Ritmennt - 01.01.2005, Síða 132
HUBERT SEELOW
RITMENNT
vinnudrengur í fjallaseljum í bemslcu [,..]."8 Á hann ýmist að
hafa gætt geita, kúa og/eða sauðfjár. í einu samtímauppslátt-
arriti er minnst á, að hann hafi einnig gætt barna.9 - Er ástæða
til að ætla, að Echteler muni sjálfur eftir megni hafa ýtt undir
útbreiðslu þessarar myndar af bernsku og unglingsárum sínum:
Drengur úr alþýðustétt elst upp langt frá miðstöðvum menn-
ingarinnar, salclaus í faðrni náttúrunnar, og brýst af eigin ramm-
leilc til metorða sem listamaður, er skapar eftirmyndir mikilla
áhrifamanna í heiminum.10
Joseph Echteler hóf starfsferil sinn tólf ára gamall. Hann vann
í upphafi sem steinhöggvari, síðan einnig sem marmaramálari,
gifs- og steinskreytingamaður. Árin 18 71—72, stundaði hann nám
í Konunglega listaskólanum í Stuttgart, síðan í Konunglegu
listaakademíunni í Munchen, þar sem kennarar hans voru Max
von Widnmann* 11 og Josef Knabl.12 Samtíðarmenn hans finna
að því, að hann hafi einungis notið akademískrar menntunar
í stuttan tíma „og síðan lagt af miklum rnóði til atlögu við
listina".13
Segja má, að Echteler hafi sýnt af sér ótrúlegan dugnað til að
ná fótfestu í listaheiminum, þar sem hann var í samlceppni við
virta og hámenntaða akademíska myndhöggvara í Múnchen,
sem litu eflaust á hann sem sjálfmenntaðan sveitapiit. Hann
sýndi undraverða aflcastagetu, notaði hnoðmassa, sem hann
fann upp sjálfur, og nýtti sér nýjar tæknilegar aðferðir svo sem
galvanssteypu í þágu listsköpunar sinnar. í flestum tilvilcum hóf
hann vinnuna við portrettmyndir sínar á því að búa til uppköst
og frumgerðir eftir ljósmyndum og bað því næst viðlcomandi
8 Anton Bettelheim: Biographisches Jahrbuch und deutscher Nekrolog 13,
Berlin 1910, bls. 108.
9 Hermann A. L. Degener: Wer ist’s! Unsete Zeitgenossen, 4. útgáfa, Leipzig
1909, bls. 339.
10 Bernsku og unglingsárum höggmyndalistamannsins Josefs Knabl, sem var
kennari Josephs Echteler (sjá að ncðan), er lýst á mjög svipaðan hátt í upp-
sláttarritum. Kannski er um að ræða ldisju í ævilýsingum listamanna úr
Ölpunum á 19. öld.
11 Max von Widnmann (1812-95) gerði meðal annars riddarastandmyndina af
Ludwig I. konungi á Odeonsplatz í Miinchen (samkvæmt teikningum eftir
Ludwig Schwanthaler).
12 Josef Knalrl (1819-81) var kennari í kristilegri höggmyndalist og einn mikil-
virtasti myndhöggvari í nýgotneslcum stíl.
13 Anton Bettelheim: Biographisches Jahrbuch 13, bls. 108.
128