Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 60
GUNNAR HARÐARSON
RITMENNT
gamansömum tón upphafið að persónulegum kynnum þeirra
Halldórs og Kristins, og síðan feril og helstu afrek Kristins.
Halldór byrjar á því að segja að þeir hafi fyrst sést á dansskemmt-
un í Þýskalandi þrjátíu árum fyrr og maður spyr sig vitaskuld að
því hvort þeir hafi dansað saman, en það hefði varla þótt saga til
næsta bæjar í Berlín upp úr 1930. Að minnsta kosti byrjar sam-
band þeirra eins og maður gæti búist við að gott hjónaband hefði
byrjað. Síðan segir Halldór: „Kristinn var nýbalcaður meistari frá
reykjavíkurháskóla". Hvað meinar hann með því? Nýbakaður:
óreyndur, lcannslci svolítið bernslcur, lcannski líka vísun í heim-
ilisstörf kvenna og í brauðið, brauð lífsins, en jafnframt hefur
hann vald á einhverri þekkingu, því að hann er meistari, kannski
bakarameistari sem balcar brauð handa öðrum, lifibrauð? En
tölcum eftir því að háskólinn er með litlum staf, og með því
gefur próflaust skáldið til kynna ákveðna fyrirvara við hina háu
menntagráðu.
Eftir þetta relcur Halldór hvernig alda sósíalismans hafi
risið hátt meðal menntamanna í Evrópu og hvernig Kommún-
istaflokkurinn þýski hafi með dugnaði og skipulagningu látið
að sér kveða, m.a. í menningarstarfsemi og útgáfu. Tökum eftir
því að aldan er kvenkyns, flokkurinn karlkyns. Og Kristinn
hrífst ekki af öldunni, heldur flokknum, en það eru ekki hinar
vitsmunalegu dyggðir sem eru áréttaðar, heldur hinar órökvísu:
„Úngum og velvakandi mentamanni var næstum ógerlegt að
eiga viðdvöl í Þýskalandi á þeim tímum án þess að soga til sín
með lífsloftinu höfuðltenningar sósíalismans." Kristinn brýtur
ekki kenningarnar til mergjar af skarpri og karlmannlegri rölt-
hugsun, hann andar þeim að sér, hann fer hina kvenlegu leið
tilfinningarinnar, innsæisins, andans. Og þessi órökvísa hlið er
áréttuð í næstu setningu: „Róttæk vinstristefna var ekki slyppi-
feing í trúboðsstarfsemi sinni í þá daga." Þetta er trúboð, ekki
vísindi, rökleysa, elclci skilningur.
Halldór ber síðan saman hvernig hann og Kristinn hafi snúist
til fylgis við sósíalismann. Kristinn hafi á þessum árum snúist
„fast" eins og hann orðar það „til kennínga um byltíngasinnaðan
sósíalisma" en bætir svo við „sem þá voru efstar á baugi um álf-
una": þetta var sem sé tíska. Hið kvenlega innsæi Kristins fylgir
straumum tískunnar. En leið Halldórs sjálfs er önnur: „Mín
56