Ritmennt - 01.01.2005, Síða 42
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
Mynd af Vík í Mýrdal um aldamótin 1900.
bætti við: „nema andskotans ormarnir á
Kaldrananesi". Þessi ummæli bárust svo afa
mínum til eyrna, og mun honum að vonum
hafa þótt þau ómakleg.
Um haustið, þegar hann átti erindi í
kaupstað til Víkur, hitti Víkurbúinn hann
og spurði, hvort það yrði ekki óbreytt með
lcindurnar næsta vetur. Því svaraði afi stutt
og laggott: „Svo verður ekki, því að ég
hef ekki heyjað fyrir þeirn á sunnudegi".
Þannig laulc þeirra viðslciptum. Þessi saga
lýsir mjög vel afstöðu afa míns til sunnu-
dagsins og eins, hversu mjög honum hefur
sárnað ummælin um sig og fjölskylduna á
Kaldrananesi. En er þessi stefna elcki ein-
mitt í anda Himnabréfsins?
Ég hef leitað eftir því hjá frændfólki mínu
í föðurætt, hvort það hafi orðið vart við sér-
staka sunnudagshelgi hjá foreldrum sínum
og eins afa olckar og ömmu. Þar varð mér
noklcuð ágengt.
Einar Sverrisson, fyrrum bóndi á Kaldr-
ananesi, f. 1914, sonarsonur þeirra, ólst upp
með þeim og man þau því mjög vel og eins,
hvernig sunnudagshelgi og annað helgihald
var hjá þeim. Hann segir mér, að aldrei hafi
verið farið í heyskap á sunnudögum, þó að
glaðnað hafi til eftir langvarandi rosa og
rigningatíð. Segir hann, að þetta hafi svo
verið óbreytt, „þar til ég fór að syndga", eins
og hann orðaði það, „og fór að fara í heyskap
á sunnudegi". Hann segir, að Guðrún, föð-
ursystir okkar Einars, sem átti heima hjá
bróður sínum alla ævi (d. 1940), hafi hins
vegar talið sjálfsagt að nota flæsuna urn
helgi, ef rosi hafði verið í Mýrdalnum. Hann
segir, að faðir sinn, hafi þá tekið þetta upp
eftir systur sinni. Annars var hann fastheld-
inn á sunnudagshelgina, eins og foreldrar
þeirra voru.
Einar segir, að Dalabændur svonefndir,
þ.e. þeir sem bjuggu í Neðradal, Stóradal og
Breiðuhlíð, lrafi yfirleitt eklci heldur farið í
hey á sunnudögum. Elcki þarf himnabréfið
að hafa haft áhrif á þá bændur, heldur má
vera, að almenn trú á sunnudagshelgi hafi
38