Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 86
BIRGIR ÞÓRÐARSON
RITMENNT
ísólfsstaðir á Tjörnesi.
fáeinar línur.6 Þar er hann nefndur skáld í
Valadal og á ísólfsstöðum, en hvorki eru
sögð deili á foreldrum hans né afkomendum.
í Ættum Austfirðinga7 er hann talinn bóndi
á Isólfsstöðum og í Ættum Þingeyinga8 er
hann sagður búa á Hallbjarnarstöðum, en
í báðum þessum síðar töldu ritum er hann
aðeins nefndur á nafn í sambandi við ættir
eiginkvennanna. Ekki er hægt að fullyrða að
gerð hafi verið tæmandi leit að umfjöllun
um Jakob í prentuðu máli, en þó hefur verið
reynt að skoða þær bækur sem líkindi þóttu
til að hefðu að geyma einhvern fróðleilc um
hann. Hann er til dæmis elcki nefndur í
Rithöfundatali Jóns Borgfirðings, og höfðu
þó verið gefin út á prenti kvæði eftir Jakob
allnokkru áður en Rithöfundatalið er prent-
að.9
Helst er eitthvað að finna um Jakob í
ættfræðihandritum, og hafa Ættatölubækur
Jóns Espólíns sýslumanns10 reynst þar
drýgstar. Hans er einnig getið í ættarskrám
Konráðs Vilhjálmssonar.* 11 Þá er hannnefndur
í slcýrslu sýslumanns í Þingeyjarsýslu um
jarðir, eigenda þeirra o.fl. 1754,12 og er þá
talinn ábúandi á Máná.
Enn er að finna í Þjóð-
slcjalasafni allmerkar
heimildir um Jakob. Er
það annars vegar skjal,
dagsett 2. maí 1789, sem
greinir frá manntalsþingi
í Húsavíkurhreppi,13
og kemur þar fram að
Jalcob Jónsson býr þá
á ísólfsstöðum og er
eigandi jarðarinnar sem
virt er á 20 hundruð.
Er hann þá með hærri
gjaldendum í hreppnum. Hin heimildin er
þó enn merkari, uppskrift af dánarbúi Jakobs
Jónssonar, dagsett 14. október 1791.14 Eru
þar taldar upp allar eigur dánarbúsins, þar
á meðal allmargar bækur, og er gerð grein
fyrir slciptingu eignanna milli ekkjunnar og
sonanna tveggja.
í Ættum Austfirðinga er nefnd systir
Jakobs Jónssonar, Sunneva að nafni.15 Gæti
hún verið sú systir, sem Jakob ávarpar í
erfiljóði sem varðveitt er í handritinu Lbs
6 Páll Eggert Ólason, íslenzkat æviskrár, III. bindi,
bls. 10, og V. bindi, bls. 549.
7 Einar Jónsson. Ættir Austfirðinga 7. bindi, bls.
1268.
8 Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson, Ættir
Þingeyinga IX. bindi, bls. 151.
9 Jón Borgfirðingur. Stutt rithöfundatal á íslandi
1400-1882.
10 ÍB 9-16 4to.
11 Ættarslcrár Konráðs Vilhjálmssonar eru varðveittar
á Héraðsskjalasafni Þingeyinga á Húsavík.
12 Þ. í. Landf. XXII, 3.
13 Þ. í. Þingeyjarsýsla. VIII, C. 1. b. Manntalsbók
1789.
14 Þ. í. Þingeyjarsýsla. XI, C. 1. Sldptabólc 1784-93.
15 Einar Jónsson. Ættir Austfirðinga 7. bindi, bls.
1268.
82