Ritmennt - 01.01.2005, Page 67
RITMENNT 10 (2005) 63-79
Ármann Jakobsson
Munnur slcáldsins
Um vanda þess og vegsemd að vera listrænn og
framgjarn Islendingur í útlöndum
Inngangur að líkamspartafræðum
Margir sem hafa velt fyrir sér eðli hugvís-
inda hafa lagt áherslu á að þau deili ekki
heiminum í parta heldur horfa á heild fyrir-
bæranna og skilja náttúru þeirra þannig.
Þetta getur einnig átt við mannslíkamann
sem mannleg hugsun metur gjarnan í heild
sinni en lætur læknum og leirskáldum eftir
að gera mikið úr einstaka hlutum hans.
En þó verður eltki undan því vikist að þeir
sem hafa reynt að fá skilning á eðli manns-
ins og heimsins hafa stundum hlutað hann
sundur í parta. Um það má sjá gott íslenskt
dæmi strax á 13. öld, þegar heimurinn er í
Snorra-Eddu sagður orðinn til úr jötninum
Ymi: Jörðin úr holdinu, björgin af Irein-
unurn, grjót og urðir úr jöxluni og beinurn
og sjórinn úr lilóði jötunsins.1 Þetta var í
góðu samræmi við hugmyndir sem þá voru
á sveimi um Evrópu þvera og endilanga um
samsvörun manns og heirns, þar sem litið
var á manninn sem eins lconar minniheim
(microcosmos).2
Af einhverjum ástæðum úir og grúir af
mikilvægum líkamshlutum í mörgum
helstu norrænu textum og sögum. Þar má
finna bein heilags Þorláks, tennur Slcarp-
héðins, hjarta Þorgeirs Hávarssonar, hið
týnda auga Óðins, glataða hönd Týs, mikið
og fagurt hár Hallgerðar og draugsleg augu
Gláms sem fylgja Gretti sterlca. Þessir lík-
amspartar virðast elclci aðeins slcipta máli
fyrir gang frásagnarinnar, heldur hafa að
minnsta lcosti sumir þeirra greinilega tálcn-
ræna aulcamerlcingu sem flytur alla söguna
á annað svið.3 Full þörf er á freltari íhugun
á þeim öllum, en hér verður numið stað-
1 Edda Snorra Sturlusonar. Finnur Jónsson gaf út.
Kaupmannahöfn 1931, bls. 14-15.
2 Hugmyndin um manninn sem minniheim var lærð
og kemur fram í ritum á borð við Elucidarius sem
þýddur var á norrænt mál á 12. öld [Þrjár þýðingar
lærðar frá miðöldum. Gunnar Harðarson ritstjóri.
Reykjavík 1989, hls. 54-56).
3 Eins og sjá má af þessum handahófskenndu dæmum
eru líkamshlutar misáberandi í miðaldatextum.
Augun eru vitaskuld mjög mikilvæg og á þeim
hefur Annette Lassen nýlega gert rækilega úttekt
(0jet og blindheden i norran litteratur og myto-
logi. Kaupmannahöfn 2003). Hendur hafa greinilega
einnig rnjög margþætt tákngildi og krefjast betri
athugunar og þannig mætti lengi telja.
63