Ritmennt - 01.01.2005, Page 52
JÓN AÐALSTEINN JÓNSSON
RITMENNT
engum vafa undirorpið, að það væri bezt
geymt í opinberu skjalasafni, svo að þeir,
sem vildu, gætu litið það þar augum. Og
ekki hefur það dregið úr þessum ásetningi
mínum við að kynnast ferli þessa dularfulla
bréfs.
Hins vegar hvarflaði jafnframt að mér,
að einhverjum gæti þótt áhugavert að sjá
himnabréfið á prenti. Þegar mér bauðst svo
sú ágæta lausn, að Hb fengi inni í Ritmennt
Landsbókasafnsins ákvað ég lolcs að setjast
niður og láta eitthvert greinarkorn fylgja
með. Alllengi hef ég verið að semja þessa
ritgerð, og allt of lengi hefur aðalefniviður
hennar, sjálft Hb, beðið þess að vera birtur.
Þetta hefur skýrt komið fram hér að fram-
an, svo að ekki er þörf að afsaka þann drátt
frekar.
Þegar ég fór alvarlega að hugleiða það að
koma himnabréfinu fyrir almenningssjónir,
komu ýmsar hugmyndir upp. Niðurstaðan
varð sú, svo sem áður hefur komið fram,
að birta bréfið orðrétt og stafrétt, eins og
hinn ókunni ritari þess gekk frá því á sinni
tíð. Þessu næst skyldu nokkur formálsorð
fylgja, sem segðu frá tilvist þess í höndum
mínum og eins um þann uppruna, sem mér
væri kunnur.
Sannleikurinn var lílca sá, að ég vissi
næsta lítið um himnabréf og efni þeirra.
Þetta varð til þess, aö ég fór að kynna
mér málið nánar. Þá kom margt forvitni-
legt fram, sem mér fannst ástæða til að
lcanna nánar og láta fylgja Hb, til dæmis
um sunnudagshelgi föðurfóllcs míns. Enda
þótt ég geti ekki staðfest það, finnst mér
eklci ólíklegt, að þá helgi megi að einhverju
leyti rekja til himnabréfsins og þess boð-
skapar, sem í því felst. Þó verður að hafa í
huga það, sem segir um sunnudagshelgi og
fleira í íslenskum þjóðháttum sr. Jónasar á
Hrafnagili.
Þar sem allmörg himnabréf hafa varð-
veitzt hér á landi, er tæplega of djarft að
álylcta, að þau hafi haft einhver áhrif víðar
um land en í Meðallandi og Mýrdal og eins
undir Eyjafjöllurn. Því miður hef ég ekki haft
tök á að afla mér vitneskju um þetta. Mér
þylcir ekki ólíklegt, að finna megi ýmsar
vísbendingar um himnabréf hér á landi á
víð og dreif í prentuðum sem óprentuðum
heimildum.
Enda þótt ýmislegt sé áreiðanlega enn
ósagt um þetta mjög svo dularfulla bréf,
sem himnabréfið er, vonast ég til þess, að
það, sem hér hefur verið ralcið eftir margs
lconar leiðum, sé allgóð viðbót við sjálft
himnabréf ömmu minnar frá Eystri-Lyngum
í Meðallandi.
Eftir að gengið var frá þessari grein til prent-
unar, hefur Ögmundur Helgason gefið út
á vegum Landsbólcasafns Galdiakver. Ráð
til varnar gegn illum öflum þessa og ann-
ars heims, Reylcjavílc 2004. Auðráðið er að
þetta lcver, sem fengið hefur safnmarlcið Lbs
143 8vo við slcráningu, er hið sama og Jón
Árnason vitnar til í Þjóðsagnasafni sínu,
eins og getið er um hér að framan, sem og
Ólafur Davíðsson liér í tiivitnaðri grein.
Slcýrist þá jafnframt hvers vegna sá síðar-
nefndi nefnir tillcomu bréfsins eftir miðja
17. öld, en það lcemur heim og saman við
umrætt lcver.
48