Ritmennt - 01.01.2005, Side 137
Vilborg Auður ísleifsdóttir
RITMENNT 10 (2005) 133-50
Oddur norslci og Nýja
testamentið 1540
Isögu 16. aldar hefur jafnan stafað
miklum ljóma - jafnvel helgiljóma - af
Oddi Gottskálkssyni (d. 1556) og þýðingu
hans á Nýja testamentinu á norræna tungu.
Með þessu framtaki sínu gerðist Oddur
einn rnesti örlagavaldur í íslenskri sögu,
þar sem kirkjan, helsta menntastofnun og
bókaútgefandi landsins, notaði þetta mál
og ruddi því brautina sem opinberu máli
á íslandi á síðari tímum.1 í þessari grein
verður varpað fram spurningum veraldlegs
eðlis um tilgang þýðingar þessarar og útgáfu,
úr hvaða umhverfi hún er sprottin, hvaða
aðilar lcunna að hafa fjármagnað hana og
hverjir voru hugsanlegir kaupendur hennar.
Líf í skugga drepsóttar
15. öldin var fremur óróasamt tímabil og
sjálfsagt óyndislegt fyrir alþýðu manna,
hvort heldur var á íslandi eða í Noregi,
svartidauði nýafstaðinn í Noregi og margir
dauðir. í upphafi aldarinnar barst sóttin til
íslands og var mjög mannskæð. Mannlífið
fór úr skorðum og stjórn íslensku biskups-
dæmanna og biskupstólanna varð laus í reip-
unurn. Vígðir biskupar komu annaðhvort
eklci til landsins, eins og t.d. Marcellus
Skálholtsbiskup (1448-62),2 eða voru mis-
indismenn, eins og t.d. Jón Gerreksson
Skálholtsbiskup (1426-33) - nema hvort
tveggja hafi verið.
í Noregi höfðu danskir konungar Kalrnar-
sambandsins tekið við völdum og danskir
aðalsmenn urðu lénsmenn yfir norskum
lénum. Þessir aðalsmenn skrifuðu á þýsku-
skotinni dönsku og töluðu hana væntanlega
líka. Þeir áttu í mesta basli með að skilja
norska undirsáta sína. í stórborgum þeirrar
tíðar, t.d. í Björgvin, voru fjölmargir norður-
þýskir kaupmenn, sem töluðu norður-þýsk-
ar mállýskur. Norskir sveitamenn héldu að
sjálfsögðu áfram að tala norrænu, en fram-
burður mun sjálfsagt hafa verið breytingum
1 I inngangi að sígildu riti sínu um málið á Nýja testa-
menti Odds Gottskálkssonar gerir Jón Helgason
grein fyrir stöðu verksins í íslenskri málsögu og
bókmenntasögu og sambandi þess við þær útgáfur,
sem Oddur þýddi úr, og við önnur guðsorðarit
íslensk. Jón Helgason, Málið á Nýja testamenti
Odds Gottskálkssonar, bls. 1-8. Sjá einnig: Páll
Eggert Ólason, Menn og menntir siðskiptaaldarinn-
ar á Islandi, bls. 533-56.
2 Um Marcellus Skálltoltsbiskup, sjá: Björn Þorsteins-
son, Ævintýri Marcellusar Skálholtsbiskups.
133