Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 61
RITMENNT
GADDHESTAR OG GULL í LÓFA
leið var að því leyti sérstök að amríkumenn höfðu leitt mig á
þánkabrautir sósíalismans, surnir viljandi, aðrir óviljandi." Leið
Halldórs liggur um braut „þánkans", um hugsunina, ekki um
hið kvenlega innsæi, heldur hina karlmannlegu dygð vitsins.
Og þarna smullu þeir saman: „Ég var nýkominn að vestan ...
þegar við Kristinn hittumst og fórurn að bera sarnan bækurnar."
Austrið og vestrið, konan og karlinn, tilfinningin og rökhugs-
unin: úr þessu varð heilt samband sem hefur enst að minnsta
kosti til sextugs.
Þar með er innganginum lokið og meginmálið hefst. í því er
Kristni lýst beint og í lengra máli, en hér verður aðeins drepið
niður á nokkrum stöðurn. Halldór byrjar þennan hluta á því
að gera sósíalismann og kommúnismann upp: „Sósíalismi í
Þýskalandi reyndist elcki traustur og lcommúnismi því ótraust-
ari. Viðburðarás heimsins fór sína leið þvert ofaní allar bækur."
En hafi hugsjónirnar brugðist, þá brást Kristinn ekki: hann
reyndist „traustur", ekki af því að hann héldi fast við „stirðan
rétttrúnað" á þeim forsendum að hann hafi verið „barnatrú"
hans (við sjáum aftur trúarstefið), heldur af því að „hann er í eðli
sínu hagsýnn maður sem lcann að laga sig eftir breyttum kríng-
umstæðum án þess að fórna ákveðnum grundvallaratriðum
lífsskoðunar sinnar". Kristinn er „hagsýnn", pralctískur, leysir
„brýn verkefni" í sósíölskum anda, er „forspralcki sósíalskrar
menníngarstarfsemi", „frumkvöðull" að stofnun bókaútgáfu, og
haráttumaður, ekki í hinni pólitísku baráttu eins og Brynjólfur
Bjarnason, heldur í menningarbaráttunni: hann rniðlar af gnótt
menningarinnar, fræðiritum og skáldskap, til fátækra. Þarna
sjáum við koma upp aftur svipaðar myndir og í afmæliskveðj-
unni til Brynjólfs: Baráttumanninn, nerna þessi baráttumaður
„barðist fyrir framgángi aliflestra þeirra höfunda af tveirn kyn-
slóðum sem hafa látið sín að góðu getið í landinu, síreiðubúinn
að veita þeim vernd og styrk". Mecenasinn, athafnamanninn og
jafnvel kaupmanninn, því að Kristinn á sér lílta sinn auð eins og
Brynjólfur þó að honum sé lýst með öðrum hætti og vísi frek-
ar til íslenskra fornhókmennta: „Hugur Kristins og hjarta var
mörgum úngum hugsjónamanni og bólcmentalegum framfara-
sinna gildastur sjóða". Og síðan kemur:
Kristinn E. Andrésson.
57