Ritmennt - 01.01.2005, Side 28
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
Riðu sótt faa, og aldrei falsklega aakiærður
verða, af neinumm manni, og Alldrei raanglega
dæmdur af neinumm dómara Einginn maður
skal vondt hugar far til hanns hafa; Hann skal
Alldrei firerfarast i neinumm haaskasemdum
ef hann Truuir og Treistir Gvuðs miskunsemi,
Hvor suu qvinna sem aa Gólfi liggur aa sinumm
Barns fæðingar Tíjma og ber þessar Líjnur aa sier
skal skiótt viðskilia verða við sitt fóstur, og með
riettri skopun i heiminn fæða, enn móðurenn
fær þar með hægt Andlaat og það firer krapt
þessara nafna, sem hier eptir filgiandi standa,
krossfesti JESÚ! kom þuu hier, kalla eg aa þig til
hiaalpar, so diofullenn með dapurt mein, vike i
Burt firer þessa grein Sie Gvuð! með oss Amen!
Saarenn JESÚ! upplíjse mitt hiarta, en víjke Burt
Sathan i JESÚ nafni Amen!
Bænin Sialf
JESÚS Christur er eitt orugt vige, JESÚS Christur!
yfir geingur hvorn stað, JESÚS Christur! yfirgaai
hvort vatn, JESÚS Christur herbergi mig i dag,
JESÚS Christur! sie með mier, firer mier og
eptir mier, og hvar sem saa leiði diofull og
Andskoti sier mig, flýe hann fraa mier i JESU
nafni, JESÚ Christi fæli fraa mier alla ólujcku].
JESU Christi vel signi mig i dag, JESÚ Christi!
verndi mitt krossmark, JESÚ Christi krossmark
giori alla krossa so sem vígða firer mig, JESÚS
Christur! gieclt graatandi millum þeirra sem
hann krossfestu, JESÚ Christi saa hinn kross-
festi og Blessaði Gvuð og hiartans Elskuleigi
sonur, sem á krossenumm dó, hann frelse mitt
Líjf fraa ollu íjllu i nafni foðurs og Sonar og Anda
Heilags Amen!
Bæn Karlamagnúsar keíjsara!
Karlamagnús bar þessa Bæn aa Sier, og þetta Blað
skilldu sem flestir eiga, hvor sem þetta Blað aa
Sier Ber, skal fríjast fraa ollumm hanns óvin-
umm, sýnilegum og ósýnilegumm, fraa Elldi. og
Vatni og reiðarslægi. firer himneskumm. Elldi,
firer draugumm, illumm og vondumm Svefni.
firir þiófumm og morðingiumm og óhreinumm
ondumm og hann skal Alldrei deíja firer utan
riett skrifta maal og meðtekningu JESÚ Christi
Líjkama og Blóðs, hann skal Alldrei falsklega
aaklagaður verða af neinumm manni, og Alldrei
raanglega dæmdur af nockrumm domara, og
einginn maður skal vondt hugar far til hanns
hafa, hann skal alldrei firer farast i nockrumm
háskasemdum, og hvor suu daandes qvinna sem
aa Gólf legst og ber þetta blað aa sier, skal sldótt
viðskilia verða við sitt fóstur, og það firer krapt
þessara Nafna Vors Drottins JESÚ og Heilags
Anda krossfesti JESÚS kom þuu hier, kalla eg aa
þig til hiaalpar; so diofullenn með dapurt mein,
dragist i Burt firer þessa Grein, Gvuð! sie með
oss Amen! Sonur Gvuðs uppliúkest móti Sathan
Amen! i JESÚ nafni Amen!
Bænen Siaalf
JESÚS Christur! er eitt dásamlegt Teilcn, JESÚS
Christur yfir gaai hvort vatn, JESÚS Christur!
heilbrigði mig i dag; JESÚS Christur! sie með
mier firer mier, og Eptir mier, og hvar sem saa
leiði diofull og Andskoti sier mig, flíje hann
fraa mier, i vors Herra JESÚ! naaðar nafni, JESÚ
Christi krossmark verði mier að krossmarki
með JESÚ Christi krossmarki giori eg alla helga
krossa, sem útvegaði JESÚS Christur! þaa hann
gieclt graatandi millumm þeirra sem hann kross-
festu, JESUS Christur Saa Lifandi Guðs son sem
á krossenumm dó. Hann verndi mitt Lijf fraa
allre ólucku i nafni foðurs og sonar og Heilags
Anda Amen! Faðir vor þú sem ert aa Himnum!
Helgist þitt nafn! Tilkomi þitt ríjke! Sæll er
saa maður sem setur síjna von til Gvuðs! saa
skal hólpen verða, ei skal hann Braaðqvaddur
verða ef hann ber þessar linur aa sier Sæll er saa
maður sem Gvuði treistir og Truuir staðfastlega
af hiarta Amen. Ó JESÚ! Eðla líjf, ógn dauðans
Burtu dríjf, þaa að fer dauðans kíjf, orugg mier
vertu hlíjf O JESÚ! mæddra megn, meistari að
hiaalpa giegn, Sorgana rek Burt regn, i reiði mier
ei Hegn. Amen!
Þessi Christi kross er vorn og veria innvortis
og útvortis við ollum Galldri, misjíningumm,
Hræðslu og Hiartaslætti og Samviskuveiki, Hann
er góður i haasltasemdum bæði til Lands og
Vatns, sie hann Borinn sier aa Briósti milli fata
hvor saa maður sem hann E<l)skar af alúð verð-
24