Ný saga - 01.01.1997, Page 61

Ný saga - 01.01.1997, Page 61
Guði til þægðar eða höfðingjum í hag? skila í síðasta lagi á Marteinsmessu (11. nóv- ember). Hinar tíundirnar þrjár mátti afhenda síðar og þá með þeim formlega hætti sem lög mæltu fyrir um: „Sá er tíund skal leysa af hendi, hann skal gjalda þar í túni fyrir karl- durum [aðaldyrum á skála] á kirkjubænum hinn fimmta dag viku er fjórar vikur eru af sumri.“15 Þá var lokið reikningsskilum við guð og þjóna hans fram að næstu misserum. Sérkenni íslenskrar tíundar Tíundin íslenska var ekki að öllu leyti í sam- ræmi við kirkjulög. Venja var að skipta tíund- arskyldum tekjum í þrennt. Fyrst kom „stóra tíund“ sem svo nefndist, en hún var greidd af ávexti jarðar eins og korni og heyfeng og einnig hvers kyns rjáaldinum. í öðru lagi voru óbein verðmæti jarðar, það er kvikfé og af- urðir þess (mjólk, ostur, ull o.s.frv.). Síðust kom sú tíund sem krafist var af iðju manna og athafnasemi eða launatekjum eins og nú væri eðlilegast að segja. Arðlausir hlutir og villt dýr voru ekki tíundarskyld.16 Hér á landi voru allar eignir taldar fram til skatts, meira að segja hvalreki, þó að ekki ætti aðra skepnu til líundar að telja en þá „er gengur undir hirðis- stafinn“.17 En þar fóru íslendingar að dæmi Norðmanna og gátu, ef svo bar undir, vísað í kristinrétt sjálfs erkibiskups, Jóns rauða, sem krafðist tíundar af hvölum, selum og „alls konar fiskatíund“.18 Annað sérkenni íslensku tíundarinnar hef- ur áður verið nefnt: Hún var, að minnsta kosti að formi til, eignaskattur. Þess vegna þurfti að meta allar jarðeignir í landinu í kjölfar líund- arlaganna, og mun dýrleiki flestra jarða hafa haldisl lítið breyttur öldum saman þótt ekki væri hann alltaf í samræmi við raunvirði þeirra.19 Engar traustar heimildir eru til um hvernig jarðir voru metnar í öndverðu. Þegar Páll Vídalín var að taka saman matsreglur við upphaf jarðabókarverksins snemma á 18. öld, miðaði hann við að dýrleikinn færi eftir fóð- urgildi jarðar og þeim verðmætum sem hlunnindi hennar gæfu af sér í meðalári. Matsverðið skyldi þannig vera ákveðið hlut- fall af afrakstri eignarinnar.2" Ef svipuðum reglum var fylgt á öldum áður, má segja að eignatíundin hafi ekki verið annað en óbeinn tekjuskattur. Hún hafði aukinheldur mikil- vægan kost. Afrakstur búsins gat verið sveiflukenndur eftir árferði og af öðrum ástæðum sem ekki voru í mannlegu valdi. En eignin var fastari stærð, og með því að miða við hana var unnt að jafna út slíkar sveiflur og tryggja það að kirkjur og prestar, biskupar og þurfamenn fengju nokkurn veginn vísan eyri í tíund ár hvert. Utfærsla tíundarinnar hér á landi var ann- ars varla nokkuð til að amast við. Heilagur Tómas frá Akvínó, einn af höfuðspekingum kirkjunnar, bað viðmælendur sína að minnast þess að mestu varðaði tilgangur tíundarinnar og sagði ekkert athugavert við það þótt hún væri sniðin eftir aðstæðum í hverju landi. Þar skyldi aðeins varast að gjalda guði ránsfeng, okurfé og aðra illa fengna hluti.21 En þetta var einmitt það sem Islendingar voru sakaðir um. Á alþingi sumarið 1281 reyndi fulltrúi kon- ungs, herra Loðinn, að fá þingheim til að samþykkja nýja lögbók en mætti harðri and- spyrnu Árna biskups Þorlákssonar og fleiri landsmanna. Þá hélt Loðinn ræðu þar sem hann sagði meðal annars: En hvað má hærra okur vera en tíundar- Mynd 3. Skálholtsstaður. 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.