Ritmennt - 01.01.2005, Qupperneq 129
RITMENNT
KONRAD VON MAURER
ekkjunar árið 1912. í hátíðarriti í tilefni af hundrað ára afmæli
Landsbókasafns 1918 er meðal annars að finna eftirfarandi
frásögn í annál fyrir árið 1912:
Þetta ár barst landsbókaverði bréf frá frú Willy Heydweiller í Múnchen,
dóttur Konráðs próf. Maurers. Sagði hún í þvi lát móður sinnar og bað
um í nafni móður sinnar og barna hennar, að brjóstmynd þeirri (högg-
mynd) af K. Maurer, sem bréfinu fylgdi, yrði valinn heiðursstaður í
Landsbókasafninu eða Háskólanum. Varð það að samkomulagi milli
þáverandi háskólarektors, Guðmundar prófessors Magnússonar, og
landsbókavarðar, að myndin var látin ganga til safnsins. Prýðir nú þessi
ágæti íslandsvinur og merki vísindamaður lestrarsal íslands.3
Bréf dóttur Konrads Maurer til landsbólcavarðar, sem hér er vísað
til, hefur varðveist. Á lítið fallegt umslag með breiðri sorgarrönd
er ritað: „An den / Vorstand der Landesbibliotek / Reijkjavik.
/ Island." Á tvísamanbrotnu bréfsefni með sorgarrönd stendur
eftirfarandi texti:4
Munchen, Schraudolfstr 3/II Til forstöðumanns
hinn 18. nóvember 1912 Landsbókasafns
Reykjavílc
Elclcja Konrads Maurer kvaddi þennan heim eftir langvarandi veik-
indi hinn 1. nóvember. Að ósk hennar og barna hennar sendi ég yður
brjóstmynd af okkar elskulega föður, Konrad von Maurer. Við biðjurn
yður að finna henni virðulegan stað, hvort sem er á Landsbókasafni eða
í Háskóla íslands. Faðir okkar unni íslandi og íbúum þess af öllu hjarta
allt til dauðadags og sagði konu sinni og börnum oft og tíðum frá land-
inu. Okkur er lcært til þess að hugsa, að mynd hans verði í því landi,
sem hann bar fyrir brjósti í starfi sínu. Við vonum, að brjóstmyndin
skili sér heil til yðar, og vitum, að Islendingar munu með stolti varð-
veita hana sem sína eign.
Virðingarfyllst
yðar
frú Willy Heydweiller
fædd Maurer.
3 Landsbókasafn íslands 1818-1918. Minningarrit, Reykjavík 1919-20, bls.
239.
4 Þessi tilvitnun svo og aðrar á þýsku hér á eftir eru þýddar á íslensltu, án þess
að það sé sérstaklega telcið fram.
125