Ritmennt - 01.01.2005, Page 159
RITMENNT
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS - HÁSKÓLABÓKASAFN FAGNAR TÍU ÁRA AFMÆLI SÍNU
Landsbókasafn íslands
- Háskólabókasafn
fagnar tíu ára afmæli sínu
1. desember 2004
Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn varð til 1. desemb-
er árið 1994 við samruna tveggja eldri safna, Landsbókasafns
íslands sem stofnað var 1818 og Háskólabókasafns sem stofnað
var árið 1940. í tilefni tíu ára afmælis safnsins var ýmislegt
gert til hátíðabrigða. Þar bar hæst dagskrá í Þjóðarbókhlöðu
á afmælisdaginn 1. desember. Landsbókavörður, Sigrún Klara
Hannesdóttir, ávarpaði samkomuna og fagnaði tímamótunum
og reifaði framtíðarsýn safnsins og leiðir til að gera það að öfl-
ugri þekkingarveitu. Meðal gesta sem fluttu ávörp á hátíðinni
voru menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Páll
Skúlason rektor Háskóla íslands og Einar Sigurðsson fyrrverandi
landsbókavörður. Erland Kolding Nielsen þjóðbókavörður Dana
flutti kveðju þjóðbókavarða á Norðurlöndum en hann var einnig
viðstaddur opnun safnsins tíu árum áður. Óskar Árni Óskarsson
skáld og starfsmaður safnsins las upp úr bók sinni Truflanir í
Vetrarbrautinni. Einnig lcomu fram tónlistarmennirnir Sigurður
Flosason saxófónleikari og Gunnar Gunnarsson píanóleikari og
Vox Feminae söng undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Kynnir
hátíðarinnar var Áslaug Agnarsdóttir sviðstjóri þjónustusviðs
safnsins.
Þá var haldið málþing um framtíð þjóðbókasafna og háskóla-
bólcasafna 2. desember í hátíðasal Háskólans. Aðalfyrirlesarar
málþingsins voru Gerard van Trier frá Konunglega bókasafninu í
Hollandi, sem fjallaði um þjóðbókasöfn og hlutverk þeirra í upp-
lýsingasamfélagi framtíðarinnar, og Sarah E. Thomas yfirbóka-
vörður frá Cornell-háskólanum í Bandaríkjunum, sem ræddi um
framtíð háskólabókasafna. Einnig fluttu erindi þjóðbókavörður
Finnlands, Dr. Kai Eltholm, og landsbókavörður, Sigrún Klara
Hannesdóttir.
Afmælinu var fagnað með útgáfu ljósprentunar af íslensku
Sigrún Klara Hannesdóttir
og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir.
Óslcar Árni Óskarsson.
155