Ný saga - 01.01.1997, Side 60
Gunnar F. Guðmundsson
Mynd 2.
Bændur reiða
fram tiund við
kirkjuhöfðingja.
er fyrningar af matvælum og heyjum að vori,
þurfti ekki heldur að tíunda.7 Loks var tekið
fram að goðorð væru ekki tíundarskyld, enda
fólu þau í sér vald og mannaforráð fremur en
áþreifanlega eign.8 í Grágás er ekki gert ráð
fyrir að aðrir séu undanþegnir tíund en þeir
sem áttu minna en 60 álnir (hálft kýrverð). Þó
var þeim einnig hlíft, er höfðu ómaga á fram-
færi sínu, ef fé þeirra var undir eignamörkum
þingfararkaupsbænda.9
Áður en bændur og aðrir lögskilamenn
héldu til samkomunnar hafa þeir flestir verið
búnir að reikna út upphæð tíundar samkvæmt
þeim leiðbeiningum sem gefnar voru í tíund-
arlögunum. Viðmiðunarreglan var sú að sá
sem átti 600 álnir vaðmáls skuldlausar (fimm
kúgildi) skyldi gefa sex álnir (það er 1 %) í tí-
und.
Auk eiðtökunnar áttu hreppsmennirnir
fimm að skipta tíund bænda í fjóra hluta, milli
biskups, sóknarkirkju, presta og þurfamanna,
og segja til um hver ætti að taka við hverjum
þeirra. Tíund, sem var minni en sex álnir vað-
máls, var þó ekki skipt heldur rann hún öll á
einn stað, til fátækra. Flestum hlaut að vera
kunnugt um hver væri viðtakandi kirkju- og
preststíundar því að biskup hafði þegar
ákveðið tíundarumdæmi hverrar kirkju og
þess prests sem þar þjónaði. En um þurfa-
mannatíundina gegndi öðru máli. Hún fór
ýmist beint til fátækra, sem reyndu að hokra
að búi sínu, eða var greidd til bænda, sem
höfðu hreppsómaga tímabundið á framfærslu
sinni. Hreppsmennirnir fimm áttu sérhvert
haust að jafna tíundinni réttvíslega niður á
þurfamenn og húsbændur þeirra.10
í kristinna laga þætti Grágásar var ákvæði
um að biskup skyldi segja að kirkjusóknum
hver ætti að taka við fjórðungi hans.11 Fljót-
lega mun hafa komist á sú venja að kirkju-
bóndi eða sóknarprestur tæki við biskupstí-
und ásamt kirkju- og preststíund. í skipan frá
Árna biskupi Porlákssyni (1269-98) var mælt
svo fyrir að hver prestur skyldi hafa vitneskju
um upphæð biskupstíundar og halda henni
aðgreindri frá kirkjutíundinni. Jafnframt átti
prestur að fylgjast með því frá ári til árs
hversu mikið var greitt í biskupstíund hverju
sinni í þingunum (prestaköllum) og láta bisk-
up vita þegar hann ætti þar leið um.12 í ann-
arri skipan, frá 1396, kemur fram að kirkju-
bóndi og prestur áttu síðan að afhenda pró-
fasti tíundina eða öðrum þeim sem til þess var
skipaður í umboði biskups.13 Með þessu ná-
kvæma eftirlitskerfi gat biskup bæði haft góða
yfirsýn um tíundartekjur sínar og um leið
gengið úr skugga um hvort hann hefði fengið
þær að fullu greiddar.
Hver skattskyldur hreppsbúi bar ábyrgð á
því að tíund hans kæmist til skila. Hann vissi
einnig að gjaldmiðill tíundar var mismunandi
eftir þörfum viðtakanda: Tíund þurfamanna
átti að vera í vaðmálum eða vararfeldum, ull
eða gærum, mat eða kvikfé, öðru en hrossum.
Biskup skyldi fá vaðmál eða vararfeldi, lamb-
gærur, gull eða brennt silfur. Prestum var ætl-
uð sams konar greiðsla og biskupi, en til
kirkjuþurfta skyldi gjalda í vaxi eða viði, í
reykelsi, tjöru eða nýjum léreftum. Heimilt
var þó að greiða kirkjutíund einvörðungu í
vaðmálum. Með vaxandi sjávarútvegi á 14.
öld varð fiskur löglegur gjaldmiðill og þeim
mun eftirsóttari sem hann hækkaði í verði í
hlutfalli við landbúnaðarvörur. í Vestmanna-
eyjum komst á sú regla þegar á síðasta fjórð-
ungi 13. aldar að greiða tíunda hvern fisk í
prests- og kirkjutíund. Pað mun líklega hafa
gerst að norskri fyrirmynd því að um líkt leyti
(31. júlí 1280) gaf Árni biskup Porláksson
klaustri heilags Mikjáls í Björgvin eyjarnar.14
Fljótlega eftir að haustsamkomunni lauk
fóru bændur eða vinnumenn þeirra af stað
með þurfamannatíundina og komu henni til
58