Ritmennt - 01.01.2005, Síða 26
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
Upphafsstafir („G. O."] framan á himnabréfinu.
Stefán Karlsson álítur upphafsstafina
framan á bréfinu vera G. O. Vinstra megin
við O-ið er eins og lítill hnúóur, sem gæti
virzt eins og hluti af skrauti, sem hafi
máðst að mestu burt. Ef ekki, mætti ef til
vill hugsa sér það sem kommu fyrir fram-
an O, og þá er kominn stafurinn Ó. Gætu
það hugsanlega verið upphafsstafir í nafni
ömmu minnar, Guórúnar Ólafsdóttur. Um
það verður auðvitað ekkert fullyrt.
Himnabréfið er ritað á góðan pappír, og
blekið hefur haldið sér mjög vel. Framan á
því er teiknaður örmjór rammi í grænum
og rauðum lit. Síðan eru efst tveir upphafs-
stafir, sem þegar hefur verið rætt um. A
noklcrum stöðum eru stafir og jafnvel orð
ógreinileg í bréfinu. Stafar það m. a. af
litmyndum, sem eru í bréfinu. Hefur litur
þannig borizt á blaðsíðu á móti eða jafn-
vel drepið í gegnum pappírinn. Gerir þetta
suma staði torlesna.
Svo vel vill til, að í Stofnun Árna Magnús-
sonar í Reylcjavík eru nolckur handskrifuð
eintök af himnabréfi frá ýmsum tímum.
Hið elzta frá tíma Árna Magnússonar um
1700. Við athugun á bréfum þessum kom í
ljós, að eitt þeirra, í AM 969 4to, sem ritað
er af Guðmundi Sigurðssyni í Gaulverjabæ
í Flóa 1849, er næstum sami texti og er á
Hb. Hefur hann því notað nær samhljóða
texta og notaður var við ritun Hb. Með sam-
anburði við þetta handrit tókst að ráða fram
úr öllum vandlesnum stöðum í Hb.
Með gjöf ömmu minnar til mín hefur
varðveitzt mjög fallegt eintakt af hinu fræga
himnabréfi. Hef ég ekki fundið í söfnum
hérlendis annað bréf, sem jafnast á við það.
Þá er og rétt að geta þess, að þau himnabréf,
sem ég hef séð, eru ekki brotin saman eins
og Hb. Bendir það til þess, aö þau hafi flcst
verið látin hanga uppi á vegg, svo sem mun
hafa verið venja víða erlendis, eins og síðar
verður vikið að.
Eklcert er vitað um ritara himnabréfsins.
Hér birtist svo orðréttur og stafréttur
texti himnabréfs Guðrúnar Ólafsdóttur frá
Eystri-Lyngum í Meðallandi:
Útskrift af
því briefi sem af Himnum var ofan sendt firer
mikael Eingil í Þýskalandi.
í einum stað í Þýskalandi haangir eitt Brief,
enn hvará það haangir veit einginn maóur, það
22