Birtingur - 01.01.1959, Page 43

Birtingur - 01.01.1959, Page 43
eru þau sömu. Ádeilan á smáborgarann sem á glæp sinn í lífsviðhorfi sínu, háðið og fyndnin — allt er þetta á bak og burt, og í staðinn komið andlaust hálfamerískt „show“. Meira að segja ljótt og kauðalegt „show“, vegna þess hvað sviðið í Iðnó er þröngt. Þýðingin er þannig, að maður kennir í brjósti um leikarana fyrir að vera ginntir til að fara með þennan béfaða þvætting í þeirri trú, að hann sé eftir Brecht. Hér skulu tekin nokkur dæmi úr söngvunum: Morgunsálmur Peachums er þannig í þýðingunni: Nú vaknarðu, volaða guðsmynd, veltist í spillingarfenið, því þú sem varst borinn í blóðsynd burðast með andlega slenið. Þú selur liann bróður þinn, bófi, og býður þeim maka þinn, ræfill, en guðdómsins grimmd trúðu í hófi, því gálginn á dómsdeg'i er svæfill. Þetta er á frummálinu: Wach auf, du verrotteter Christ! Mach dich an dein siindiges Leben! Zeig, was fur ein Schurke du bist Der Hen wird es dir dann schon geben. Verkauf deinen Bruder, du Schuft! Verschacher dein Ehweib, du Wicht! Der Herrgott, fur dich ist er Luft? Er zeigt dir’s beim Jungsten Gericht! Það þarf glöggt auga til að sjá þarna einhvern borinn í blóðsynd, gálga sem er svæfill og þá grimmd guðdómsins sem trúa beri í hófi — allt á einu bretti! Og hvað þýðir annars „blóðsynd“? Á það kannski að vera sama og blóðskömm? I söngnum Sjóræningja-Jenný hefur það kraftaverk tekizt, eitt af mörg- um, að breyta ósköp venjulegum múrveggjum í semitískan kynþátt: „Denn die Mauern werden fallen hin“ verður í þýðingunni „því að márar marséra á land“. Auf den Kanonen Soldaten wohnen Vom Cap bis Couch Behar. Birtingur 41

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.