Ritmennt - 01.01.2005, Side 152
VILBORG AUÐUR ÍSLEIFSDÓTTIR
RITMENNT
nú kominn til höfuðstaðarins til þess að fá
staðfestingu konungsins fyrir því embætti,
sem hann fékk greiðlega.102 Sjálfsagt hefur
konungur og ráðgjafar hans viljað ræða við
Gizur um framgang siðskiptanna á íslandi
og vafalítið hefur Gizur verið í hópi þeirra
„lesimeistara", sem lásu Nýja testamenti
Odds yfir og lögðu yfir það blessun sína. Um
þessar mundir voru norrænumælandi menn
í Kaupmannahöfn ekki á hverju strái. Þeir
vinir hafa því verið samtíða í Danmörlcu
á þeim tíma, sem Nýja testamentið var í
prentun. Hefur Gizur vafalaust verið Oddi
innan handar við prófarkalestur og annað
útgáfustúss, sem á öllum tímum er tímafrek
nákvæmnisvinna. Lítill stuðningur hefur
verið í prentaranum, Hans Barth, þar sem
hann hefur tæpast skilið norrænu. Gizur
dvaldist í Danmörku fram á vorið 1540, en
þá sigldi hann til íslands með vorskipi.103
Fjárhagshlið útgáfunnai
Hvernig f járhagur þeirra f élaga var og hvernig
fjármögnun útgáfunnar var hagað eru heim-
ildir þöglar um. Hins vegar má ganga að því
vísu, að þetta hafi verið fjárfrekt fyrirtæki.
Síðan bættist við kostnaður vegna uppihalds
í Kaupmannahöfn og Hróarskeldu. Ólíklegt
er að konungur hafi kostað prentunina, því
að danska ríkið var fjárhagslega að þrotum
kornið eftir innanlandsófriðinn 1534—36.
Gizur var einungis kjörinn sem biskups-
efni en hlaut ekki vígslu fyrr en 1542.104
Hann hefur því tæplega haft umboð til þess
að verja peningum Skálholtsstóls til þessa
verkefnis. Oddur hefur því þurft að leggja
út fyrir kostnaðinum, enda sést á bréfum
Gizurar til presta Skálholtsbislcupsdæmis,
þar sem hann hvetur þá til þess að kaupa
Nýja testamentið af Oddi, að upplagið var í
eigu Odds.105
í þessu samhengi er eðlilegt að spyrja,
hvaðan Oddi hafi komið fé til þess að standa
straum af þessu fyrirtæki. Á íslandi var
fjárhagur Odds heldur lcnappur og ekki er að
sjá, að Gottskálk biskup hafi gefið þessum
syni sínum löggjafir í formi jarða. Það var
ekki fyrr en árið 1540, þegar Oddur var
aftur kominn til íslands, að hann eignaðist
staðfestu hérlendis; Gissur fékk honum til
ábúðar stólsjörðina Reylci í Ölfusi.106 Reykir
voru ágæt jörð, en framleiðni hennar hefur
tæpast staðið undir útgáfulcostnaði Nýja
testamentisins. Varla hefur Oddur safnað
digrum sjóðum sem þjónustumaður og
skrifari Ögmundar biskups og tæplega hafa
Kristín systir hans og Jón maður hennar lagt
honum til útgáfustyrk.
Hins vegar bjuggu frændur hans, Gutt-
ormur og Pétur, í Noregi og var Guttormur
enn lögmaður í Björgvin árið 1539. Það ár
kemur hann fyrir í skjölum í síðasta sinn.107
Hjá þessum frændum hans var erfðafé það,
sem Jón Arason biskup hafði látið svo greið-
lega af hendi að Gottskálld látnum. Til þessa
fjár átti Oddur að vissu leyti siðferðilegan
rétt. Hníga því flest rölc að því að Oddur liafi
sjálfur greitt útgáfukostnaðinn með frænda
sinna styrk. Þegar menn leggja út í bólcaút-
gáfu, þá huga þeir jafnan að marlcaði fyrir
102 DIX, nr. 228.
103 DI X, nr. 232. Þetta eru m.a. minnisgreinar um
heimferðina.
104 D1 XI, nr. 155.
105 D1 XI, nr. 485, 509.
106 DIX, nr. 278.
107 DN XXI, nr. 848.
148