Ritmennt - 01.01.2005, Síða 50
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
í góðan stand. Sjölvur var hann sundingur
(?) og minntist, at eitt Himmalbræv hevði
hingið i Gomlustovu. - Tá ið hann visti
at langomma min, Oluvina Hendriksen, f.
Olsen (3.8.1861 - d. 1950), Skúgvi, var av
Skarvanesi spurði hann meg um, eg hevði
hoyrt um nokoð Himmalbræv. - Nú vildi so
væl til, at ommusystur min, sum var flutt
til Havnar ofta hevði vitjað inn til mommu
mina, nú var hon deyð, men maðurinn
Jákup Heinesen, ættaður úr Mikinesi. var
ofta inni á golvinum.
Jú tey hövdu Himmalbrævið, sum hevði
hingið Niðri í Búð í Skugvi.
Tað var gaman i að lána það. Eyðun fekk
so eitt eintak, sum nú hongur i Gomlustovu
og vit eitt. Upprunabrævið hevur einka-
sonurinn hjá Jakúp Heinesen, Hans Elias
Heinesen i Hovn."
Mér þykir sérstakur fengur í að hafa feng-
ið fregnir af þessum færeysku himnabréf-
um, sem eru nákvæmlega eins, og þá ekki
sízt vitneskju um það, að himnabréf hangir
enn uppi í húsi þar í eyjunum sem vernd-
argripur þess og þeirra, sem þar búa. Hins
vegar kemur ekki beinlínis fram í umsögn
Steinbjörns eða Jóhans Hendriks, að hve
milclu leyti frændur okkar í Færeyjum leggja
enn trúnað á himnabréfið. Þar sem himna-
bréf hangir upp í stofunni í Skarfanesi, virð-
ist samt ekki of djarft að álykta sem svo,
að þeir hafi enn einhverja trú á áhrifamætti
bréfsins.
Þá er ekki ólíklegt, að himnabréf séu
eða hafi ekki verið með öllu ókunn á
Hjaltlandseyjum og í Orkneyjum. Jóhan
Hendrik hefur haldið uppi spurnum fyrir
mig á Hjaltlandi um þess konar bréf, en án
árangurs. Um Orlcneyjar hef ég enn engar
heimildir.
Yel má vera, að himnabréf séu enn eitt-
hvað á ferðinni meðal fólks í ýmsum lönd-
um, en hér er bein sönnun þess fengin frá
Færeyjum. Þá má einnig minna á það, sem
Vejlager segir hér framar um trú á slík bréf
á Jótlandi árið 1931, þar sem beinlínis er
telcið fram, að sendandi bréfsins hafi bæði
afritað mörg slík bréf fyrir fólk og eins feng-
ið reynslu um áhrifamátt bréfsins. Aftur á
móti er ekki ósennilegt, að þeir hafi verið
margir í Danmörku, sem lögðu ekki trúnað
á boðskap bréfsins, og Vejlager ef til vill
þess vegna ekki viljað nafngreina heimild-
armann sinn.
Með hliðsjón af þeirri vitneskju, sem ég
hef fengið frá Færeyjum, er eiginlega óþarfi
að birta hér texta færeyska bréfsins, enda
er hann næstum samhljóða danska himna-
bréfinu frá Haderslev. Er næsta líklegt, að
önnur þau himnabréf, sem til hafa verið í
eyjunum, hafi verið á dönsku og sams lconar
að efni og orðavali. Virðist þess vegna vera
ljóst, að Færeyingar hafi sótt himnabréf sín
óbreytt beint til Danmerkur.
Rit Ólafs Davíðssonar um
himnabréf í tengslum við
galdrastafi í ritum á 17. öld
Ólafur Davíðsson, náttúrufræðingur og
þjóðháttasafnari, samdi á námsárum sínurn
í Kaupmannahöfn í lok 19. aldar mikið rit
um galdramál á íslandi, sem hann nefndi
Galdur og galdramál á íslandi og hlaut fyrir
verðlaun úr Gjafasjóði Jóns Sigurðssonar
árið 1901. Sjálft kom ritið hins vegar ekki
fyrir sjónir almennings fyrr en löngu síðar
46