Ritmennt - 01.01.2005, Síða 84
Birgir Þóröarson
RITMENNT 10 (2005) 80-111
Slcáldið sem
þjóðin gleymdi
Jalcob Jónsson á ísólfsstöðum
Eitt sinn þegar ritari þessa þáttar var
að fletta gulnuðum blöðum í
handritadeild Landsbókasafns, kom upp
í hendur hans bréfabók úr Eyjafirði, sem
líklega hefur verið skrifuð um og eftir miðja
nítjándu öld.1 í fremri hluta bókarinnar eru
afskriftir af opinberum bréfum yfirvalda,
en í síðari hlutann hefur verið fært inn
ýmislegt óskylt efni, þar á meðal rakst ég
á vísu sem ég kannaðist við frá yngri árum
og hafði þá stundum heyrt eldri menn í
Eyjafirði raula fyrir rnunni sér.
Vísa þessi - Framandi kom ég fyrst að
Grund - er 5. erindi af 35 í kvæðabállci,
sem í bréfabókinni er nefndur Gunnvarar
Sálmur og sagður kveðinn af Jakobi á
íshólsstöðum.
Ekki þelckti ritarinn þá til Jakobs þessa
á „Ishólsstöðum", og sama var að segja
um flesta þá sem spurðir voru. Við nánari
athugun kom í ljós að höfundur kvæða-
bálksins var Jakob Jónsson er síðast bjó á
Isólfsstöðum á Tjörnesi, fæddur 10. sept-
ember 1724,2 en dáinn 3. september 1791.
í föðurætt var Jakob kominn út af séra
Jósef Loftssyni (1605-83), sem var prestur
á Mosfelli í Mosfellssveit og á Ólafsvöllum
á Skeiðum. Foreldrar séra Jósefs voru séra
Loftur Skaftason, Loftssonar á Setbergi og
kona hans, Kristín, laundóttir Odds biskups
Einarssonar.
Séra Jósef var þríkvæntur og eignaðist
fjölda afkomenda. Launsonur hans með
Ingibjörgu Gísladóttur, skólaþjónustu í
Skálholti, var Jón Jósefsson. Kona Jóns var
Þórdís Þorvaldsdóttir, Rafnssonar prests í
Saurbæ, Þorvaldssonar, og Önnu Sigurðar-
dóttur.3 Þau Jón og Þórdís eignuðust dóttur,
sem sldrð var því sjaldgæfa nafni Elís. Elís
Jónsdóttir giftist Jóni Bjarnasyni, og bjuggu
þau í Hellisholtum í Hrunamannahreppi
1703, og var Jón þá hreppstjóri þar, en líldega
1 Handritasafn séra Benjamíns Kristjánssonar, í hand-
ritasafni Landsbókasafns.
2 Ekki er kunnugt um fæðingarstað Jakobs eða
aðsetur foreldra hans á þeim tíma.
3 Seinni maður I’órdísar Þorvaldsdóttur var sr. Gísli
Torfason £ Hlið í Eystri-Hrepp.
80