Ritmennt - 01.01.2005, Page 11
RITMENNT 10 (2005) 7-8
Inngangsorð
Þessu hefti af Ritmennt, hinu tíunda í röðinni, þykir rétt að
fylgja úr hlaði á sama hátt og fyrri árgöngum með því að
gera örstutta grein fyrir efninu. Hefur enn eins og áður verið
reynt að fylgja þeirri stefnu, er mótuð var í upphafi, að birta sem
fjölbreytilegastar greinar, jafnframt því sem lögð er áhersla á efni
sem er á einhvern hátt tengt varðveislusviði Landsbókasafns.
Að þessu sinni er fyrsta grein Ritmenntar helguð viðhorfum
Hannesar Hafstein til jafnréttismála, bæði kvenna og karla. Var
hann sá maður sem hvað harðast gekk fram í að bæta stöðu
kvenna, meðal annars á Alþingi um og eftir aldamótin 1900. Er
hér varpað ljósi á þessi mál með sýn til komandi tíma.
Himnabréf eiga sér langa sögu meðal kristinna manna, en þó
munu ekki hafa fundist merki þeirra hér á landi fyrr en á síðari
hluta 17. aldar. Sú grein sem nú birtist er ítarleg umfjöllun um
þetta efni auk þess sem athyglinni er beint að nágrannaþjóðum,
einkum Dönum. Eitt þessara bréfa er tengt ættarsögu greinarhöf-
undar, og er það lagt til grundvallar þessum skrifum.
Halldór Laxness ritaði afmæliskveðjur til tveggja pólitískra
samherja, Kristins E. Andréssonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Hér
er gerð tilraun til að greina myndmálið í þeim og til samanburð-
ar er rýnt í líkingamálið í afmælislcveðju Brynjólfs Bjarnasonar
til Jóhannesar skálds úr Kötlum.
I grein um Sneglu-Halla þátt, íslenslta 13. aldar frásögn, er
fjallað um ýmis hlutvcrk munnsins. Hér er sýnt hvernig þessi
mörgu hlutverlc lians varpa ljósi á norska hirðsamfélagið sem
lýst er í frásögninni og sjálfsmynd og stöðu Halla sem hirð-
manns, íslendings og skálds.
Jalcob Jónsson frá ísólfsstöðum, sem uppi var á 18. öld, var þá
allþeldct slcáld meðal alþýðu manna. Reynt lrefur verið að graf-
ast fyrir um uppruna og æviferil Jalcobs, en heimildir um livort
tveggja eru mjög talcmarlcaðar. Þá er einnig birt slcrá yfir eignir
lrans, þar á meðal er ítarleg slcrá yfir bólcaeign lians.
Umfjöllunarefni næstu greinar eru nolclcur bréf Gríms Jóns-
sonar Tlrorlcelin leyndarslcjalavarðar, sem varðveitt eru í Bene-