Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 36
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
borið þessa bæn á sér sér til verndar fyrir
allri vá og þetta blað skyldu sem flestir eiga
og bera á sér.
Á eftir fer kafli sem nefnist Bænin sjálf,
og er enn bænarákall til Jesú Krists og til
muna kröftugra ákall en í fyrri bæninni.
Minnir hún víða í orðalagi sínu á sjálft
Faðirvorið okkar.
Þá er í Hb krossmynd í grænum, rauðum
og svörtum lit. Hún er einnig í nolclcrum
öðrum bréfum, en ólituð. Undir krossinum
er texti, þar sem fram kemur, að hann er
vörn og verja fyrir þann, sem ber hann á sér.
„Hann er góður í háskasemdum, bæði til
lands og vatns, sé hann borinn sér á brjósti
milli fata." Enn fremur er telcið fram, að
hver sá, sem krossinn elski af alúð, verði
var við dauða sinn, áður en hann kemur. Þá
kemur hér merkileg athugasemd, sem svo
hljóðar: „Þvílíkan rúðukross hafði og brúk-
aði sér til trúarstyrkingar í mörgum mann-
raunum og háskasemdum Olafur kóngur
Tryggvason, Sæmundur fróði, Ari prestur
hinn fróði og langtum fleiri menn, sem vóru
af náttúrunni upplýstir í Andans gáfum,
hvörjir upp á þau héldu mest af sínum inn-
siglum og lcölluðu þau Instrumentum."
Enn kemur teikning, sem eru þrír svartir
hringar, hver utan um annan. Bréfið heldur
áfram undir þessari mynd. Er þar enn lögð
áherzla á áhrifamátt róðukrossins meðal
fornmanna. Því til sönnunar er tekið fram,
að Snorri Sturluson lögmaður, Sæmundur
fróði og fleiri hávitrir menn hafi haldið upp
á þessi skrif í alls konar mótlæti og borið
þau á brjósti sér „innlögðu pergamenti".
Vegna þessa féll þeim „til handa lukka,
heill og hamingja á sjó og landi". Hér er og
kallaður til Ari fróði, „að þetta háverðuga
innsigli sé öllum það þeim hjartanlega elska
og á það treysta óbrigðanlegt innsigli sálar
og líkama".
Engum getum skal að því leitt, hvenær
þessir kunnu „fornaldarmenn" voru tengd-
ir við himnabréfið, en ástæðan er auðsæ.
Nöfn þeirra hlutu að hafa áhrifamátt á þá,
sem bréfin báru á sér innanklæða og auka
trú manna á verndarmátt þeirra gegn öllum
hættum, sem yrðu á vegi þeirra. Þá hlaut
það og að hafa sín áhrif, að þessir rnenn báru
þau einnig við brjóst sér.
Ljóst er, að himnabréfið hefur þannig
verið heimfært upp á ákveðna, nafngreinda
menn fyrri alda og um leið fært til ákveðins
tíma. Er það ekki ósvipað því, sem gert var
við norrænu bréfin, þó að með öðrum hætti
væri gert.
Þá er eitt við himnabréf ömmu minn-
ar, sem ég hef hvergi séð annars staðar í
íslenzltu himnabréfi. Það er, hversu víða er
notuð rauð skrift við ákveðin orð. Virðist
það gert til áherzlu á því, sem tekið er
fram. Þessi aðferð gerir þetta himnabréf
sérstaklega áhugavert ásamt og með lituðu
myndunum, sem áður er sagt frá. Þótt elcki
sé nema vegna þessa atriðis við ritun Hb er
hér um milcinn kjörgrip að ræða að rnínum
dómi.
Um feril himnabréfsins
í þessum kafla verður reynt að athuga feril
himnabréfsins á Islandi eftir heimildum,
bæði prentuðum og óprentuðum. Jafnframt
verður hugað að því, hvort eða að hve milclu
leyti menn hafa lcynnt sér efni þess og þá
elclci sízt farið eftir boðslcap þess. Enda þótt
ég búist elcki við milclum árangri af þeirri
32