Ritmennt - 01.01.2005, Side 138
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
undirorpinn, og fer best á því að málvís-
indamenn fjalli um þær. En ég er hins vegar
vantrúuð á að þessar breytingar hafi slcipt
miklu máli fyrir hvunndagsleg samskipti
Islendinga og Norðmanna á þessum tímum.
Benda má á þá staðreynd, að íslendingum
gengur enn þann dag í dag bærilega að slcilja
Færeyinga, þegar þeir hafa vanist framburð-
inum í nokkra daga. Og sama máli gegnir
um Færeyinga á íslandi. í Diplomatarium
Norvegicum er að finna bréf frá 15. öld, sem
rituð eru á þoklcalegri norrænu.3 Skal hér
sú skoðun viðruð, að pólitískar breytingar
séu undirrótin að hrörnun norrænnar tungu
í Noregi fremur en að um málfræðileg eða
hljóðfræðileg lögmál hafi verið að ræða; það
var ekki lengur fínt að tala þetta mál.
Norskir biskupar á Hólastóli
Á 13. öld voru tveir norskir menn bisk-
upar á Hólastóli, þeir Bótólfur (1238-47) og
Heinrekur Kárason (1247-60). Á 14. öldinni
verða þrír Norðmenn biskupar á Hólum,
Auðun rauði Þorbergsson (1313-22), Ormur
Ásláksson (1342-56) og Jón slcalli Eirílcsson
(1358-90). Var hann fyrsti biskupinn með
páfaveitingu.4 í biskupstíð Jóns slcalla voru
erlcibislcupar í Niðarósi Ólafur (1350-70),
Þrándur Garðarsson (1371-81), Nilculás Jalc-
obsson Rusare (1382-86) og Vinaldi Hen-
rilcsson (1387-1402).5 Á 15. öld fylgdu svo
þrír ættmenn Jóns slcalla í fótspor hans og
gerðust bislcupar á Hólum. Þetta voru bróð-
ursonur Jóns, Gottslcállc Kænelcsson (bislc-
upstíð 1442-57), áður prestur í Laardal í
Noregi og síðar lcórsbróðir í Hamri,6 Ólafur
Rögnvaldsson (1459-94/5)7 og bróðursonur
Ólafs, Gottskállc Nilculásson (1498-1520).
Með víklcuðum sjóndeildarhring má segja,
að Hólabislcupsdæmi hafi - með hléum á
fyrri hluta 15. aldar - verið í höndum sömu
norslcu höfðingjaættarinnar í hartnær 160
ár. Varla hefur tilviljun ráðið því.
Aulc þess að teygja anga sína til íslands
virðist þessi ætt hafa haft ítölc í Svíþjóð og
jafnvel víðar.8 Rögnvaldur Kænelcsson, faðir
Ólafs, virðist hafa búið í Stolclchólmi og er
þar titlaður „överslcárare" sem merlcir yfir-
klæðslceri.9 Þarna bjó og náfrændi þeirra,
Gottslcállc Magnússon Halci slcósmiður.
Nikulás Rögnvaldsson var í Stolclchólmi í
desember 1475 að ganga frá erfðamáli þar
í borg fyrir sína hönd og Ólafs bislcups
bróður síns.10 Gottslcállc Kænelcsson varð
Hólabislcup í erlcibislcupstíð Áslálcs Bolts
(bislcupstíð 1428-50), en Áslálcur slcipulagði
3 DN I, nr. 675-789. Valið er af handahófi. Bréf þessi
eru vissulega ekki á neinu gullaldarmáli, enda gefur
efni þeirra ekki tilefni til svo glæsilegrar málbeit-
ingar. Málið á þeim var hins vegar fullhoðlegt í
hvunndagslegum samskiptum manna í milli og
eins í viðskiptum við yfirvöld. Þegar kemur fram
yfir 1450 fcr verulega að síga á ógæfuhliðina í mál-
farslegum efnum.
4 Einar Laxness, Islandssaga a-k, 2. útg., bls. 63-71
(grein: biskup).
5 Grethe Authén Blom, „Hellig Olavs by. Middelalder
til 1537", bls. 363.
6 Páll Eggert Ólason, íslenzkar æviskrár II, bls. 93.
Sjá einnig: Edvard Bull, „Gottskalk Konekason";
„Um Gottskálk Keniksson og Hóla biskupa" (frá-
sögn þessi er með miklum ævintýrablæ); DI VI, nr.
396.
7 Ólafur lcemur síðast við fornbréf, þegar hann boðar
til prestastefnu 29. mars 1494. DIVII, nr. 271. Hann
er dáinn fyrir 22. júní 1495. D1 VII, nr. 320.
8 Marko Lamberg, „Bergenrádmanncn Nils Ragvalds-
son och hans norsk-svensk-islándska slákt", bls.
185 o.áfr. Sjá einnig: Lars Hamre, „Til saga om ætt-
ene pá Sandvin og Torsnes pá 13-1400-tallet".
9 Sama heimild, bls. 187.
10 Sama heimild, sama stað.
134