Ritmennt - 01.01.2005, Blaðsíða 127
RITMENNT
FRÁ LEYNDARÁRUM LEYNDARSKJALAVARÐARINS
hlegið að afa hans vegna safnaraástríðunnar
sem féltk hann til að safna og halda til haga
hverju sem var, er snerti Island. En þetta
litla bréfasafn, sem hefði auðveldlega getað
týnst á Englandi, þar sem enginn vissi neitt
af Grími sem nokluu nam fyrr en mörgum
árum síðar er nú varðveitt í Benediktssafni.
Og þá voru það eingöngu sérfræðingar í
engilsaxneskum fræðum, sem heldur litu
hann hornauga, en hjá gamla brennivíns-
og ullarkaupmanninum á Smáragötu hefir
vitneskjan búið þar til einhver, sem áhuga
hefði á persónusögu íslendinga, rækist á
hana og reyndi að gera henni skil.17
Athugasemdir
[DNB merkir The Oxford Dictionary of National
Biography. 2. útg., Oxford 2003; DBL, C. F. Bricka:
Dansk Biografisk Leksikon. 2. útg., Kobenhavn
1933-44.]
Að loltum vil ég svo þakka eftirfarandi
fyrir mikla og góða hjálp meðan á samn-
ingu þessa greinar gekk: The Rt. Hon the
Earl of Buchan, Dr Clare Ripley, slcjala-
verði The Inner Temple, Mr Malcolm
Holmes, skjalaverði The Camden Borough
of London Archive, Mr Martin Killeen, fyrr-
um starfsbróður mínum við Birmingham
University Library, Dr Dorothy Johnston
og liði hennar við Eiríltssafn í Hallward
Library, Nottingham University og síðast
en ekki síst, Jölcli Sævarssyni og Emilíu
Sigmarsdóttur, sem gæta Benedilctssafns
sem bestu lífverðir.
17 Að lokum lcyfi cg mér að skilja eftir cina spurningu
ósvarað, því sannlega veit ég ekki hvar hægt er að
byrja leitina. Ferill blaðanna frá því að þau lcomust í
hendur móttakenda (og það er eitthvað slcrítið með
blöðin til Parkinsons) og þangað til Ellis seldi þau
Benedilct er algerlega hulinn. Það eina sem ég get
getið mér til er að Ellis hafi keypt þau eða fengið
þau frá einhverjum sem hreppti þau á uppboði
einhvers staðar á Bretlandi. Þessi tilgáta (og hún
er eklci meira en það sem stendur) er reist á því að
á nolckrum blöðum eru tölur ritaðar með blýanti
eins og siður er og var margra uppboðshaldara á
Bretlandi. Þætti mér vænt um að fá hjálp ef einhverj-
um dettur í hug betri leitarleið.
123