Ritmennt - 01.01.2005, Page 145
RITMENNT
ODDUR NORSKI OG NÝJA TESTAMENTIIÐ 1540
Mynd af Þórsnesi frá 1915 varðveitt í Oddsstofu í Skálholti.
mótmælendum og af pólitískum hræringum
og nýmælum frá meginlandinu. Lúther taldi
það grundvallarnauðsyn að hver og einn
gæti hlýtt á guðs orð hreint og ómengað á
móðurmálinu. í Þýskalandi var og er aragrúi
mállýskna, sem eru býsna ólíkar innbyrðis.
Með þýðingu sinni á Biblíunni lagði hann
grundvöll að þýsku ritmáli, sem bjó og býr
enn yfir umtalsverðum sameiningarmætti.
Á 16. öld urðu umskipti í menntunarefni
Evrópumanna. Bihlían, saga og bókmenntir
Miðjarðarhafsþjóða urðu í auknum mæli
menntunarefni leikra sem lærðra í stórum
hluta Evrópu ásamt ritum Grikkja og
Rómverja. Oddur Gottskálksson var mjög
snemma á ferðinni með þýðingu sína, þegar
litið er til þess, að Nýja testamentið í þýðingu
Lúthers kom út í september 1522.61
Pólitísk þróun í Noregi hné í þá átt,
að danskir aðalsmenn fengu feitustu lén
landsins í krafti hinna dansk-þýsku konunga,
sem hófust til valda á Norðurlöndum á 15.
öld. Þessir dönsku aðalsmenn, sem höfðu
úrslcurðarvald í dómsmálum í Noregi, voru
hvorki læsir á fornar norskar lögbækur né
61 f. Kurzinger, „Bibelubersetzungen", dálkur 401-04.
Kurzinger rekur sögu þýskra biblíuþýðinga, sem ná
aftur á ármiðaldir. Sérstaða þýðingar Lúthers liggur
í þróttmiklu alþýðlegu málfari, sem átti þátt í því
að skapa háþýskt ritmál. Við þetta bættist, að prent-
uð þýðing Lúthers náði til mikils fjölda lesenda.
141