Ritmennt - 01.01.2005, Page 14
AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR
RITMENNT
Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem
ung stúlka.
Við sem búum við vel upplýst og hlý húsakynni og erum
sífellt í góðu sambandi við alla heimsbyggðina eigum erfitt með
að gera okkur í hugarlund hvernig umhorfs var hér á landi í upp-
hafi heimastjórnaráranna. Þá var til dæmis ekki hægt að hafa
samband við aðra nema gera sér ferð á staðinn. Væri viðmæland-
inn ekki innan seilingar mátti senda bréf í margra daga, jafnvel
mánaða ferðalag - og bíða síðan eftir svari með næsta skipi. Nú
þurfa slík samskipti ekki að taka meira af tíma manns en mín-
útubrot.
Þegar þetta er haft í huga er þeim mun merkilegra hvað
Islendingum tókst að fylgjast vel með erlendum hræringum, og
hvernig þeim tókst að skipa sér á bekk með öðrum þjóðum í
öflun þess sem við köllum nú mannréttindi. Sumar stjórnlaga-
breytingar komu reyndar í kjölfar breytinga í Danmörku, og
aðrar hefðu hvort eð er sennilega komið fyrr eða síðar hingað
til lands. En þegar svipast er um í andlegum hugarheimi lands-
manna á þessum tíma vekur fjölhreytt hugmyndaflóra óneitan-
lega athygli í annars afar fábreyttu umhverfi. Nefna má stofnun
samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðsfélaga svo elcki sé minnst
á hugmyndir um kvenréttindi.
Þorsteinn Gylfason segir í inngangi sínum að ritinu Frelsið
eftir John Stuart Mill að „andlegar hræringar Norðurálfu ...
hafa lítt komið við sögu íslendinga nerna þá í yfirborðslegum og
frumstæðum myndum."3 Hann bætir reyndar við: „... enda óvíst
nema Islendingar megi vel við una." Má þá slcilja orð Þorsteins
sem svo að óvíst sé nema þessi þjóð komist vel af án andlegs
sambands við umheiminn. En hér er þó að minnsta lcosti ein
mikilvæg undantekning á. Kvenréttindabaráttan og kvenrétt-
indahreyfingin á íslandi spruttu af erlendum andlegum hræring-
um og höfðu mikil áhrif hér á landi. Og hvorlci var þessi andlega
hræring í yfirborðslegri né frumstæðri mynd. Fyrir þessari har-
áttu fór Bríet Bjarnhéðinsdóttir - og hún eignaðist bandamann í
Hannesi Hafstein. Lífshlaup þeirra voru að flestu leyti afar ólík
enda tækifærin ckki þau sömu. Saga þeirra á sér þó marga snerti-
fleti og verða nokkrir þeirra dregnir fram hér.
Hannes Hafstein fæddist árið 1861 á Möðruvöllum í Hörgárdal,
3 Þorsteinn Gylfason, „Inngangur", fohn Stuart Mill, Frelsiö, bls. 26.
10