Ritmennt - 01.01.2005, Síða 134
HUBERT SEELOW
RITMENNT
í Miinchen opnaði Echteler aftur vinnustofu, sem blómstraði
skjótt. Hann stóð fyrir umfangsmiklum sýningum á eigin verk-
um, sumpart til að safna fé fyrir góðgerðastarfsemi, og hann var
sæmdur ótal orðum og heiðursnafnbótum af háttsettum mönn-
um, sem hann gerði myndir af. Þá hafði hann fest kaup á húsi í
Munchen (Ismaninger Strafie 87), stofnað fjölskyldu og var geng-
inn í Húseigandafélagið og íþróttafélag, lcennt við íþróttafröm-
uðinn Friedrich Ludwig Jahn.
Þær fáu heimildir, sem til eru um lífshlaup Josephs Echteler,
greina ekkert frá ástæðunni fyrir því, að fyrra lijónaband hans
endaði með skilnaði. Þess er hins vegar getið á fleiri stöðum,
að það hafi verið mjög auðvelt að reita hann til reiði og að liann
hafi sem liúseigandi sífellt staðið í málaferlum og erjum við
nágranna sína. Þessar erjur munu að lokum hafa leitt til þess, að
hann fluttist, stuttu eftir að hann lcvæntist seinni konu sinni, til
heimaborgar hennar Mainz. Þar lést hann árið 1908. Elckja hans
lést árið 1913 í Mainz-Kastel.16
Ef frá eru talin nokkur mjög fræg nöfn, eru íhaldssamir lista-
menn frá síðari hluta 19. aldar nær gleymdir nú í dag. Þeirra
hlutverk var fyrst og fremst að svala sjálfssýniþörf yfirstéttar-
innar í hinu nýja þýslca keisararíki. Það kemur því ekki á óvart,
að hin alcademíska listasaga hefur hingað til elclci beint sjónum
að ævistarfi manns eins og Josephs Echteler, sem var, á meðan
hann lifði, álitinn lcoma inn í hinn alcademíslca listaheim eftir
óhefðbundnum brautum og þótti viðhafa vafasamar framleiðslu-
og söluaðferðir.17 Eftir á séð virðist háttsemi hans, sem samtíma-
menn álitu óhefðbundna, þó hafa verið einkennandi fyrir tíðar-
andann í lolc 19. aldar í Þýslcalandi, þegar tælcnivæðing, iðnvæð-
ing og marlcaðsvæðing samfélagsins lcomst á áður óþelclct stig.
Listslcöpun Josephs Echteler er áhugaverð vegna umfangs og
margbreytileilca. Hann vann legsteina, dýrlingamyndir, altaris-
slcraut, hópmyndir af börnum og dýrum og gerði fjölda mynda úr
gríslt-rómverslcri goðafræði; slculu nefnd hér sem dæmi verlcin
„Herakles og ljónið frá Nemeu", „Bardagar amasóna á hestbalci",
16 Ég þaklca frú Göbel, skjalaverði í borgarskjalasafninu í Mainz, fyrir upplýsing-
arnar.
17 Hvorki bókfræðilegar heimildir né slcrár f Zentralinstitut fúr Kunstgeschichte
í Múnchen gefa til kynna, að efni um verk Josephs Echtelcr hafi nokkurn tíma
birst á prenti.
130