Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 102
BIRGIR ÞÓRÐARSON
RITMENNT
hinum er talan átta tugir, sem er að sjálf-
sögðu víðs fjarri þar sem íbúafjöldi landsins
náði ekki því marki fyrr en komið var fram
á tuttugustu öld.
Eins og áður er nefnt, er talsverður munur
á handritum hvað varðar röð og f jölda erinda,
og jafnframt virðist sem innihaldið hafi oft
brenglast verulega eftir að hafa geymst í
minni manna áður en það var fest á blað.
Sem dæmi eru hér tilfærð tvö erindi þar
sem upphafið er svipað, en að öðru leyti eru
þau gjörólík:
21. erindi í prentuðu gerðinni:
Annó Kristí áttahundruð,
að auk sjötíu og fjögur grunduð,
árin teljast áfram rétt.
Landnám þegar lýðir gistu,
á landi voru þeir allra fyrstu,
fengu byggð og bæi sett.
24. erindi í handritinu ÍB 656 8vo:
Annó Kristí ártals vegur,
áttahundruðsjötíuogfjögur,
sögur telja sannar þá.
Ingólfur hér festi fætur,
fyrstur byggði kappinn mætur,
landnámsmanna landi á.
Mörg fleiri dæmi má finna um ólíka geró
erinda, þótt óvíða sé munurinn eins mikill
og hér. Hugsanlega er ástæðan, auk glopp-
ótts minnis manna, að handrit hafi verið
ólæsileg á köflum og ort hafi verið í eyð-
urnar af þeim er slcrásettu.
í lokaerindi Aldaglaums má svo ráða í
nafn höfundar, Jakob, en þar vitnar hann
í Fyrstu Mósebók Biblíunnar, um glímu
Jakobs við Guð:
66. Heiti þess sem hróður gjörði,
hagar skár að fundið verði,
lýst skal því fyrir lýðum strax.
Eins og þess sem ört réð glíma
engil við um næturtíma
fram að morgni dýrum dags.
Islandsóður eður ísland forna og nýja
eða kvæði með langlokulagi, kveðið
(í harðindum litlu fyrir 18. aldarlokin)
af Jakob fónssyni bónda á
ísólfsstöðum á Tjörnesi
Ekki hefur ritari þáttarins fundið handrit
með þessu ltvæði Jaltobs, en það var eins og
áður segir prentað á Akureyri 1856. Þarna
er höfundur sem oftar að bera saman land-
kosti, árferði og mannlíf landnámsaldar og
þeirra harðindaára sem hann lifði. Hann
nefnir þó hvorlti persónur eða atburði að
þessu sinni. Kvæðið er rúmlega tvær síður
í kverinu.
Upphaf þess er þannig:
Undarlegt er ísland, orðið nú, svo góð storð,
í fyrstu víst sem var;
híngað nær á haflúng, héldu meður lónseld,
horskir höfðíngjar.
Af nógu ríkum Norveg, og norðurlöndum um
borð gengu gullskatar.
Sætur blærinn seglskaut sundur þandi að grund,
flýtti ferð um mar.
Og endirinn:
Inni verðum svo senn, sveltir - það er auðvelt
rétt sem melrakkar.
Nema Drottins náð fróm, nákvæm bjargi oss þá,
og mýlci mæðurnar.
Híngað til frá helspreng, húngurs geymdi börn
úng sín, á brjósti bar.
Öðlíng þeim sé ætíð æra, lof og dýrð skjær
um allar aldirnar.
98