Ný saga - 01.01.1997, Page 81

Ný saga - 01.01.1997, Page 81
s Konur og kvennarán á Islandi á 12. og 13. öld þegar sögurnar greina frá að foreldrar hafi metið böm sín mismikið. Börn voru metin að verðleikum og þau börn sem efnilegust voru talin urðu aðnjótandi ástar og virðingar for- eldra sinna og frænda. Egill Skalla-Grímsson „unni“ Böðvari, elsta syni sínum „mikit“, en Þorsteini, yngsta syni sínum „lítit; Þorsteinn var ok ekki við hann ástúðigr, en þau Ásgerðr [móðir Þorsteins] og Þorsteinn unnusk mikit.“39 Þetta viðhorf kom einnig fram við giftingar. Sturla Þórðarson segir að Þuríður Gissurardóttir unni Halldóru dóttur sinni meira en Álfheiði, og að hún myndi gefa Halldóru manni sem væri hennar verður. Álfheiði aftur á móti ætlaði hún að gifta manni sem gat séð sæmilega fyrir henni.40 Því er ekki úr vegi að álykta að þau börn sem voru í uppáhaldi foreldra sinna hafi gjarn- an verið höfð með í ráðum þegar þau voru gift. Við lestur Sturlunga sögu og annarra sam- tímasagna er ekki að sjá að konur, hvorki gift- ar né ógiftar, hafi mótmælt því að menn legðu þær í rekkju. í Porgils sögu og Hafliða er greint frá hefndaraðgerðum Más Bergþórs- sonar og Hrafns Finngerðarsonar gegn Hneiti í Árvík. Þær voru að Már skyldi leggjast „með dóttur bónda, en Hrafn með húsfreyju hans.“41 Það kemur engum á óvart að Hneiti mislíkaði þetta, en hvers vegna er ekki greint frá viðbrögðum kvennanna? Möguleg ástæða er að sagnaritarinn hafi ekki talið viðbrögð þeirra nægilega áhugaverð til að vera skráð á spjöld sögunnar. Einnig er hugsanlegt að sú regla hafi ríkt að konur ættu ekki að segja nei við slikri ágengni, það væri hlutverk eigin- manna þeirra, feðra eða frænda að gæta þeirra. Það er athyglisvert við þessar frásagnir, og aðrar frásagnir Sturlunga sögu sem fjalla um kynlíf forfeðra og formæðra okkar, að hug- takið nauðgun er ekki notað, þó svo að sam- kvæmt okkar mati hafi óhjákvæmilega verið um nauðgun að ræða. Þetta leiðir okkur að spurningunni hvort konur hafi haft æru í samfélagi þjóðveldisald- ar? Preben M. Sprensen telur í hinni miklu rannsókn sinni Fortœlling og œre að svo sé ekki. Þær hafi einungis haft sömu æru og feð- ur þeirra og eiginmenn.42 í nýlegri magisters- ritgerð frá sagnfræðistofnun Björgvinjarhá- skóla andmælir Anne Karin Moberg þessari skoðun og telur að konur hafi haft eigin æru. Helstu rök hennar eru þau að ef konur endur- spegluðu einungis æru feðra sinna og eigin- manna þá hafi persónulegir eiginleikar þeirra ekki skipt máli við hjónabandsstofnun, og að lýsingar á eiginleikum þeirra hefðu verið óþarfar í sögunum.43 Flestar þeirra frásagna sem fjallað er um hér styðja skoðun Prebens; það er ekki að sjá að brottnám kvennanna hafi verið smánarblettur á æru þeirra, heldur eiginmanna þeirra og frænda. Það er einungis í frásögninni af fylgikonunni Þórunni að talað er um að gera konu „svívirðing“. Þannig að líklega hafa þær ekki verið alveg ærulausar. Niðurstöður I pólitískum átökum 12. og 13. aldar notuðu goðarnir kvennarán til að niðurlægja and- stæðinga sína og ögra þeim. Konurnar urðu, eins og bæði fyrr og síðar, fórnarlömb í stríðs- leikjum karla. Þó að hinn pólitíski undirtónn ránanna hafi verið sterkur þá var hann af og til blandaður ást. Hugsanlega tíðkuðust kvennarán eingöngu á þjóðveldisöld. Heim- ildir eru að minnsta kosti engar um slíka at- burði eftir að ísland komst undir Noregskon- ung. Eðli hinna pólitísku átaka breyttist þá til muna og þau voru á engan hátt jafn blóðug og hörð og áður. Að auki urðu íslenskir höfð- ingjar embættismenn konungs og urðu að lúta þeim reglum sem hann setti. Annars er full þörf á ítarlegri rannsókn á kynlffi lorfeðra okkar og þar er af mörgu gómsætu að taka, til að mynda skriftaboðum Þorláks biskups: Firir þad skal minzst bioda. þess er j losta- seme er misgerl ath uakanda mannj. ef hann saurgaz af blijdlæti uith kono. Meira ef madr saurgaz af hondum sijnum sialfs. Meira ef madr saurgaz af trie borodo. mest ef madr saurgaz af annars karlmanz hond- um. Firir þessa hluti skal bioda knebediafoll ok bænahalld um langafosto. ok nockut af gagnfostum.44 I pólitískum átökum 12. og 13. aldar notuðu goðarnir kvennarán til að niðurlægja andstæðinga sína og ögra þeim 79
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.