Ný saga - 01.01.1997, Side 56

Ný saga - 01.01.1997, Side 56
Viðtal við Arthur Marwick hræsnisfulla og óheiðarlega afstöðu til líkam- legrar fegurðar. Með pínupilsinu og öllu því á sjöunda áratugnum varð afstaða samfélagsins gagnvart líkamlegri fegurð heiðarlegri og hún varð það sem ég kalla sjálfstætt stöðutákn. Fegurð varð að persónueinkenni, en áður tengdist hún óhjákvæmilega stétt og stöðu fólks. Pað var því mikil hugmyndavinna í bókinni, þótt hún fengi sums staðar þá dóma að vera bara safn af frásögnum. Þótt hún fengi ekki þá athygli sem ég vænti tel ég hana mikilvægasta framlag mitt til fræðanna fram að bókinni um sjöunda áratuginn. Er ekki mat svokallaðra frumstœðra þjóða áfegurð annað en vestrænna samfélaga? Rannsókn mín miðast við vestræn samfé- lög og þvf eiga niðurstöður mínar ekki við um önnur menningarsamfélög. Ég hef hins vegar grun um að fólk rugli stundum saman félags- legri stöðu og fegurð. Menn hafa haldið því fram að í sumum samfélögum sé feitl fólk talið fallegt. Að vera í þeirri aðstöðu að geta borðað mikið og orðið feitur sé það sama og að vera fallegur. Þarna er verið að dást að efnahagslegri stöðu einhvers en ekki endilega fegurð. Hér verða menn að halda þessu tvennu vel aðskildu. Bent hefur verið á að enskar konur á valdatfma Elísabetar I hafi rakað á sér framennið, en ég svara því til að þar er ruglað saman tísku og fegurð, þetta gerðu all- ar konur, ófríðar jafnt sem fallegar, af því það var í tísku. Sama er að segja um þjóðflokka þar sem konur lengja hálsinn á sér með hringjum. Ég veit ekki hvort þetta er endilega talið fallegt eða hvort þetta er bara siður eða hefð. Nýjungar í félagssögu Hvað er efst á baugi í breskri félagssögu um þessar mundir? Þegar fólk talar um nýju félagssöguna eða nýju menningarsöguna á það við félagssögu sem hefur orðið fyrir áhrifum af kenningum póstmódernista. Þetta fólk telur að orðræðan sjálf, hvernig málið er notað sé mikilvægt afl í sögunni. Agætt dæmi er kvennasagan þar sem mikið er skrifað að hætti póstmódernista. Þar er talað um orðræðu feðraveldisins og að Ég komst að þeirri niður- stöðu að grund- vallarhugmyndir um fegurð hefðu ekki breyst að ráði Upphaflega ákvað ég að ganga út frá við- miðum hvers tímabils um fegurð og var reiðu- búinn að viðurkenna t.d. að hugmyndir end- urreisnarmanna um fegurð kynnu að hafa verið aðrar en á 19. öld. Þetta voru hinar við- teknu hugmyndir um fegurðina. Þegar ég fór að rannsaka frumheimildir sem voru af tals- vert öðru tagi en áður höfðu verið notaðar breyttust hugmyndir mínar. Ég notaði nýjar tegundir heimilda sem ekki höfðu verið nýtt- ar mikið áður, svo sem bréf, dagbækur og önnur ævisöguleg gögn auk málverka og ann- arra listgagna. Ég bjó til fjóra flokka fegurð- ar: fagur, geðþekkur, látlaus, ljótur (beautiful, personable, plain, ugly). Ég reyndi að komast að því hvernig fólk var flokkað og hvort það hafði áhrif á framgang þess í samfélaginu. Ég komst að þeirri niðurstöðu að grundvallar- hugmyndir um fegurð hefðu ekki breyst að ráði, þótt ákveðin atriði hafi tekið breyting- um, svo sem smekkur á holdarfari fólks. Feitt fólk var samt aldrei talið fallegt. Maður eða kona sem talin voru fögur á 15. öld væru það einnig nú og öfugt. Þetta var mjög á skjön við viðteknar hugmyndir um fegurð. Önnur meginniðurstaða mín var sú, burt- séð frá útlitinu sjálfu, að greina megi milli hefðbundinna og nútímalegra viðhorfa um fegurðina. Hér áður fyrr höfðu auðlegð, stétt og staða áhrif á fegurðarskyn fólks. Prinsessa var ávallt talin fögur, hvort sem hún var það eða ekki. Ég færði rök að því að fólk hafi haft 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.