarhóli getur tæplega flokkast sem hefðbundinn Jetigarður". Markmiðið var að gera úr mönnum nýta þjóðfélagsþegna þeim sem eftir sátu hleypti Jörundur út, að einum undanskildum. Geir Vídalín biskup var mjög sérstæður. Hann var undantekningarlaust með sömu fangana í vinnu hjá sér. Geir var þekktur sök- um manngæsku sinnar og hefur hún örugg- lega haft áhrif á þessar leigur hans. Fangarnir voru kannski orðnir eins og hver önnur vinnuhjú hjá honum. Jón Jónsson, 26 ára gamall þjófur, var til dæmis í vinnu hjá honum frá febrúar til júníloka 1807 og svo aftur í september sama ár.58 í»að var óvanalegt að menn leigðu fanga svo langan samfelldan tíma. Fyrir utan embættismenn voru kaupmenn og faktorar annar stærsti leigjendahópurinn. Á árunum 1807-1809 leigðu 13 kaupmenn eða faktorar fanga í vinnu. Voru þeir leigðir allt frá einum degi upp í 32 daga sama árið. Úr þessum hópi voru tveir einstaklingar dug- legastir við að leigja fanga, kaupmennirnir Westy Petreus og Gísli Símonarson. Einnig voru iðnaðarmenn eða handverksmenn dug- legir við að leigja sér fanga. Scheel bakari var þeirra duglegastur, en einnig má nefna Beck söðlasmið, Sörensen skósmið og Malm- quist beyki. Fangar voru einnig nokkrum sinnum sendir í vinnu í „Smiðjuna“.59 Fað vill svo til að heimili og að öllum líkindum verk- stæði Jóhannesar Zoéga, glerskera bæjarins, var nefnt „Smiðjan" og það kemur því alveg til álita að um vinnu hjá honum hafi verið að ræða.“ Ekki er þó hægt að staðfesta það því engir reikningar finnast á móti. Fáir bændur nýttu sér þessa þjónustu. Þrír þeirra, búendur á jörðunum Hlíðarhúsum, Rauðará og Landakoti leigðu þó fanga og tveir húsmenn fylltu einnig þennan hóp, ann- ar búsettur í Dúkskoti en hinn í Þingholti.61 Jörundur hundadagakonungur á reyndar metið í fangaleigu árið 1809 og vekur það nokkra furðu þar sem allir fangarnir nema einn höfðu hlotið náðun. Skráðir voru á Jör- und 52 vinnudagar sem Jón Jónsson frá Ara- koti vann. Jón hafði fyrr á árinu hlotiö dóm fyrir lausagöngu og þjófnað. Hins vegar voru tveir fangar skrifaðir í vinnuskýrslur þetta sumar. Sigfús Jónsson sem hafði verið dæmd- ur í ævilanga þrælkun gætti eykja allt sumar- ið.62 Vinnudagar það árið voru 118, þar af skrifast 52 dagar á Jörund og 11 á Savignac, félaga hans. Eins og áður hefur verið minnst á var hér um leigu að ræða og samkvæmt reikningum fyrir fangaleigu sem ráðsmaður hélt lítur út fyrir að gert hafi verið upp í lok hvers árs. Á einstaka stað hafa leigutakar kvittað undir um að útreikningar séu réttir. Fyrr hefur verið greint frá að kynin unnu mismunandi vinnu. Leigan var einnig mis- munandi, greitt var meira fyrir karla en kon- ur og upphæðin var breytileg eftir árstímum. Erfitt er að greina þessa skiptingu fyrir árið 1807, en þá virðist leigan yfir sumarmánuðina vera 24 sk. á dag fyrir karlmann og 16 sk. fyr- ir konu. Einstaka sinnum greiðast 16 sk. fyrir karlmann yfir sumartímann, en það er sjald- gæft. í október eða nóvember var greiðslan komin niður í 16 sk. fyrir karlfanga, en engin kona finnst á reikningunum fyrir þennan tíma.63 Árið 1808 voru greiðslur svipaðar og árið á undan. Yfir vetrarmánuðina greiðast þá 16 sk. fyrir karlinn, en 12 sk. fyrir konuna. Sumarleigan hófst í apríl og lauk í október.M Stundum hófst sumarleigan ekki fyrr en í maí og virðist það hafa farið eftir því hver átti í hlut. Árið 1808 greiddi Trampe sumarleigu fyrir aprfl, en Frydensberg greiddi vetrarleigu á sama tíma. Árið 1809 var leiga óbreytt og fyrirkomulagið virðist hafa verið það sama og árin á undan. í eitt skipti voru greiddir 32 sk. á dag fyrir karlfanga og kom sú greiðsla úr jarðabókarsjóði.65 Þetta var flutningur á póst- kassa til Hafnarfjarðar. Þótt reikningar séu gloppóttir og mikið vanti inn í þá virðist það sem á undan hefur verið rakið vera það fyrir- komulag sem viðgekkst. Það er því ekki rétt hjá Birni Þórðarsyni þegar hann heldur því fram að kaupið eða leiga fyrir karlfanga hafi hæst verið 20 sk. síðari árin.66 Dæmin sýna annað. Aðeins finnst eitt dæmi um að fangi hafi einungis unið fyrir fæði og var þá ekki greidd leiga fyrir hann. Brynjólfur Sigurðsson dóm- kirkjuprestur tók Þorgerði Helgadóttur, sauðaþjóf, í vinnu frá maí og fram í júlí 1807 og var það upp á „kost“.67 Tekið var fyrir alla leigu á föngum í október 1809 í þeim reglum sem Magnús Stephensen samdi, af ótta við strok, og virðist sú regla hafa verið haldin.68 44
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.