Ný saga - 01.01.1997, Page 80

Ný saga - 01.01.1997, Page 80
Jón Viðar Sigurðsson Við lestur Sturlunga sögu og annarra samtímasagna er ekki að sjá að konur, hvorki giftar né ógiftar, hafi mótmælt því að menn legðu þær í rekkju fremst að hugsa um sína eigin virðingu þegar hann gengst í málið. Geti hann unnið það eða leyst á þann veg að allir deiluaðilar uni vel við sitt þá eykst heiður hans. Jón var, eins og kunnugt er, valdamesti höfðingi síns tíma. Líkurnar á að hann hefði getað knúið þá Vatnsfirðinga til undirgefni í þessu máli voru ekki miklar. Vatnsfirðingar og Sturlungar voru væntanlega bandamenn, annars verður erfitt að skýra samvinnu þessara tveggja goðaætta í tengslum við ránið á Hallgerði og Valgerði. Jón hefði því orðið að berjast við tvo goða. I pólitískum átökum Sturlungaaldar, og reyndar allrar þjóðveldisaldar, heyrir það til undantekninga að konur afli sér stuðnings- manna meðal goða. Stjórnmál voru fyrst og fremst starf karla; hitt var svo annað mál hvort konur gætu haft áhrif á ákvarðanir þeirra.31 Þær konur sem gátu tekið beinan þátt í stjórnmálum tímabilsins voru oftast ekkjur. Jórunn auðga var „í þingi með“ Magnúsi Guðmundarsyni,32 og það sama er að segja um konur sem mynduðu vináttu- bönd; þær voru iðulega ekkjur. Hallgerður gat valið á milli þess að vera í ótryggu sambandi með Páli, sem hún virðist elska, eða búa með manni sínum, sem var bróðir goða, og njóta stuðnings Jóns Lofts- sonar, sem var valdamesti maður landsins. Valið var ekki erfitt. Hún valdi mann sinn og vináttu Jóns Loftssonar án tillits til tilfinninga sinna. Hallgerður er óskammfeilin og stekkur á milli manna eftir valdastöðu þeirra; hún er hálfgerður tækifærissinni sem notfærir sér fegurð sína og óvenjulega samningsaðstöðu til að verða sér úti um sérréttindi. Hún vill frekar vera í sambandi við goða en vera gil't bróður goða. Þegar hún þarf svo að velja á milli Páls og Jón Loftssonar er valið auðvelt, hún velur þann voldugri. Hallgerður hagar sér á sama hál.t og höfðingjar þjóðveldisaldar sem iðulega fórnuðu valdalitlum goða fyrir annan voldugri. Meðal goða landsins var tækifærisstefna dyggð. Frásögnin af Hallgerði leiðir hugann að sambandi hjóna í hjónaböndum sem stofnað var til að ráði feðra. Heimildir eru eins og við er að búast fáorðar um slík málefni. Af og til veita þær þó innsýn í samlíf hjóna. Yngvildur Þorgilsdóttir „varð ekki unnandi“ Halldóri eiginmanni sínum. Á meðan faðir hennar, goðinn Þorgils Oddason, lifði, var samband þeirra hjóna sæmilegt en eftir dauða hans „nýttu þau ekki af“.33 Svipaða sögu er að segja af hjónabandi Gissurar Þorvaldsson- ar og Ingibjargar Snorradóttur. Hjúskapur þeirra var „óhægr“ og var það mál manna að hún ylli meira en hann. „En þó voru ástir miklar af henni.“ Fór svo að þau skildu að lokum þrátt fyrir að feður þeirra reyndu að kaupa þau til „samþykkis“.34 Sturla Þórðar- son lýsir fyrsta hjónabandi föður síns á eftir- farandi hátt: Honum „bar eigi auðnu til al fella þvílíka ást til Helgu, sem vera átti, ok kom því svá, at skilnaðr þeira var gerr.“35 Að Sturla telur nauðsynlegt að undirstrika að ást- ir hafi ekki tekist á milli þeirra, og frásögnin af Gissuri og Ingibjörgu, bendir til þess að í mörgum slíkum hjónaböndum hafi það verið algengt. Jenny Jochens heldur því fram að stúlkur á íslandi á 12. og 13. öld hafi verið mönnum gefnar án þess að vera spurðar álits.36 Þessari fullyrðingu ber að taka með örlítilli varúð. Úlfheiður Gunnarsdóttir var „gift nauðig. En síðan lagði þokka á hana Ari Þorgeirsson ok átti viö henni börn fjögur."37 Að greint sé frá að Úlfheiður hafi verið gift nauðug bendir til þess að stúlkur hafi oft verið hafðar með í ráðum við makaval. Þær stúlkur sem giftar voru nauðugar gátu eignast elskhuga. Þegar höggva á Hákon Snorrason 1198 gengur erf- iðlega að finna mann til að vinna verkið. Loks býðst Sigurður grikkur lil þess. Þegar Hákon sér það segir hann: „Þat mynda ek ok helzt kjósa, því at frá þér em ek ómakligastr þeira manna, er hér eru. Ek tók við þér félausum, er þú komst út, ok veitta ek þér vist. En ek stóð þig þrisvar í hvílu hjá Guðrúnu, konu minni.“3# Foreldrar mismunuðu börnum sínum á þjóðveldisöld. Okkur er tamt að líta á sam- band foreldra og barna á miðöldum með aug- um samtímans. Feður og mæður hljóti að hafa elskað og stutt öll afkvæmi sín og börn for- eldra sína. Það hvarflar sjaldan að okkur að ást milli barna og foreldra er ekki erfðafræði- legur eiginleiki heldur er hún samfélagslega skilyrt. Því finnst okkur skjóta skökku við 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.